Endurskoðun örorkulífeyriskerfis almannatrygginga

Málsnúmer 2402048

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 29.02.2024

Lagt fram til kynningar
Lögð fram til kynningar drög að frumvarpi vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfisins. Markmiðið er m.a. að einfalda kerfið, draga úr tekjutengingum, auka hvata til atvinnuþátttöku og gera örorkulífeyriskerfið skilvirkara, gagnsærra og réttlátara.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 158. fundur - 06.03.2025

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Breytingar á örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfinu taka gildi 1. september 2025. Í breytingunum felst meðal annars að þjónustuaðilar munu setja á fót samhæfingarteymi um allt land, í því skyni að stuðla að samfellu í þjónustu og greiðslum hjá þeim einstaklingum sem þurfa á þjónustu fleiri en eins þjónustuaðila í endurhæfingu.