Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

117. fundur 22. nóvember 2022 kl. 16:30 - 17:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður, D lista
  • Jakob Kárason varamaður, A lista
  • Sandra Finnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Katrín Freysdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála
Ida M. Semey boðað forföll og varamaður hennar einnig.

1.Fjárhagsáætlun 2023 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2211079Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að fjárhagsáætlun 2023 fyrir íþrótta- og æskulýðsmál.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja og vinnuskólans.
Tillaga að fjárhagsáætlun 2023 fyrir íþrótta- og æskulýðsmál lögð fram til kynningar.

2.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 2211112Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar 2023.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja og vinnuskóla.
Tillaga að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar lögð fram til kynningar.

3.Opnunartími íþróttamiðstöðva um jól og áramót 2022

Málsnúmer 2211116Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamannvirkja kynnir opnunartíma íþróttamiðstöðva um jól og áramót 2022.
Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja og vinnuskóla. Forstöðumaður fór yfir opnunartíma íþróttamiðstöðva um jól og áramót 2022. Opnunartíminn verður auglýstur á vef Fjallabyggðar á næstu dögum.
Í lok fundar skoðuðu fundarmenn nýtt húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Suðurgötu 4, Siglufirði.

Fundi slitið - kl. 17:45.