Snjókrosskeppni í Ólafsfirði

Málsnúmer 2112044

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 725. fundur - 06.01.2022

Lagt er fram erindi Ásgeirs Frímannssonar dags. 20. desember 2021. Í erindinu er óskað heimildar til að halda snjókrosskeppni í samstarfi við Kappakstursklúbb Akureyrar (KKA) í Ólafsfirði helgina 26. til 27. febrúar nk. Keppnin yrði haldin innanbæjar, ef snjóalög leyfa, líkt og gert var á árunum 2000 til 2009. Keppt verður í fimm flokkum, þ.e. í byrjenda-, kvenna-, sport-, og próflokki.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita heimild til umrædds mótshalds og felur deildarstjóra tæknideildar að vera tengiliður bæjarins gagnvart mótshöldurum hvað varðar nánari staðsetningu og útfærslu mótsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 279. fundur - 11.01.2022

Lögð fram til kynningar bókun Bæjarráðs Fjallabyggðar á 725. fundi;
Lagt er fram erindi Ásgeirs Frímannssonar dags. 20. desember 2021. Í erindinu er óskað heimildar til að halda snjókrosskeppni í samstarfi við Kappakstursklúbb Akureyrar (KKA) í Ólafsfirði helgina 26. til 27. febrúar nk. Keppnin yrði haldin innanbæjar, ef snjóalög leyfa, líkt og gert var á árunum 2000 til 2009. Keppt verður í fimm flokkum, þ.e. í byrjenda-, kvenna-, sport-, og próflokki.

Bæjarráð samþykkir að veita heimild til umrædds mótshalds og felur deildarstjóra tæknideildar að vera tengiliður bæjarins gagnvart mótshöldurum hvað varðar nánari staðsetningu og útfærslu mótsins.

Lagt fram til kynningar.