Verklagsreglur byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra

Málsnúmer 1208038

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 65. fundur - 21.08.2012

Samþykkt

Þjónustuhópur SSNV hefur unnið sameinginlegar reglur sem taka mið af lögum um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum, auk þess eru tvær gjaldskrár. Reglur þessar eru: a)um úthlutun úr búnaðarsjóði, samkvæmt reglugerð 1064/2010 um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu, b) við afgreiðslu umsóknar um skammtímavistun fyrir fatlað fólk, c) við afgreiðslu umsókna um þjónustu á heimilum fatlaðs fólks og sértæk húsnæðisúrræði vegna sértækra eða mikilla þjónustuþarfa, d) um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks, e)við afgreiðslu umsóknar um stuðningsfjölskyldur, f) um dagþjónustu og aðstoð vegna atvinnu fyrir fatlað fólk, g) vegna beiðni um endurupptöku og málskots einstaklingsmála sem þjónustuhópur hefur afgreitt, h) gjaldskrá byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn, i) gjaldskrá byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra vegna styrkja til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks, j) um skiptingu fjármuna Jöfnunarsjóðs vegna lengdrar viðveru fyrir börn og unglinga með fötlun, frá og með 5. bekk grunnskóla til loka framhaldsskóla. Við mótun reglnanna var m.a. horft til leiðbeinandi reglna Velferðarráðuneytisins sem ætlað er að nýtast sveitarfélögum til að móta eigin reglur um framkvæmd þjónustunnar. Að vinnunni komu auk þjónustuhóps, ráðgjafar, deildarstjórar og forstöðumenn sem starfa að þjónustu við fatlað fólk hjá sveitarfélögunum. Stjórn SSNV fjallaði um málið á fundi 5.júlí og samþykkti að reglurnar yrðu sendar til umsagnar félagsmálanefnda / ráða áður en þær verða samþykktar. Óskað er eftir að félagamálanefnd / ráð sveitarfélagsins veiti umsögn um fyrirliggjandi drög að reglum og gjaldskrám.

Félagsmálanefnd lýsir ánægju sinni með fram komnar reglur og telur að skýrara og samræmt verkleg verði til bóta. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar og er félagsmálastjóra falið að stofna teymi fagfólks og útbúa verkefnalista teymisins út frá ofangreindum reglum.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 25.10.2012

Drög að reglum byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) fyrir fatlað fólk, lögð fyrir félagsmálanefnd til umsagnar. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar.