Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 2211112

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 116. fundur - 21.11.2022

Fyrir liggja tillögur að gjaldskrám 2023 fyrir leik- og grunnskóla.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu fyrir hönd Leikskóla Fjallabyggðar: Olga Gísladóttir skólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna. Fyrir hönd Grunnskóla Fjallabyggðar sátu: Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri, Jónína Björnsdóttir fulltrúi kennara og Guðrún Linda Rafnsdóttir fulltrúi foreldra.

Tillögur að gjaldskrám leik- og grunnskóla 2023 lagðar fram til kynningar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 132. fundur - 22.11.2022

Lögð fram drög að gjaldskrá Hafnarsjóðs fyrir rekstrarárið 2023.
Samþykkt
Hafnarstjóri ásamt deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála fóru yfir gjaldskrárbreytingar Hafnarsjóðs fyrir árið 2023. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlögð gjaldskrárdrög.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 117. fundur - 22.11.2022

Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar 2023.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja og vinnuskóla.
Tillaga að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar lögð fram til kynningar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 91. fundur - 23.11.2022

Tillögur að gjaldskrám Tjarnarborgar, bóka- og héraðsskjalasafns og tjaldsvæða liggja fyrir.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 769. fundur - 24.11.2022

Lögð fram tillaga að gjaldskrám og álagningu fyrir árið 2023.

Gjaldaliðir vegna fasteignagjalda verða eftirfarandi:

Fasteignaskattsprósenta mun lækka um 5% (A 0,46%, B 1,25% og C 1,57%).
Lóðarleiguprósenta mun lækka um 5% (A 1,80% og C 3,33%).
Sorphirðugjöld hækka í kr. 51.600 úr kr. 47.340 kr.
Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta verður óbreytt 0,29%.
Vatnsskattsprósenta fasteigna verður óbreytt 0,29%.

Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum hækkar að meðaltali um 14% á milli ára, að hámarki kr. 80.000.
Tekjumörk verða sem hér segir:
Fl. Einstaklingar - Afsláttur
1. - - 4.539.480 100%
2. 4.539.841 - 5.084.620 75%
3. 5.084.621 - 5.694.770 50%
4. 5.694.771 - 6.120.660 25%
5. 6.120.661 - - 0%

FL. Hjón/Sambýlisfólk Afsláttur
1. - - 5.906.340 100%
2. 5.906.341 - 6.615.000 75%
3. 6.615.001 - 7.408.900 50%
4. 7.408.901 - 7.998.240 25%
5. 7.998.241 - - 0%

Áfram verði gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt.

Aðrar gjaldskrár og þjónustugjöld 1. janúar 2023 hækka að jafnaði um 7%.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að gjaldskrám 2023 til fyrri umræðu bæjarstjórnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 292. fundur - 07.12.2022

Tillaga að gjaldskrám tæknideildar fyrir árið 2023 lagaðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Fjallabyggðar - 772. fundur - 13.12.2022

Tekin fyrir tillaga að álagningu fasteignagjalda fyrir 2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Í ljósi fjölda áskoranna íbúa og hagsmunaaðila samþykkir bæjarráð að beina því til bæjarstjórnar að holræsagjald og vatnsgjald verði lækkað um 0,015%.