Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

116. fundur 21. nóvember 2022 kl. 16:30 - 18:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður, D lista
  • Jakob Kárason varamaður, A lista
  • Sandra Finnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Katrín Freysdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála
Ida M. Semey boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann hennar.

1.Fjárhagsáætlun 2023 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2211079Vakta málsnúmer

Tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2023 fyrir málaflokkinn fræðslu- og frístundamál lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu fyrir hönd Leikskóla Fjallabyggðar: Olga Gísladóttir skólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna. Fyrir hönd Grunnskóla Fjallabyggðar sátu: Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri, Jónína Björnsdóttir fulltrúi kennara og Guðrún Linda Rafnsdóttir fulltrúi foreldra.

Tillaga að fjárhagsáætlun 2023 fyrir leik- og grunnskóla lögð fram til kynningar.

2.Sérfræðiaðstoð Ásgarðs ehf. Stöðuskýrslur.

Málsnúmer 1907040Vakta málsnúmer

Stöðuskýrsla vegna sérfræðiaðstoðar Ásgarðs ehf. við leik- og grunnskóla lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu fyrir hönd Leikskóla Fjallabyggðar: Olga Gísladóttir skólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna. Fyrir hönd Grunnskóla Fjallabyggðar sátu: Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri, Jónína Björnsdóttir fulltrúi kennara og Guðrún Linda Rafnsdóttir fulltrúi foreldra.
Skýrsla Ásgarðs ehf. lögð fram til kynningar. Ljóst er að í Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar er verið að vinna gott og faglegt þróunarstarf sem nauðsynlegt er að halda áfram. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að í fjárhagsáætlun 2023 sé gert ráð fyrir áframhaldandi sérfræðiaðstoð Ásgarðs ehf. við bæði skólastigin.

3.Sérstakur stuðningur Fjallabyggðar við einstaklinga sem vinna við Leikskóla Fjallabyggðar og eru jafnramt í námi í leikskólafræðum

Málsnúmer 2211046Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 4.11.2022. vísaði bæjarráð tillögu bæjarstjóra Fjallabyggðar um sérstakan stuðning við starfsmenn leikskólans sem eru jafnframt í námi í leikskólafræðum, til umfjöllunar fræðslu- og frístundanefndar.
Vísað til bæjarráðs
Fræðslu- og frístundanefnd lýsir yfir ánægju sinni með tillögu bæjarstjóra og hvetur til þess að henni verði hrint í framkvæmd strax á næsta ári. Nefndin telur að besta og raunhæfasta leiðin til að fjölga leikskólakennurum við Leikskóla Fjallabyggðar sé að styðja starfsfólk hans til fagmenntunar.

4.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 2211112Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að gjaldskrám 2023 fyrir leik- og grunnskóla.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu fyrir hönd Leikskóla Fjallabyggðar: Olga Gísladóttir skólastjóri og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna. Fyrir hönd Grunnskóla Fjallabyggðar sátu: Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri, Jónína Björnsdóttir fulltrúi kennara og Guðrún Linda Rafnsdóttir fulltrúi foreldra.

Tillögur að gjaldskrám leik- og grunnskóla 2023 lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:45.