Bæjarráð Fjallabyggðar

746. fundur 20. júní 2022 kl. 16:00 - 16:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Erindi vegna leyfis til skotveiði á Siglufirði.

Málsnúmer 2206032Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Ingvari Hreinssyni, Sigurði Ægissyni og Örlygi Kristfinnssyni dags. 13. júní 2022 vegna leyfis til skotveiða á Siglufirði.
Þar sem fram kemur að það skotveiðileyfi sem Fjallabyggð hefur samþykkt gildi ekki á þeim varpsvæðum sem þeim hefur verið falin umsjá með og er farið fram á staðfestingu bæjarráðs á þeim skilningi.

Einnig lögð fram yfirlýsing sjónarvotta dags. 20. júní 2022.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar Ingvari, Sigurði og Örlygi fyrir erindið. Bæjarráð tekur undir að fara verði að öllu með gát þannig að tegundir á válista séu ekki felldar.

Bæjarráð áréttar að það er umsjónaraðilum hvers svæðis í sjálfs vald sett hvernig þeir nýta þjónustu þeirra sem hafa leyfi til fellingar á vargfugli.

2.Samráðshópur um framkvæmdaáætlun

Málsnúmer 2206033Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Brynju Hafsteinsdóttur f.h. stjórnar UÍF dags. 10. júní 2022 þar sem fram kemur að stjórn UÍF fagnar því að meirihlutinn hafi sammælst um að leggja áherslu á uppbyggingu mannvirkja til íþróttaiðkunar og setja á fót samráðshóp þar að lútandi.

Stjórn UÍF er tilbúin til að taka sæti í samráðshóp og leiða vinnu hans.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar UÍF fyrir frumkvæðið og ósk um þátttöku í samráðshópi um uppbyggingu íþróttamannvirkja.

UÍF verður boðin þátttaka í samráðshópnum þegar hann verður settur á fót.

3.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2022

Málsnúmer 2206040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Landskerfi bókasafna dags., 14. júní 2022 þar sem fram kemur að boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. miðvikudaginn 29. júní, kl.14:30 í húsakynum félagsins að Katrínartúni 4, 105 Reykjavík.
Lagt fram til kynningar

4.Jarðvegsrannsóknir á lausum lóðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 2206048Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Arnari Þór Stefánssyni dags. 14. júní 2022 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið ráðist í að kanna hvernig undirlag á malarvelli hentar fyrir byggingu þeirra mannvirkja sem þar eru skipulögð. Þar kemur fram að til að geta haft forystu um uppbyggingu þarf sveitafélagið að þekkja gæði byggingarlands m.t.t. slíkra þátta, þegar umfang byggingarreits er með þessum hætti.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram. Vinna felst í því að greina hvar grafa eigi prufuholur í sveitarfélaginu til greininga á undirlagi og vinna kostnaðaráætlun til þess að leggja fyrir bæjarráð í fyrstu viku í júlí.

5.Landsþing og landsþingsfulltrúar

Málsnúmer 2205036Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Vali Rafni Halldórssyni f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 10. júní 2022 þar sem fram kemur að dagana 28. - 30. september nk. verði landsþing sambandsins haldið á Akureyri.

Sveitarfélög eru hvött til að gera ráðstafanir í tíma og óskað er eftir að sveitarfélögin kjósi landsþingsfulltrúa á þingið.

Einnig er minnt á erindi frá sambandinu frá 6. maí sl.
Lagt fram til kynningar

6.Opið bréf IOGT á Íslandi til þingmanna 14. júní 2022

Málsnúmer 2206039Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar opið bréf til Alþingsmanna á Íslandi dags. 14. júní 2022 frá Bindindissamtökunum IOGT á Íslandi.
Lagt fram til kynningar

7.Upplýsingapóstur frá Innviðaráðuneytinu - vinsamlega sendið áfram til kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 2206046Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur, verkefnisstjóra f.h. Innviðaráðuneytis dags. 16. júní 2022 varðandi reglulega upplýsingapósta til kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum.
Lagt fram til kynningar

8.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2022

Málsnúmer 2201036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 38. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem haldinn var þann 8. júní sl..
Lagt fram til kynningar

9.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2022

Málsnúmer 2201001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 138. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar sem haldinn var þann 9. júní sl.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 16:40.