Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

113. fundur 05. september 2018 kl. 16:30 - 18:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson varaformaður, D lista
  • Díana Lind Arnarsdóttir aðalmaður, D lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir formaður I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Niðurstaða KPMG á greiningu á núverandi stöðu fasteigna í eigu sveitarfélagsins

Málsnúmer 1803069Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar félagsmálanefndar sbr. bókun bæjarráðs frá 28.08.2019. Í úttekt KPMG á stöðu félagslegra íbúða hjá Fjallabyggð kemur fram að núverandi leiguverð stendur ekki undir skuldsetningu íbúðasjóðs. Einnig að leiguverð er lægra hjá Fjallabyggð en meðalleiguverð á Norðurlandi eystra sem nemur 22,8%. Er þessi samanburður án Akureyrar. Leiguverð á hvern fermetra hjá Fjallabyggð er í dag kr. 1.115. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarráð að leiguverð verði hækkað um 5%.

2.Dagdvöl aldraðra, vetrardagskrá 2018-2019

Málsnúmer 1809004Vakta málsnúmer

Lögð fram dagskrá dagdvalar og dagþjónustu/félagsstarfs aldraðra í Fjallabyggð fyrir veturinn 2018 - 2019. Gert er ráð fyrir að hádegismatur verði á boðstólum tvisvar sinnum í viku í Húsi eldri borgara á Ólafsfirði, á mánudögum og miðvikudögum. Breytingar verða gerðar á handavinnutímum í Hornbrekku þar sem áður hefur verið boðið upp á handavinnu tvisvar sinnum í viku fyrir þátttakendur í félagsstarfi en í vetur verður handavinnan í Hornbrekku einungis í boði á fimmtudögum, frá kl. 13-16. Á móti verður handavinna í Húsi eldri borgara á mánudögum frá kl. 13-16. Vegna notkunar grunn- og framhaldsskóla á íþróttamiðstöð er ekki unnt að bjóða upp á sömu tíma og verið hafa í vatnsleikfimi. Vatnsleikfimin á Ólafsfirði verður á þriðjudögum kl. 14:30 og föstudögum kl. 11:00. Á Siglufirði er gert ráð fyrir að vatnsleikfimin verði á mánudögum kl. 9:00 og á miðvikudögum kl. 10:00 árdegis. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á dægradvöl fyrir íbúa Hornbrekku og notendur sem þangað sækja dagdvöl.

3.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1802066Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

4.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1801049Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

5.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1802067Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt að hluta.

6.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1801039Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

7.Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál

Málsnúmer 1809007Vakta málsnúmer



Landsfundur jafnréttismála - málþing og jafnréttisdagur. verður haldið dagana 20. og 21. september nk. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.