Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

158. fundur 06. mars 2025 kl. 15:30 - 16:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður
  • Ólafur Baldursson varaformaður
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalm.
  • Ólöf Rún Ólafsdóttir aðalm.
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri

1.Verkefni félagsmáladeildar 2025

Málsnúmer 2503005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri gerði nefndinni grein fyrir verkefnum félagsmáladeildar að undanförnu og fram undan.

2.Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2025

Málsnúmer 2503004Vakta málsnúmer


Samþykkt
Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu deildarstjóra um hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar úr kr. 183.331 í kr. 194.331. Lagt er til að hækkunin taki gildi frá og með 1. mars 2025.
Gert er ráð fyrir að hækkunin rúmist innan fjárhagsáætlunar ársins.

3.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri kynnti stöðuna í samþættingu í þágu farsældar barna.

4.Endurskoðun örorkulífeyriskerfis almannatrygginga

Málsnúmer 2402048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Breytingar á örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfinu taka gildi 1. september 2025. Í breytingunum felst meðal annars að þjónustuaðilar munu setja á fót samhæfingarteymi um allt land, í því skyni að stuðla að samfellu í þjónustu og greiðslum hjá þeim einstaklingum sem þurfa á þjónustu fleiri en eins þjónustuaðila í endurhæfingu.

Fundi slitið - kl. 16:30.