Bæjarráð Fjallabyggðar

550. fundur 04. apríl 2018 kl. 12:00 - 12:40 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Staðgreiðsla tímabils - 2018

Málsnúmer 1801014Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars frá 1. janúar til 31. mars 2018. Innborganir nema 266.300.374 kr. sem er 101,58 % af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 262.162.622 kr.

2.Niðurstaða KPMG á greiningu á núverandi stöðu fasteigna í eigu sveitarfélagsins

Málsnúmer 1803069Vakta málsnúmer

Lögð fram niðurstaða greiningar KMPG á núverandi stöðu fasteigna í einstökum sveitarfélögum, þ.á.m. Fjallabyggð, sem unnin var fyrir Varasjóð húsnæðismála.

Í minnisblaði bæjarstjóra kemur fram:

-
Fjallabyggð á og rekur 25 leiguíbúðir.
-
Heildarfasteignamat eignanna var 176 m.kr. fyrir árið 2017.
-
Heildarskuldir námu 241,2 m.kr. í lok nóvember 2017.
-
Núverandi meðalleiga á m2 nemur 956 kr. fyrir árið 2017.
-
Almennt leiguverð á Norðurlandi án Akureyrar er 18% hærra en í Fjallabyggð sem er 1.021. kr./m2.

3.Samningur um rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal Siglufirði

Málsnúmer 1803076Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýjum samningi um leigu og rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal, Siglufirði, milli Fjallabyggðar, Leyningsáss ses. og Valló ehf.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

4.Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri 2018

Málsnúmer 1803068Vakta málsnúmer

Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 12. apríl nk. í húsnæði sjúkrahússins kl. 14.00.

Lagt fram til kynningar.

5.Starf flugklasans Air 66N 20.okt 2017 - 20.mars 2018

Málsnúmer 1803077Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um starf flugklasans Air 66N 20. október 2017 - 20. mars 2018.

6.Ráðstefna um flugmál

Málsnúmer 1803078Vakta málsnúmer

Ráðstefna um flugmál verður haldin á vegum Markaðsstofu Norðurlands og flugklasans Air 66N föstudaginn 13. apríl nk. kl. 14.00 á Akureyri. Fundarstaður og nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Lagt fram til kynningar.

7.Til umsagnar 345.mál frá Nefndasviði Alþingis - frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur

Málsnúmer 1803070Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur, 345. mál.

Lagt fram til kynningar.

8.Til umsagnar 394.mál frá Nefndasviði Alþingis - frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði

Málsnúmer 1803072Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 394. mál.

Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2018

Málsnúmer 1801009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 858. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 23. mars sl.

Fundi slitið - kl. 12:40.