Fundadagatöl 2022

Málsnúmer 2112031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 724. fundur - 16.12.2021

Lögð eru fram drög að fundarplani bæjarstjórnar, bæjarráðs, nefnda og ráða vegna ársins 2022.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlögð drög og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að ljúka gerð þeirra og leggja fyrir næsta reglulega fund ráðsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 725. fundur - 06.01.2022

Lögð fram drög að fundadagatali bæjarstjórnar, ráða og nefnda vegna 2022.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 107. fundur - 10.01.2022

Fundardagatal ársins 2022 lagt fram til kynningar. Gert er ráð fyrir fundum í fræðslu- og frístundanefnd fyrsta mánudag í mánuði nema í júlí.
Samþykkt
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fundadagatalið fyrir sitt leyti.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 83. fundur - 11.01.2022

Fundadagatal ársins 2022 lagt fram. Gert er ráð fyrir fundum í markaðs- og menningarnefnd fyrsta fimmtudag í mánuði nema í júlí.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fundadagatalið fyrir sitt leyti.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 726. fundur - 13.01.2022

Lagt er fram að nýju fundadagatal bæjarstjórnar, ráða og nefnda Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagt fundadagatal og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að gera dagatalið aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins.