Heimild til útboðs

Málsnúmer 2201005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 725. fundur - 06.01.2022

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 4. janúar 2022, í vinnuskjalinu óskar deildarstjóri heimildar bæjarráðs til að bjóða út eftirfarandi verkefni.

1. Suðurgata 2-4, félagsmiðstöðin Neon

2. Íþróttamiðstöð Siglufirði, viðbygging

3. Íþróttamiðstöð Ólafsfirði, endurnýjun búningsklefa

4. Tjaldsvæðahús, Ólafsfirði
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir ósk um heimild til útboðs fyrrgreindra verkefna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 749. fundur - 04.07.2022

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 1. júlí 2022, í vinnuskjalinu óskar deildarstjóri heimildar bæjarráðs til að bjóða út eftirfarandi verkefni :

1. Eyrarflöt 14-20, gatna og veitugerð.
2. Umhverfisbætur á svæði vestan Óskarsbryggju.
3. Timburstígur með fram tjörninni, Ólafsfirði.

Samþykkt
Bæjarráð samþykkir ósk um heimild til útboðs fyrrgreindra verkefna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 752. fundur - 18.07.2022

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 11. júlí 2022, í vinnuskjalinu óskar deildarstjóri heimildar bæjarráðs til að bjóða út gangstéttir 2022.

Í vinnuskjalinu kemur fram að gert er ráð fyrir endurnýjun og uppbyggingu gangstétta fyrir 40 mkr. á árinu 2022.


Samþykkt
Bæjarráð þakka deildarstjóra fyrir framlagt minnisblað.

Bæjarráð samþykkir að bjóða út gangstéttar við Ægisgötu, milli Aðalgötu og Ólafsvegar og Ólafsveg frá gatnamótum Ægisgötu vestur að Aðalgötu.

Bæjarráð ítrekar bókun sína frá 750. fundi bæjarráðs þar sem óskað var eftir kostnaðarmati vegna gangstéttar við Ægisgötu sem tengist gangstétt sem liggur við Strandgötu (um 220m) verði kostnaðarmetin.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 753. fundur - 08.08.2022

Lagt var fram kostnaðarmat deildarstjóra tæknideildar vegna nýrrar gangstéttar við Ægisgötu sem tengist við gangstétt við Strandgötu.
Afgreiðslu frestað
Erindi frestað.