Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

7. fundur 04. febrúar 2014 kl. 16:00 - 16:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir varamaður
  • Ásdís Pálmadóttir aðalmaður
  • Sólrún Júlíusdóttir aðalmaður
  • Ólafur Haukur Kárason aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Starfsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar 2013-2014

Málsnúmer 1311021Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Jónína Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónskólans og Guðný Róbertsdóttir, f.h. kennara.
Jónína gerði grein fyrir starfsáætlun Grunnskólans fyrir skólaárið 2013-2014. Í starfsáætluninni er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, þ.m.t. lengd jólaleyfis, páskaleyfis og annarra vetrarleyfa, starfsáætlun nemenda, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Í starfsáætluninni eru einnig birtar upplýsingar um starfslið skólans, stjórnkerfi, mögulegan stuðning fyrir nemendur af ýmsu tagi og almennar hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers skólaárs. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í skólanámskrá á heimasíðu skólans http://grunnskoli.fjallabyggd.is

2.Ársskýrsla Tónskóla Fjallabyggðar 2012-2013

Málsnúmer 1312031Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Jónína Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónskólans og Guðný Róbertsdóttir, f.h. kennara.
Magnús gerði grein fyrir ársskýrslu Tónskólans fyrir skólaárið 2012-2013. Á starfstímanum ber hæst flutningur skólans í varanlegt húsnæði í Menningarhúsið Tjarnarborg í Ólafsfirði. Skólastjóri segir að komin sé góð reynsla af nýju húsnæði og ljóst að húsnæðið hefur verið mikil lyftistöng fyrir alla starfsemi Tónskólans.

3.Starfsáætlun Tónskóla Fjallabyggðar 2013-2014

Málsnúmer 1311023Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Jónína Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónskólans og Guðný Róbertsdóttir, f.h. kennara.
Megin markmið Tónskólans er að veita öllum þeim sem óska eftir, færi á að kynnast tónlistarnámi af eigin raun.
Tónskólinn starfar í náinni samvinnu við Grunnskóla Fjallabyggðar og Menntaskólann á Tröllaskaga og eru frídagar þeir sömu um jól og páska. Tónskólinn er ekki bara fyrir börn heldur líka fullorðna og allir þeir sem áhuga hafa á tónlist geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi.
Skólastjóri gerði jafnframt grein fyrir starfsamannahaldi, gjaldskrármálum og innra starfi skólans. Einnig gerði skólastjóri grein fyrir samstarfi milli Tónskóla Fjallabyggðar og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, en Magnús var fyrir ármót ráðinn skólastjóri beggja skólanna. Telur skólastjóri margvíslegan faglegan og fjárhagslegan ávinning að samstarfi skólanna.

4.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016

Málsnúmer 1303056Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð skólastjóra leikskólans um tilfærslu 5 ára barna af leikskólum í neðra skólahús. Nýja leikskóladeildin flytur í húsnæði grunnskólans 4. febrúar og mun verða þar fram að sumarlokun.

5.Rekstraryfirlit nóvember 2013

Málsnúmer 1401041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Samningagerð við aðildarfélög UÍF

Málsnúmer 1401142Vakta málsnúmer

Deildarstjóri gerði fræðslu- og frístundanefnd grein fyrir vinnu við endurnýjun á þjónustu- og rekstrarsamningum íþróttafélaganna fyrir árið 2014.

7.Ósk um námsleyfi

Málsnúmer 1401144Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, Jónínu Magnúsdóttur, þar sem hún óskar eftir launalausu leyfi frá störfum næsta skólaár, til þess að sinna endurmenntu. Meðfylgjandi er bréf frá Skólastjórafélagi Íslands, þar sem staðfest er að félagið hefur veitt Jónínu námslaun næsta skólaár.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að Jónína fái leyfi frá störfum til að sinna endurmenntun skólaárið 2014-2015.

8.Styrkbeiðni vegna endurnýjunar á tengigangi Hóls

Málsnúmer 1401124Vakta málsnúmer

Nefndarmaður, Brynja Hafsteinsdóttir, vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Borist hefur erindi frá formanni Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, þar sem óskað er eftir styrk vegna endurnýjunar á tengigangi Hóls.
Nefndin samþykkir að boða formann UÍF á fund nefndarinnar til að fara yfir styrkbeiðnina.

Fundi slitið - kl. 16:00.