Bæjarráð Fjallabyggðar

749. fundur 04. júlí 2022 kl. 16:00 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 2202047Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála dags. 1. júlí 2022 þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð samtals kr. 13.841.755.- vegna hagvaxtarauka, kjarasamningshækkana og fleira.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til lokaafgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Jarðvegsrannsóknir á lausum lóðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 2206048Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra tæknideildar dags. 26. júní 2022 þar sem fram kemur að lóðirnar við Eyrarflöt, Bakkabyggð og Mararbyggð eru á tilbúinni fyllingu og þarf því ekki að kanna jarðveg þar. Varðandi lóðir á malarvellinum á Siglufirði kemur fram að könnun hafi verið gerð á áttunda áratugnum og skv. þeim upplýsingum var ekki komið niður á fastan jarðveg.
Ef gera ætti nýja athugun á svæðinu yrði áætlaður kostnaður samtals kr. 500.000.-
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið.

Bæjarráð samþykkir tillöguna en vill jafnframt að bætt verði við rannsóknum á svæðinu í kringum hús eldri borgara í Ólafsfirði (merkt sem Hrannarbyggð 2 í kortasjá sveitarfélagsins).

3.Dómur í máli Hreinsitækni ehf. gegn Fjallabyggð

Málsnúmer 2206094Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar dómur í máli nr. E-446/2021 sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í máli Hreinsitækni gegn Fjallabyggð dags. 20. júní 2022.

Lagt fram til kynningar
Bæjarráð fagnar niðurstöðu dómsins, í ljósi þess að honum verður ekki áfrýjað, og telur hann í fullu samræmi við fyrri málflutning sveitarfélagsins.

4.Heimild til útboðs

Málsnúmer 2201005Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 1. júlí 2022, í vinnuskjalinu óskar deildarstjóri heimildar bæjarráðs til að bjóða út eftirfarandi verkefni :

1. Eyrarflöt 14-20, gatna og veitugerð.
2. Umhverfisbætur á svæði vestan Óskarsbryggju.
3. Timburstígur með fram tjörninni, Ólafsfirði.

Samþykkt
Bæjarráð samþykkir ósk um heimild til útboðs fyrrgreindra verkefna.

5.Heimild til sölu áfengis í smásölu

Málsnúmer 2206086Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Marteini B. Haraldssyni f.h. Seguls 67 Brugghúss dags. 28 júní 2022 þar sem kemur fram að í ljósi breytinga á áfengislögum nr. 75/1998 er varða heimild sölu áfengis í smásölu á framleiðslustað, sem taka gildi 1. júlí 2022 er hér með óskað eftir því að bæjarstjórn veiti Sunnu ehf., kt. 471289-2569 heimild til slíkrar sölu um leið og lagaheimildir munu liggja fyrir.

Erindi þetta er sent svo tryggja megi skjóta afgreiðslu bæjarstjórnar þegar ósk um umsögn berst bæjarstjórn frá Sýslumannsembætti.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar 2022

Málsnúmer 2204088Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Veiðifélagi Ólafsfjarðar dags. 29. júní 2022 varðandi fundarboð framhaldsaðalfundar sem haldinn verður laugardaginn 9. júlí nk..
Samþykkt
Bæjarráð tilnefnir Tómas Atla Einarsson sem fulltrúa sveitarfélagsins á fundinn.

7.Ársfundur náttúruverndarnefnda 2022

Málsnúmer 2206088Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Davíð Örvari Hanssyni dags. 30. júní 2022 f.h. Umhverfisstofnunar þar sem fram kemur að:

Sveitarfélögum er bent á ársfund náttúruverndarnefnda sem haldinn verður þann 10. nóvember næstkomandi.

Að undirbúningi fundarins koma, auk Umhverfisstofnunar, Samtök íslenskra sveitarfélaga og Samtök náttúrustofa.

Á fundinum verður m.a. farið yfir hlutverk náttúruverndarnefnda, fjallað um hlutverk Umhverfisstofnunar, Samtök íslenskra sveitarfélaga og Samtök náttúrustofa, auk þess að fjalla um náttúruverndarmál.

Sveitarfélög eru hvött til að taka daginn frá og senda fulltrúa sinna nefnda á fundinn.

Fyrir þá sem ekki komast verður fundinum streymt.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að senda fulltrúa fyrir hönd sveitarfélagsins á fundinn rafrænt.

8.Stjórn veiðifélags Ólafsfjarðar

Málsnúmer 2206091Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Mikael Mikaelssyni dags. 26. júní 2022 þar sem fram kemur að Mikael vill vekja athygli bæjarráðs á að Veiðifélaginu vanti aðila frá bæjarfélaginu í stjórn þess.

Bæjarfélagið sé stór aðili og réttindahafi í félaginu og því eðlilegt að það taki þátt í stjórn þess.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar Mikael fyrir erindið.

Bæjarráð tilnefnir Tómas Atla Einarsson sem fulltrúa sveitarfélagsins á fundinn.

9.Erindi vegna útboða og verkkaupa

Málsnúmer 2206092Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Þóri Stefánssyni dags. 27. júní 2022 vegna útboða og verkkaupa.

Í erindinu kemur fram að Þórir vilji kalla eftir upplýsingum um útboð verklegra framkvæmda hjá bæjarfélagi Fjallabyggðar á síðasta kjörtímabili.
Það er að segja hvernig þau hafa staðist áætlanir þegar aukaverk og allur kostnaður við verkin eru upp talin.
Einnig langar mig að vita hvernig hefur verið staðið að verkkaupum á viðhalds verkefnum hjá bæjarfélaginu, hvort þau séu alltaf unnin eftir innkaupareglu bæjarfélagsins.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð þakkar Þóri Stefánssyni fyrir erindið.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að útbúa samantekt þar sem greind yrðu 3 stærstu fjárfestingaverkefni og 3 stærstu viðhaldsverkefni sveitarfélagsins hvers árs á síðasta kjörtímabili og leggja aftur fyrir bæjarráð.

Þá er deildarstjóra einnig falið að svara fyrirspurn Þóris um hvernig staðið er verkkaupum á viðhaldsverkefnum hjá sveitarfélaginu.

10.Lokun þjónustustöðvar Olís í Ólafsfirði

Málsnúmer 2207005Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með að Olís hafi ákveðið að loka þjónstustöð félagsins í Ólafsfirði.

Bæjarráð höfðar til samfélagsvitundar félagsins og hvetur til þess að það leggi sitt af mörkum til þess að tryggja grunnþjónustu við íbúa í Ólafsfirði t.d. með því að gera rekstrarsamning við aðila sem kynni að hafa áhuga á aðkomu að rekstri þjónustustöðvarinnar.

Bæjarráð óskar jafnframt eftir fundi með forsvarsmönnum Olís.

11.Ársreikningur - Greið leið 2021

Málsnúmer 2206085Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar undirritaður ársreikningur Greiðrar leiðar ehf., vegna ársins 2021.
Lagt fram til kynningar

12.Fundargerð aðalfundar 2022, skýrsla stjórnar og ársreikningar 2021 Veiðifélags Ólafsfjarðar.

Málsnúmer 2207001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Veiðifélags Ólafsfjarðar ásamt ársreikningi fyrir árið 2021 og skýrslu stjórnar.
Lagt fram til kynningar

13.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2022

Málsnúmer 2201035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 910. fundar stjórnar sambands ísl. sveitarfélaga frá 20. maí sl. og fundargerð 911. fundar frá 23. júní sl..
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:00.