Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

83. fundur 11. janúar 2022 kl. 17:00 - 17:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir varamaður, I lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Styrkumsóknir 2022 Menningarmál

Málsnúmer 2110077Vakta málsnúmer

Farið yfir umsóknir um styrki til menningarmála fyrir árið 2022. Átján umsóknir bárust.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Markaðs- og menningarnefnd gerir tillögu um úthlutun styrkja til menningarmála fyrir árið 2022 og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Afhending menningarstyrkja og útnefning bæjarlistamanns 2022

Málsnúmer 2201014Vakta málsnúmer

Undanfarin ár hefur markaðs- og menningarnefnd staðið fyrir úthlutun menningarstyrkja og útnefningu bæjarlistamanns Fjallabyggðar við hátíðlega athöfn.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd stefnir að afhendingu menningarstyrkja og útnefningu bæjarlistamanns í lok febrúar. Nánari tímasetning og dagskrá verður auglýst síðar.

3.Fundadagatöl 2022

Málsnúmer 2112031Vakta málsnúmer

Fundadagatal ársins 2022 lagt fram. Gert er ráð fyrir fundum í markaðs- og menningarnefnd fyrsta fimmtudag í mánuði nema í júlí.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fundadagatalið fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 17:40.