Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

131. fundur 02. október 2023 kl. 16:30 - 19:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður, D lista
  • Sandra Finnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Katrín Freysdóttir aðalmaður, H lista
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála
Jakob Kárason boðaði forföll.

1.Íslenska æskulýðsrannsóknin 2023

Málsnúmer 2309168Vakta málsnúmer

Niðurstöður sveitarfélagsins í Íslensku æskulýðsrannsókninni hafa borist.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum dagskrárlið sat Kristrún Líney Þórðardóttir fulltrúi foreldra grunnskólans. Skólastjóri komst ekki á fundinn.

Borist hafa niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar fyrir sveitarfélagið Fjallabyggð. Rannsóknin var gerð í 4.-10. bekk grunnskóla á landinu síðastliðið vor. Niðurstöður sýna samanburð við landið allt og Norðurland án Fjallabyggðar. Farið gegnum niðurstöður en umræðu frestað til næsta fundar.

2.Viðbygging við Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði

Málsnúmer 2210096Vakta málsnúmer

Eitt tilboð barst í viðbyggingu við grunnskólahús í Ólafsfirði og var því hafnað.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum dagskrárlið sat Kristrún Líney Þórðardóttir fulltrúi foreldra grunnskólans. Skólastjóri komst ekki á fundinn.

Viðbygging við skólahús Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði hefur verið boðin út í tvígang. Ekkert tilboð barst í fyrra skiptið og í seinna skiptið barst tilboð sem var hafnað þar sem það var 55% yfir kostnaðaráætlun.
Ljóst er að til að tilfærsla skólastarfs 5. bekkjar verði að veruleika haustið 2024 þarf að huga að öðrum lausnum.

3.Ungmennaþing 2023 - Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE)

Málsnúmer 2309167Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar mun taka þátt í ungmennaþingi SSNE sem fram fer á Raufarhöfn 18. - 19 október 2023.
Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnti fundarmönnum fyrirhugað ungmennaþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). 3-4 ungmenni munu fara fyrir hönd Fjallabyggðar og frístundafulltrúi með þeim.

4.Leikskóli Fjallabyggðar, starfsáætlun 2023-2024

Málsnúmer 2309178Vakta málsnúmer

Starfsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Fulltrúar Leikskóla Fjallabyggðar komust ekki á fundinn vegna starfsdags á leikskólanum. Starfsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2023-2024 lögð fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir vel unna starfsáætlun.

5.Heimsóknir fræðslu- og frístundanefndar í stofnanir sviðsins.

Málsnúmer 2303004Vakta málsnúmer

Farið yfir lista yfir það viðhald sem náðst hefur að framkvæma á árinu við stofnanir á sviðinu.
Lagt fram til kynningar
Lagður fram listi yfir það viðhald sem unnið hefur verið við stofnanir á sviðinu. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir samantektina.

6.Reglur um umsóknir og innritun í Leikskóla Fjallabyggðar 2020

Málsnúmer 2002030Vakta málsnúmer

Nauðsynlegt er að uppfæra reglurnar þar sem margt í þeim er úrelt.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir reglur um umsóknir og innritun í Leikskóla Fjallabyggðar. Reglurnar voru síðast uppfærðar árið 2020. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti tillögur um breytingar á reglunum sem m.a. snúa að innritunaraldri nemenda, tvöfaldri skólavist, rafrænni innritun í gegnum Rafræn Fjallabyggð og breytingar á afsláttarreglum.
Fræðslu- og frístundanefnd vísar drögum að uppfærðum reglum um umsóknir og innritun í Leikskóla Fjallabyggðar til bæjarstjórnar Fjallabyggðar og leggur til að uppfærðar reglur taki gildi 1. janúar 2024.

Fundi slitið - kl. 19:15.