Kynningarfundur - Átaksverkefnið 100 Stories From Iceland eða 100 sögur frá Íslandi

Málsnúmer 2405019

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 108. fundur - 23.05.2024

Átaksverkefnið 100StoriesFromIceland eða 100 sögur frá Íslandi, er metnaðarfullt kynningarverkefni þar sem markmiðið er að dreifa 100 sögum á erlenda frétta- og kynningarmiðla. Verkefnið er styrkt af Íslandsstofu. Verkefnið snýst um að fá áhugaverða sögu frá minni ferðaþjónustuaðilum, grasrótinni sjálfri, á öllu landinu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Markaðs- og menningarnefnd telur að um spennandi verkefni sé að ræða og felur markaðs- og menningarfulltrúa að senda á ferðaþjónustu- og afþreyingaraðila og hvetja til þátttöku í verkefninu.