Bæjarráð Fjallabyggðar

725. fundur 06. janúar 2022 kl. 08:00 - 08:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Styrkumsóknir 2022 - Rekstrarstyrkir til safna og setra.

Málsnúmer 2110076Vakta málsnúmer

Lagt er fram yfirlit yfir umsóknir um rekstrarstyrki til safna og setra og umbeðin umsögn markaðs- og menningarnefndar frá 82. fundi nefndarinnar, einnig er lögð fram tillaga að afgreiðslu einstakra erinda.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

2.Umsókn um styrk til hátíðarhalda í Fjallabyggð árið 2022.

Málsnúmer 2110078Vakta málsnúmer

Lagt er fram yfirlit yfir umsóknir um styrki til hátíðarhalda í Fjallabyggð 2022 og umbeðin umsögn markaðs- og menningarnefndar frá 82. fundi nefndarinnar, einnig er lögð fram tillaga að afgreiðslu einstakra erinda.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

3.Staðgreiðsla tímabils - 2021

Málsnúmer 2101005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar til desember. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 1.255.763.987,- eða 102,13% af tímabilsáætlun 2021.
Lagt fram

4.Fundadagatöl 2022

Málsnúmer 2112031Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundadagatali bæjarstjórnar, ráða og nefnda vegna 2022.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

5.Bleyta í lóðum við Hafnartún 8 og 10 Siglufirði

Málsnúmer 2005056Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi íbúa við Hafnartún 8 og 10 á Siglufirði dags. 28. október 2021. Í erindinu er óskað upplýsinga um stöðu athugunar tæknideildar á tilhögun og verklagi við snjómokstur með tilliti til snjósöfnunar á auðum lóðum við Laugarveg. Einnig er í erindinu bent á tvo möguleika, annars vegar að hætt verði að ryðja snjó inn á lóð ofan við hús bréfritara og hins vegar að lögð verði drenlögn neðarlega á umræddri lóð sem tæki við vatni þegar uppsafnaður snjór bráðnar. Einnig er lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar hvar fram kemur að verklagi við snjómokstur verði breytt með þeim hætti að lóðin ofan við Hafnartún 8 - 16 (Laugarvegur 29) verði ekki notuð sem snjósöfnunarstaður. Fyrirkomulagið verði tímabundið og með það markmið að ganga úr skugga um hvort bleyta í lóðum við Hafnartún 8 - 16 stafi af snjósöfnun á vegum bæjarins á lóðinni.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tímabundið breytt verklag og felur deildarstjóra tæknideildar að fylgjast með bleytu á komandi vori og upplýsa ráðið um niðurstöðu eigi síðar en í júní nk..

6.Samningur um rekstur skíðasvæðis í Tindaöxl 2022

Málsnúmer 2112055Vakta málsnúmer

Lögð eru fram drög að samningi Fjallabyggðar og Skíðafélags Ólafsfjarðar til eins árs um rekstur skíðamannvirkja í eigu Fjallabyggðar í Ólafsfirði fyrir árið 2022.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlögð samningsdrög og felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2201003Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

8.Heimild til útboðs

Málsnúmer 2201005Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 4. janúar 2022, í vinnuskjalinu óskar deildarstjóri heimildar bæjarráðs til að bjóða út eftirfarandi verkefni.

1. Suðurgata 2-4, félagsmiðstöðin Neon

2. Íþróttamiðstöð Siglufirði, viðbygging

3. Íþróttamiðstöð Ólafsfirði, endurnýjun búningsklefa

4. Tjaldsvæðahús, Ólafsfirði
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir ósk um heimild til útboðs fyrrgreindra verkefna.

9.Snjókrosskeppni í Ólafsfirði

Málsnúmer 2112044Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Ásgeirs Frímannssonar dags. 20. desember 2021. Í erindinu er óskað heimildar til að halda snjókrosskeppni í samstarfi við Kappakstursklúbb Akureyrar (KKA) í Ólafsfirði helgina 26. til 27. febrúar nk. Keppnin yrði haldin innanbæjar, ef snjóalög leyfa, líkt og gert var á árunum 2000 til 2009. Keppt verður í fimm flokkum, þ.e. í byrjenda-, kvenna-, sport-, og próflokki.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita heimild til umrædds mótshalds og felur deildarstjóra tæknideildar að vera tengiliður bæjarins gagnvart mótshöldurum hvað varðar nánari staðsetningu og útfærslu mótsins.

10.Samstarf 11 sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og N4 2022.

Málsnúmer 2112049Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Maríu Bjarkar Ingvarsdóttur f.h. N4 dags. 17. desember 2021 ásamt ályktun N4 vegna tillagna fjárlaganefndar um niðurskurð á styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Efni erindis er að óska eftir fjárstuðningi 11 sveitarfélaga í fjórðungnum. Nefnt er að tilefni erindis sé ekki síst sú staðreynd að Akureyrarbær hafi sagt upp samningi við félagið og að nokkur fyrirtæki hafi sýnt áhuga á að leggja málinu lið með jafnhárri upphæð og sveitarfélögin sem erindið fengu leggi til verkefnisins. Markmið félagsins er að efna til samstarfs að lágmarki fimm sveitarfélög en helst allra ellefu sem erindið fengu og að markmið verkefnisins sé að safna 16 milljónum sem nýtist til að auka sýnileika svæðisins með stöðugri þáttagerð, gerð kynningarefnis og fleiru.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindis.

11.Úthlutun byggðakvóta 2021-2022

Málsnúmer 2112053Vakta málsnúmer

Lagt er fram bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 21. desember 2021 er varðar úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga fiskveiðiárið 2021/2022. Í bréfinu er sveitarfélaginu gefin frestur til 21. janúar n.k. til að senda ráðuneytinu tillögur um sérreglur vegna úthlutunar. Einnig eru lagðar fram leiðbeiningar ráðuneytisins um sérreglur byggðakvóta og auglýsing fyrra fiskveiðiárs varðandi sérreglur.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir rökstuddri umsögn frá útgerðar- og vinnsluaðilum í sveitarfélaginu sem hyggjast veiða og vinna byggðarkvóta, um sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2021/2022.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda bókun bæjarráðs til allra hagaðila.

Umsagnir þurfa að berast til sveitarfélagsins fyrir 10. janúar. nk. umsagnir verða birtar á vef sveitarfélagsins.

12.Ársskýrsla Persónuverndar 2020.

Málsnúmer 2112037Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla persónuverndar vegna 2020.

13.Framkvæmdir 2022, áætlaðar tímasetningar.

Málsnúmer 2201004Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram til kynningar yfirlit yfir áætlaðar tímasetningar útboða ársins og verklok einstakra verkefna ársins. Einnig fór bæjarstjóri yfir opinn fund sem hann ásamt deildastjóra tæknideildar héldu með verktökum og öðrum áhugasömum og lagði fram til kynningar slæðusýningu frá fundinum. Fundurinn var mjög góður og stefnt er að því að gera hann að árlegum viðburði að aflokinni samþykkt fjárhagsáætlunar.
Lagt fram

14.Fundargerðir - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2018-2022

Málsnúmer 2011052Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 7. og 8. fundar svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar.
Lagt fram

15.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2021

Málsnúmer 2101049Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 32. fundar stjórnar SSNE
Lagt fram

16.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga - 2021

Málsnúmer 2103015Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 64. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 08:45.