Bæjarstjórn Fjallabyggðar

139. fundur 02. desember 2016 kl. 12:30 - 14:20 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Jón Valgeir Baldursson varabæjarfulltrúi, B lista
  • Nanna Árnadóttir varabæjarfulltrúi, S lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Ríkharður Hólm Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð viðstadda velkomna til þessa aukafundar.
Allir aðalfulltrúar voru mættir nema Sólrún Júlíusdóttir og Hilmar Elefsen. Í þeirra stað mættu Jón Valgeir Baldursson og Nanna Árnadóttir.

1.Starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála

Málsnúmer 1611090Vakta málsnúmer

Kristinn J. Reimarsson hefur sagt upp störfum sem deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála.
Óskaði hann eftir því að síðasti vinnudagur yrði þriðjudagurinn 31. janúar 2017.

Til máls tóku Kristinn Kristjánsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa beiðni um síðasta vinnudag til bæjarráðs.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.
Umsóknarfrestur verði til 18. desember 2016.

2.Málefnasamningur S og D lista

Málsnúmer 1611080Vakta málsnúmer

S. Guðrún Hauksdóttir fyrir hönd D-lista Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð og Steinunn María Sveinsdóttir fyrir hönd S- lista Jafnaðarmanna í Fjallabyggð lögðu fram samstarfssamning á milli framboðanna. Guðrún gerði grein fyrir samstarfssamningnum og helstu áherslum hans.
Samningurinn var lagður fram til kynningar.

3.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1611084Vakta málsnúmer

Til máls tók Kristinn Kristjánsson.

a. Kjör forseta bæjarstjórnar
Tillaga kom fram um að Helga Helgadóttir yrði forseti bæjarstjórnar.
Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

Forseti tók nú við stjórn fundarins og las upp bréf frá Ríkharði Hólm Sigurðssyni og Val Þór Hilmarssyni um að þeir hefðu gengið til liðs við S-listann úr F- listanum.

b.
Kjör 1. varaforseta bæjarstjórnar.
Tillaga kom fram um að Ríkharður Hólm Sigurðsson S-lista yrði 1. varaforseti bæjarstjórnar. Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.
c.
Kjör 2. varaforseta bæjarstjórnar.
Tillaga kom fram um að Sigríður Guðrún Hauksdóttir D-lista yrði 2. varaforseti bæjarstjórnar. Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.
d.
Kosning tveggja skrifara og tveggja til vara.
Tillaga kom fram um Hilmar Elefsen S-lista og Ríkharð Hólm Sigurðson S-lista sem skrifara og Kristinn Kristjánsson F-lista og Sólrúnu Júlíusdóttur B-lista til vara. Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.
e.
Kosning í bæjarráð.
Aðalmenn í bæjarráði Steinunn María Sveinsdóttir, formaður S-lista S. Guðrún Hauksdóttir, varaformaður D-lista og Sólrún Júlíusdóttir, aðalmaður fyrir B og F-lista.
Til vara Hilmar Elefsen S-lista, Helga Helgadóttir D-lista og Kristinn Kristjánsson fyrir F og B - lista.
Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Kristinn Kristjánsson óskaði að bókað yrði að hann hafi óskað eftir frestun fundar, en forseti hafi hafnað því.

Forseti bæjarstjórnar Helga Helgadóttir óskaði að bókað yrði að í upphafi þessa dagskrárliðar hafi komið fram að B- og F-listi hefðu stofnað til bandalags um nefndarkjör og því hafi forseti ekki séð ástæðu til þess að fresta fundi.

f. Kosning í nefndir
Eftirtaldir hlutu samhljóða kosningu í nefndir, ráð og stjórnir Fjallabyggðar.
Formaður nefndar er talinn upp fyrstur nefndarmanna.

Hafnarstjórn:
Aðalmaður Ólafur Haukur Kárason formaður S-lista
Aðalmaður Ásgeir Logi Ásgeirsson D-lista
Aðalmaður Steinunn María Sveinsdóttir S-lista
Aðalmaður Margrét Ósk Harðardóttir D-lista
Aðalmaður Sverrir Sveinsson fyrir B- og F- lista

Varamaður Sigmundur Agnarsson S-lista
Varamaður Þorsteinn Þorvaldsson D-lista
Varamaður Guðmundur Gauti Sveinsson S-lista
Varamaður Steingrímur Óli Hákonarson D-lista
Varamaður Þorgeir Bjarnason fyrir B- og F- lista

Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Félagsmálanefnd:
Aðalmaður Nanna Árnadóttir formaður S- lista,
Aðalmaður Ríkharður Hólm Sigurðsson S-lista
Aðalmaður Sæunn Gunnur Pálmadóttir D-lista
Aðalmaður Halldór Þormar Halldórsson D-lista
Aðalmaður Ólafur Jónsson B- og F-lista

Varamaður Eva Karlotta Einarsdóttir S-lista
Varamaður Hrafnhildur Ýr Denke S-lista
Varamaður Gerður Ellertsdóttir D-lista
Varamaður Víbekka Arnardóttir D-lista
Varamaður Helga Jónsdóttir B- og F-lista

Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd:

Aðalmaður Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir formaður D-lista
Aðalmaður Guðmundur Skarphéðinsson D-lista
Aðalmaður Hilmar Þór Elefsen S-lista
Aðalmaður Nanna Árnadóttir S-lista
Aðalmaður Jón Valgeir Baldursson B- og F-lista

