Bæjarráð Fjallabyggðar

726. fundur 13. janúar 2022 kl. 08:00 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Samningar um samstarf sveitarfélaga

Málsnúmer 1801083Vakta málsnúmer

Lögð er fyrir fundinn afgreiðsla bæjarráðs Dalvíkurbyggðar dags. 16. desember 2021 ásamt minnisblaði bæjarlögmanns Dalvíkurbyggðar.

Undir þessum lið kom á fund bæjarráðs Sesselja Árnadóttir, verkefnastjóri hjá KPMG, kl:8:15 í gegnum TEAMS fund.

Sesselja vék af fundi kl.8:34.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir boð um samráðsfund sveitarfélaganna og felur bæjarstjóra, í samráði við sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar að boða sveitarstjórnir til fundar.

2.Stytting vinnuvikunnar

Málsnúmer 2101016Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi trúnaðarmanns og tengiliðs Einingar Iðju f.h. starfsfólks Grunnskóla Fjallabyggðar sem eru félagsmenn stéttarfélaganna Kjalar og Einingar Iðju dags. 16. desember 2021. Efni erindis er að tilkynna að ofangreint starfsfólk fallist á að stytting vinnuviku fari upp í þá launuðu virku frídaga sem falla innan páskafrís, jólafrís og vetrarfrís.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar erindið og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að gera skriflegt samkomulag við starfsmannahópinn um ofangreinda útfærslu styttingar vinnuviku.

3.Fundadagatöl 2022

Málsnúmer 2112031Vakta málsnúmer

Lagt er fram að nýju fundadagatal bæjarstjórnar, ráða og nefnda Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagt fundadagatal og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að gera dagatalið aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins.

4.Launayfirlit tímabils - 2021

Málsnúmer 2101006Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar yfirlit yfir launakostnað vegna janúar til desember 2021.
Lagt fram

5.Úthlutun byggðakvóta 2021-2022

Málsnúmer 2112053Vakta málsnúmer

Lagt er fram að nýju bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 21. desember 2021 er varðar úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga fiskveiðiárið 2021/2022. Einnig eru lagðar fram umsagnir 5 aðila í Fjallabyggð sem bárust í framhaldi af afgreiðslu á 725. fundi ráðsins. Umsagnir bárust frá Gunnlaugi Oddssyni, Ólafi H. Marteinssyni f.h. Rammans hf., Reyni Karlssyni, Ríkharði Lúðvíkssyni f.h. 10 útgerðar- og fiskvinnsluaðila í Ólafsfirði og Sigurlínu Káradóttur f.h. Sverris Björnssonar ehf. Einnig fór bæjarstjóri yfir samtöl sem hann átti við fiskvinnsluaðila í sveitarfélaginu en hann hafði samband við alla þá vinnsluaðila sem skrifað hafa upp á vinnslusamninga á undanförnum árum.

Til úthlutunar munu koma 185 tonn, 45 til Ólafsfjarðar og 140 til Siglufjarðar ásamt óveiddum byggðakvóta sem færist milli fiskveiðiára.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar innsend erindi og samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Fréttabréf Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2021

Málsnúmer 2102020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 23. tbl. fréttabréfs SSNE
Lagt fram

7.Aukafundur hluthafa Greiðrar leiðar ehf. 2021.

Málsnúmer 2104060Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð aukafundar hluthafa Greiðrar leiðar ehf.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 09:00.