Erindi vegna leyfis til skotveiði á Siglufirði.

Málsnúmer 2206032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 746. fundur - 20.06.2022

Lagt fram erindi frá Ingvari Hreinssyni, Sigurði Ægissyni og Örlygi Kristfinnssyni dags. 13. júní 2022 vegna leyfis til skotveiða á Siglufirði.
Þar sem fram kemur að það skotveiðileyfi sem Fjallabyggð hefur samþykkt gildi ekki á þeim varpsvæðum sem þeim hefur verið falin umsjá með og er farið fram á staðfestingu bæjarráðs á þeim skilningi.

Einnig lögð fram yfirlýsing sjónarvotta dags. 20. júní 2022.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar Ingvari, Sigurði og Örlygi fyrir erindið. Bæjarráð tekur undir að fara verði að öllu með gát þannig að tegundir á válista séu ekki felldar.

Bæjarráð áréttar að það er umsjónaraðilum hvers svæðis í sjálfs vald sett hvernig þeir nýta þjónustu þeirra sem hafa leyfi til fellingar á vargfugli.