Niðurstaða KPMG á greiningu á núverandi stöðu fasteigna í eigu sveitarfélagsins

Málsnúmer 1803069

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 550. fundur - 04.04.2018

Lögð fram niðurstaða greiningar KMPG á núverandi stöðu fasteigna í einstökum sveitarfélögum, þ.á.m. Fjallabyggð, sem unnin var fyrir Varasjóð húsnæðismála.

Í minnisblaði bæjarstjóra kemur fram:

-
Fjallabyggð á og rekur 25 leiguíbúðir.
-
Heildarfasteignamat eignanna var 176 m.kr. fyrir árið 2017.
-
Heildarskuldir námu 241,2 m.kr. í lok nóvember 2017.
-
Núverandi meðalleiga á m2 nemur 956 kr. fyrir árið 2017.
-
Almennt leiguverð á Norðurlandi án Akureyrar er 18% hærra en í Fjallabyggð sem er 1.021. kr./m2.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 112. fundur - 11.07.2018

Lögð fram til kynningar könnun Varasjóðs húsnæðismála varðandi félagslegra íbúða Sveitarfélaga.Félagsmálanefnd mun taka málið til frekari skoðunar á næsta fundi nefndarinnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 569. fundur - 28.08.2018

Undir þessum lið sat Hjörtur Hjartarson, deildarstjóri félagsmáladeildar.

Lögð fram til kynningar niðurstaða úttektar KPMG á stöðu félagslegra íbúða hjá 20 sveitarfélögum, ásamt greiningu á stöðu félagslegra íbúða í Fjallabyggð. Einnig lagður fram ársreikningi íbúðasjóðs fyrir árið 2017 og minnisblaði bæjarstjóra frá 565. fundi bæjarráðs þann 23.07.2018.

Bæjarráð samþykkir að taka málið aftur upp þegar félagsmálanefnd hefur fjallað um málið.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 05.09.2018

Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar félagsmálanefndar sbr. bókun bæjarráðs frá 28.08.2019. Í úttekt KPMG á stöðu félagslegra íbúða hjá Fjallabyggð kemur fram að núverandi leiguverð stendur ekki undir skuldsetningu íbúðasjóðs. Einnig að leiguverð er lægra hjá Fjallabyggð en meðalleiguverð á Norðurlandi eystra sem nemur 22,8%. Er þessi samanburður án Akureyrar. Leiguverð á hvern fermetra hjá Fjallabyggð er í dag kr. 1.115. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarráð að leiguverð verði hækkað um 5%.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 576. fundur - 15.10.2018

Á 113. fundi félagsmálanefndar Fjallabyggðar var lagt til við bæjarráð að leiguverð verði hækkað um 5%.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu félagsmálanefndar um 5% hækkun til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.