Hafnarstjórn Fjallabyggðar

142. fundur 13. desember 2023 kl. 16:15 - 17:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ásgeir Frímannsson varamaður, D lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ólafur Haukur Kárason varamaður, A-lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Friðþjófur Jónsson yfirhafnarvörður
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Aflatölur 2023

Málsnúmer 2301054Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrra ár. Á Siglufirði höfðu þann 12. desember 13123 tonn borist á land í 1162 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 13040 tonn í 1321 löndunum. Á Ólafsfirði höfðu 135 tonn borist á land í 122 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 411 tonn í 156 löndunum.

2.Greinargerð Cruise Iceland vegna aðgerðaráætlunar ferðamálastefnu 2030.

Málsnúmer 2311052Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð Cruise Iceland vegna vinnu starfshópa í drögum að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030.
Hafnarstjórn áréttar að bæta þarf þjónustustig varðandi móttöku skemmtiferðaskipa og fjölga skipakomum.

3.Innri höfn Siglufjörður - Stálþilsrekstur

Málsnúmer 2206007Vakta málsnúmer

Lagðar fram teikningar af þekju Innri hafnar og hugmyndir um staðsetningu á flotbryggju.
Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði og deildarstjóra tæknideildar að ræða við hönnuði Vegagerðarinnar varðandi betri nýtingu á flotbryggju.

4.Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði

Málsnúmer 2111057Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að tillögu deiliskipulags hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði. Lilium teiknistofa kynnti tillöguna í gegnum fjarfundarbúnað.
Hafnarstjórn þakkar Lilju fyrir góða yfirferð og lýsir yfir ánægju með tillögurnar sem kynntar voru.

5.Úthlutun byggðakvóta 2023-2024

Málsnúmer 2312003Vakta málsnúmer

Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024.
Hafnarstjóri fór yfir tillögur að sérreglum fyrir Fjallabyggð varðandi byggðarkvóta.
Hafnarstjórn samþykkir tillögurnar fyrir sitt leiti og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

6.Fjallabyggðarhafnir önnur mál 2023

7.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023.

Málsnúmer 2301017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Umsagnir við þingmál.

Málsnúmer 2312001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Sérstakt strandveiðigjald til hafna.

Málsnúmer 2311065Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Fréttabréf siglingaverndar

Málsnúmer 2311050Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum

Málsnúmer 2302018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:45.