Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

103. fundur 04. október 2021 kl. 16:30 - 18:25 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Gauti Már Rúnarsson aðalmaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála

1.Gæðastarf í Leikskóla Fjallabyggðar - þróunarverkefni

Málsnúmer 2011022Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.
Skólastjóri sagði frá upphafi þróunarverkefnis sem Leikskóli Fjallabyggðar hefur nú hafið í samstarfi við Ásgarð ehf. og ber nafnið Gæðastarf í Leikskóla Fjallabyggðar. Markmiðið með verkefninu er að Leikskóli Fjallabyggðar verði framúrskarandi með kerfisbundinni endurskoðun á innra mati og gæðastarfi í leikskólanum. Stefnt er að því að Leik- og Grunnskóli Fjallabyggðar vinni saman í virku lærdómssamfélagi að stöðugum umbótum með virku samstarfi skólanna um innra mat.

2.Starfsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2021-2022

Málsnúmer 2110006Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna. Skólastjóri fór yfir starfsáætlun leikskólans fyrir skólaárið 2021-2022.

3.Áætlun um öryggi og heilbrigði í Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2109086Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna. Skólastjóri upplýsti nefndina um þá vinnu sem í gangi er og heimsókn Vinnueftirlits ríkisins í leikskólann í síðustu viku. Vinnueftirlitið hefur skilað eftirlitsskýrslu þar sem fram kemur að gera þurfi formlega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum. Frestur er gefinn til 1. desember næstkomandi.

4.Áætlun um öryggi og heilbrigði í Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2109087Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara. Skólastjóri upplýsti nefndina um þá vinnu sem í gangi er og heimsókn Vinnueftirlits ríkisins í grunnskólann í síðustu viku. Vinnueftirlitið hefur skilað eftirlitsskýrslu þar sem fram kemur að gera þurfi formlega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum. Frestur er gefinn til 6. desember næstkomandi.

5.Starfsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar 2021-2022

Málsnúmer 2110007Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara. Skólastjóri fór yfir starfsáætlun grunnskólans fyrir skólaárið 2021-2022.

6.Vinnuskóli 2021

Málsnúmer 2106025Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður Vinnuskóla Fjallabyggðar. Forstöðumaður fór yfir uppgjör vinnuskólans eftir sumarið. Mun fleiri unglingar úr elsta aldurshópnum sóttu vinnuskólann en gert hafði verið ráð fyrir. Starf vinnuskólans gekk vel í sumar. Smíðaskóli var haldinn í 3 vikur í júlí fyrir 7-12 ára börn og var vel sóttur í báðum byggðarkjörnum.

7.Opnunartími íþróttamiðstöðvar vetur 2021-2022

Málsnúmer 2109007Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja. Á síðasta fundi nefndarinnar óskaði hún eftir að forstöðumaður íþróttamannvirkja skoðaði hvort og með hvaða hætti væri hægt að lengja opnun sundlauga í Fjallabyggð einu sinni til tvisvar í viku. Forstöðumaður leggur til að lengja opnun tvo daga í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, í hvorri sundlaug. Breytingin tekur gildi 21. október næstkomandi og gildir til 31. desember.

Fundi slitið - kl. 18:25.