Opnunartími íþróttamiðstöðvar vetur 2021-2022

Málsnúmer 2109007

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 06.09.2021

Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar sat undir þessum lið og fór yfir opnunartíma sundlauga og Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar í vetur. Fræðslu- og frístundanefnd felur forstöðumanni að skoða möguleika á lengri opnun 1-2 skipti í viku líkt og síðasta vetur.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 103. fundur - 04.10.2021

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja. Á síðasta fundi nefndarinnar óskaði hún eftir að forstöðumaður íþróttamannvirkja skoðaði hvort og með hvaða hætti væri hægt að lengja opnun sundlauga í Fjallabyggð einu sinni til tvisvar í viku. Forstöðumaður leggur til að lengja opnun tvo daga í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, í hvorri sundlaug. Breytingin tekur gildi 21. október næstkomandi og gildir til 31. desember.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 107. fundur - 10.01.2022

Á 103. fundi Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar samþykkti nefndin tillögu forstöðumanns íþróttamiðstöðvar um að lengja opnun tvo daga í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, í hvorri sundlaug í Fjallabyggð. Breytingin var tímabundin, til 31. desember 2021.
Samþykkt
Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja og fór yfir reynslu af lengdum opnunartíma sundlauga í Fjallabyggð, sem var tvisvar í viku á haustönn. Forstöðumaður leggur til að þessari lengdu opnun verði haldið áfram fram á vor. Kostnaður rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir áframhaldandi lengda opnun tvisvar í viku í hvorri sundlaug fram á vor.