Varamaður Helga Helgadóttir D-lista
Varamaður Jón Karl Ágústsson D-lista
Varamaður Ólafur H. Kárason S-lista
Varamaður Valur Þór Hilmarsson S-lista
Varamaður Ásgrímur Pálmason B- og F-lista

Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Markaðs- og menningarnefnd:
Aðalmaður Ásgeir Logi Ásgeirsson formaður D-lista
Aðalmaður Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir D-lista
Aðalmaður Ægir Bergsson S-lista
Aðalmaður Guðrún Linda Rafnsdóttir S-lista
Aðalmaður Helga Jónsdóttir B- og F-lista

Varamaður Lisebet Hauksdóttir D-lista
Varamaður Sandra Finnsdóttir D-lista
Varamaður Jakob Örn Kárason S-lista
Varamaður Sæbjörg Ágústsdóttir S-lista
Varamaður Ólafur Jónsson B- og F- lista

Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Fræðslu- og frístundanefnd:
Aðalmaður S.Guðrún Hauksdóttir formaður D-lista
Aðalmaður Kristján Hauksson D-lista
Aðalmaður Sæbjörg Ágústsdóttir S-lista
Aðalmaður Hilmar Þór Hreiðarsson S-lista
Aðalmaður Kristinn Kristjánsson B- og F-lista

Varamaður María Lillý Jónsdóttir D-lista
Varamaður Hjördís Hjörleifsdóttir D-lista
Varamaður Helga Hermannsdóttir S-lista
Varamaður Guðrún Linda Rafnsdóttir S-lista
Varamaður Jón Valgeir Baldursson B- og F-lista

Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Yfirkjörstjórn:
Ámundi Gunnarsson formaður
Gunnlaugur Gunnlaugsson
Gunnlaugur Jón Magnússon

Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Undirkjörstjórn Siglufirði
Pétur Garðarsson formaður
Guðjón Marinó Ólafsson
Ólafur H. Kárason

Varamenn
Guðrún Linda Rafnsdóttir
Hulda Ósk Ómarsdóttir
Sóley Anna Pálsdóttir

Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Undirkjörstjórn Ólafsfirði
Auður Ósk Rögnvaldsdóttir formaður
Gunnlaugur Gunnlaugsson
Þorvaldur Hreinsson

Varamenn
Árni Sæmundsson
G. Jörgína Ólafsdóttir
Signý Hreiðarsdóttir

Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Heilbrigðisnefnd SSNV.
Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður D-lista
Helga Helgadóttir varamaður D-lista

Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Barnaverndarnefnd ÚtEy.
Aðalmenn:
Erla Gunnlaugsdóttir aðalmaður D-lista
Halldór Þormar Halldórsson D-lista
Guðjón Marinó Ólafsson S-lista.
Varamenn:
Kristín Brynhildur Davíðsdóttir D-lista
Margrét Ósk Harðardóttir D-lista

Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar (AFE)
Aðalfundarfulltrúar:
Aðalmenn:
S. Guðrún Hauksdóttir D-lista
Steinunn María Sveinsdóttir S-lista
Varamenn:
Helga Helgadóttir D-lista
Hilmar Þór Elefsen S-lista

Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Fulltrúaráð Brunabótafélags
Aðalmaður:
S. Guðrún Hauksdóttir D-lista
Varamaður:
Steinunn María Sveinsdóttir S-lista

Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Aðalfundur Eyþings
Aðalmenn:
S. Guðrún Hauksdóttir D-lista
Steinunn María Sveinsdóttir S-lista
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri
Sólrún Júlíusdóttir B- og F-lista

Varamenn:
Helga Helgadóttir D-lista
Hilmar Þór Elefsen S-lista
Ríkharður Hólm Sigurðsson S-lista
Jón Valgeir Baldursson B- og F-lista

Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Menningarsjóður SPS
Aðalmaður
Friðfinnur Hauksson S-lista
Varamaður
Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir D-lista

Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Stjórn Hornbrekku
Aðalmenn
Sæbjörg Ágústsdóttir S-lista
Þorsteinn Ásgeirsson D-lista
Anna María Elíasdóttir D-lista
Rósa Jónsdóttir B- og F-lista

Varamenn
Nanna Árnadóttir S-lista
Þorsteinn Þorvaldsson D-lista
Helga Helgadóttir D-lista
Ásdís Pálmadóttir B- og F-lista

Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Stjórn Síldarminjasafnsins ses.
Aðalmaður
Ásgeir Logi Ásgeirsson D-lista
Varamaður
Ægir Bergsson S-lista

Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Stjórn Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar
Aðalmaður:
Steinunn María Sveinsdóttir S-lista
Varamaður:
Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir D-lista

Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Stjórn Seyru
Aðalmaður:
Ríkharður Hólm Sigurðsson S-lista
Varamaður:
S. Guðrún Hauksdóttir D-lista

Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Flokkun
Aðalmaður
Ríkharður Hólm Sigurðsson S-lista
Varamaður:
Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Samþykkt var samhljóða með 7 atkvæðum að fresta skipun í atvinnumálanefnd, þar sem tillaga er um að leggja hana niður.

Samþykkt var samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fullnaðarafgreiðslu til bæjarráðs, skipun í Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar.

Fundi slitið - kl. 14:20.