Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

65. fundur 21. ágúst 2012 kl. 14:30 - 14:30 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Rögnvaldur Ingólfsson formaður
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Margrét Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Unnsteinsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Árnadóttir aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
  • Hrefna Katrín Svavarsdóttir starfsmaður félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Rekstraryfirlit 30. júní 2012

Málsnúmer 1207062Vakta málsnúmer

Lagt fram

Lagt fram rekstraryfirlit málaflokksins til 30. júní 2012.

2.Tillaga að breytingu á 18. gr. reglna um úthlutun leiguíbúða Fjallabyggðar

Málsnúmer 1208042Vakta málsnúmer

Samþykkt

Lagt er til að við 18. grein reglna um úthlutun leiguíbúða Fjallabyggðar bætist við svohljóðandi málsgrein:,,Hafi umsækjandi sem leigir í fjölbýlishúsi sveitarfélagsins fengið synjum tvisvar sinnum á flutningi milli íbúða í húsinu, skal hann að öllu jöfnu hafa forgang um úthlutun í þriðja sinn. Það á þó ekki við þegar fyrir liggur umsókn frá hjónum eða sambúðarfólki". Félagsmálanefnd samþykkir  samhljóð tillöguna.

3.Framkvæmdaáætlun Alþingis í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014

Málsnúmer 1206036Vakta málsnúmer

Lagt fram

Lögð fram til kynningar framkvæmdaáætlun Alþingis í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014. Áætlunin skiptist í þrjá þætti. Í fyrsta lagi er sett fram stefna í málefnum fatlaðs fólks árin 2012-2020. Í öðrum þætti er framkvæmdaáætlun í málaflokknum fyrir árin 2012-2014 og í þriðja þætti eru tíundaðar útfærslur á einstökum verkefnum framkvæmdaáætlunarinnar. Hluti áætlunarinnar felur í sér tímasettar aðgerðir vegna fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

4.Verklagsreglur byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra

Málsnúmer 1208038Vakta málsnúmer

Samþykkt

Þjónustuhópur SSNV hefur unnið sameinginlegar reglur sem taka mið af lögum um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum, auk þess eru tvær gjaldskrár. Reglur þessar eru: a)um úthlutun úr búnaðarsjóði, samkvæmt reglugerð 1064/2010 um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu, b) við afgreiðslu umsóknar um skammtímavistun fyrir fatlað fólk, c) við afgreiðslu umsókna um þjónustu á heimilum fatlaðs fólks og sértæk húsnæðisúrræði vegna sértækra eða mikilla þjónustuþarfa, d) um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks, e)við afgreiðslu umsóknar um stuðningsfjölskyldur, f) um dagþjónustu og aðstoð vegna atvinnu fyrir fatlað fólk, g) vegna beiðni um endurupptöku og málskots einstaklingsmála sem þjónustuhópur hefur afgreitt, h) gjaldskrá byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn, i) gjaldskrá byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra vegna styrkja til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks, j) um skiptingu fjármuna Jöfnunarsjóðs vegna lengdrar viðveru fyrir börn og unglinga með fötlun, frá og með 5. bekk grunnskóla til loka framhaldsskóla. Við mótun reglnanna var m.a. horft til leiðbeinandi reglna Velferðarráðuneytisins sem ætlað er að nýtast sveitarfélögum til að móta eigin reglur um framkvæmd þjónustunnar. Að vinnunni komu auk þjónustuhóps, ráðgjafar, deildarstjórar og forstöðumenn sem starfa að þjónustu við fatlað fólk hjá sveitarfélögunum. Stjórn SSNV fjallaði um málið á fundi 5.júlí og samþykkti að reglurnar yrðu sendar til umsagnar félagsmálanefnda / ráða áður en þær verða samþykktar. Óskað er eftir að félagamálanefnd / ráð sveitarfélagsins veiti umsögn um fyrirliggjandi drög að reglum og gjaldskrám.

Félagsmálanefnd lýsir ánægju sinni með fram komnar reglur og telur að skýrara og samræmt verkleg verði til bóta. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar og er félagsmálastjóra falið að stofna teymi fagfólks og útbúa verkefnalista teymisins út frá ofangreindum reglum.

5.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1203001Vakta málsnúmer

Synjað

Erindi synjað.

6.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1205057Vakta málsnúmer

Samþykkt

Erindi samþykkt.

7.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1204071Vakta málsnúmer

Starfsmönnum félagsþjónustu falið að afla frekari upplýsinga hjá umsækjanda.

8.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1203015Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað

Afgreiðslu frestað.

9.Fyrirspurn Landssamtaka Þroskahjálpar um reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum

Málsnúmer 1206023Vakta málsnúmer

Fyrirspurn frá Landsamtökunum Þroskahjálp dags. 7. júní s.l. um framkvæmd reglugerðar um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum. Ákveðið var á fundi þjónustuhóps um málefni fatlaðra þann 28. júní s.l. að fela verkefnisstjóra að svara erindinu.

10.Fundargerð þjónustuhóps SSNV frá 28.06.2012

Málsnúmer 1206086Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:30.