Jarðvegsrannsóknir á lausum lóðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 2206048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 746. fundur - 20.06.2022

Lagður fram tölvupóstur frá Arnari Þór Stefánssyni dags. 14. júní 2022 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið ráðist í að kanna hvernig undirlag á malarvelli hentar fyrir byggingu þeirra mannvirkja sem þar eru skipulögð. Þar kemur fram að til að geta haft forystu um uppbyggingu þarf sveitafélagið að þekkja gæði byggingarlands m.t.t. slíkra þátta, þegar umfang byggingarreits er með þessum hætti.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram. Vinna felst í því að greina hvar grafa eigi prufuholur í sveitarfélaginu til greininga á undirlagi og vinna kostnaðaráætlun til þess að leggja fyrir bæjarráð í fyrstu viku í júlí.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 749. fundur - 04.07.2022

Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra tæknideildar dags. 26. júní 2022 þar sem fram kemur að lóðirnar við Eyrarflöt, Bakkabyggð og Mararbyggð eru á tilbúinni fyllingu og þarf því ekki að kanna jarðveg þar. Varðandi lóðir á malarvellinum á Siglufirði kemur fram að könnun hafi verið gerð á áttunda áratugnum og skv. þeim upplýsingum var ekki komið niður á fastan jarðveg.
Ef gera ætti nýja athugun á svæðinu yrði áætlaður kostnaður samtals kr. 500.000.-
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið.

Bæjarráð samþykkir tillöguna en vill jafnframt að bætt verði við rannsóknum á svæðinu í kringum hús eldri borgara í Ólafsfirði (merkt sem Hrannarbyggð 2 í kortasjá sveitarfélagsins).

Bæjarráð Fjallabyggðar - 761. fundur - 04.10.2022

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 30.09.2022 vegna stöðu verkefnisins.
Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 768. fundur - 22.11.2022

Bæjarráð samþykkir að í ljósi þess að ráðgert er að hefja framkvæmdir á malarvellinum næsta vor að málið verði endurvakið og gerðar verði jarðvegsrannsóknir í samræmi við tillögur tæknideildar sem komu fram í minnisblaði frá 26. júní síðastliðnum. Því til viðbótar er óskað eftir að einnig verði jarðvegsrannsóknir vegna máls númer 2112032.
Samþykkt