-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016
Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, Ármanns V. Sigurðssonar vegna nýlagnar og yfirlagnar malbiks 2016 fyrir Fjallabyggð.
Samkvæmt innkaupareglum Fjallabyggðar, er skylt að viðhafa útboð þegar áætluð samningsfjárhæð vegna verksamninga er yfir kr. 35.000.000.
Bæjarráð samþykkir því að bjóða út nýlagnir og yfirlagnir malbiks fyrir Fjallabyggð 2016 og felur deildarstóra tæknideildar að sjá um útboðið.
Bókun fundar
Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016
Kaupsamningur vegna stjórnsýslubifreiðar lagður fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016
Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála. Á fund bæjarráðs kom Kristinn J. Reimarsson og fylgdi minnisblaðinu úr hlaði.
Í október 2014 var kannað með kostnað við gerð þrívíddarkorts af Siglufirði og Ólafsfirði.
Haft var samband við Borgarmynd ehf sem hafði myndað Siglufjörð úr lofti með dróna þá um sumarið.
Tilboð þeirra var ekki til afgreiðslu við fjárhagsáætlun 2015.
Í byrjun þessa árs þegar farið er í að skoða gerð nýs bæklings eða kynningarefnis fyrir þá erlendu ferðamenn sem hingað koma með skemmtiferðarskipum, sýna ferðaþjónustuaðilar áhuga á gerð þrívíddarkorts.
Í framhaldi var leitað til Borgarmyndar ehf og þeir lögðu fram nýtt tilboð í gerð slíks korts.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar í markaðs- og menningarnefnd og leggur áherslu að það verði afgreitt á næsta fundi. Þátttaka ferðaþjónustuaðila þarf að liggja fyrir við endanlega afgreiðslu málsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016
Lagt fram til kynningar minnisblað frá fundi bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar með umdæmisstjóra og rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Akureyri 2. mars 2016.
Bókun fundar
Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016
Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016
Lögð fram til kynningar áskorun stjórnar Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar, dagsett 2. mars 2016, þar sem skorað er á bæjarstjórn Fjallabyggðar að standa betur að öryggismálum gangandi grunnskólabarna til og frá tónskóla á skólatíma.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Einnig kynnt ályktun af fundi foreldra nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar 25. febrúar 2016, þar sem skorað er á Vegagerðina að koma upp vindhraðamæli sem allra fyrst á Saurbæjarásnum í Siglufirði.
Bæjarráð vísar í minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar frá fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar 2. mars 2016.
Bókun fundar
Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Sólrún Júlíusdóttir.
Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016
Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 2. mars 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu veitinga á Ísafold Kitchen Bar, Aðalgötu 32, Siglufirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Bókun fundar
Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016
Boðað er til málþings um jafnrétti í sveitarfélögum, 31. mars og námskeiðs 1. apríl 2016 í Reykjavík.
Þessir viðburðir eru skipulagðir með vísun til stefnumörkunar Sambands íslenskra sveitarfélaga kjörtímabilið 2014-2018, þar sem segir að sambandið skuli hvetja og styðja sveitarfélögin í því að ná fram jafnrétti kynjanna í reynd.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016
Í september og nóvember á síðasta ári voru haldnir fundir með Landsneti og fulltrúum sveitarfélaganna í Eyjafirði og Norðurlandi vestra, um kerfisáætlun Landsnets.
Í samráði Atvinnuþróunarfélaganna í Eyjafirði og Norðurlandi vestra og Landsnets hefur verið ákveðið að boða til næsta fundar þriðjudaginn 15. mars á Akureyri. Reiknað er með einum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi.
Bæjarráð samþykkir að Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri verði fulltrúi Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016
Aðstandendur Nótunnar - uppskeruhátíðar tónlistarskóla fara þess á leit við bæjarfélagið í erindi sínu dagsett 3. mars 2016 að það veiti Nótunni 2016 stuðning í formi styrktarlínu, og taka þar með þátt í að efla samhljóm NÓTUNNAR, á sínu svæði sem og á landsvísu.
Hátíðin, sem nú verður haldin í sjöunda sinn, er talinn víðtækasta samstarfsverkefni sem stofnað hefur verið til í tónlistarskólakerfinu, "grasrót tónlistarsköpunar" á landinu.
Fernir svæðistónleikar Nótunnar eru haldnir út um land og lokahátíð Nótunnar á landsvísu er haldin í Hörpu.
Stuðningsbeiðni er að upphæð 35.000 kr.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni.
Bókun fundar
128. fundur bæjarstjórnar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum stuðning við Nótuna.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016
Boðað er til ráðstefnu um jarðskjálfta á Norðurlandi.
Aðstandendur ráðstefnunnar og styrktaraðilar eru: Háskólinn á Akureyri, Háskólasjóður KEA, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Veðurstofa Íslands, King Abdullah University of Science and Technology (KAUST), Rannsóknar-miðstöð í jarðskjálftaverkfræði við Háskóla Íslands, Almannavarnadeild Ríkis-lögreglustjóra, Viðlagatrygging Íslands, Íslenskar Orkurannsóknir (ÍSOR), Þekkingarnet Þingeyinga, Orkustofnun, Innanríkisráðuneytið, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Forsætisráðuneytið.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016
Boðað er til XXX. landsþings sambandsins 8. apríl 2016 í Reykjavík.
Kjörnir fulltrúar Fjallabyggðar eru:
Kristinn Kristjánsson og
Steinunn María Sveinsdóttir.
Til vara:
Ríkharður Hólm Sigurðsson og
Hilmar Þór Elefsen.
Bæjarstjóri mun einnig sækja landsþingið.
Bókun fundar
Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016
Í erindi Sjómannafélags Ólafsfjarðar, dagsett 29. febrúar 2016, er þakkað fyrir styrk sem veittur er til Sjómannadagshátíðar í Fjallabyggð 2016. Jafnframt er þess óskað að félagið fái afslátt af leiguverði í Tjarnarborg og íþróttamiðstöð um sjómannadagshelgina 3. - 5. júní 2016.
Einnig er þess óskað að bæjarfélagið bjóði upp á rútuferðir milli byggðakjarna þessa helgi og að félagið fái afnot af smákofum, sjómannadagshelgina, þeim sem notaðir hafa verið í tengslum við jólamarkað Tjarnarborgar.
Bæjarráð samþykkir afslátt af leigu á Tjarnarborg, afnot af smákofum og felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að útfæra rútuferðir í samráði við Sjómannafélag Ólafsfjarðar.
Bókun fundar
Til máls tóku Gunnar I. Birgisson, Kristinn Kristjánsson, Sólrún Júlíusdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.
128. fundur bæjarstjórnar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið til fullnaðar afgreiðslu bæjarráðs.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna, 275. mál.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 32. mál.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 458. mál.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn frá deildarstjóra félagsmála.
Bókun fundar
Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016
Lögð fram til kynningar fundargerð HNv frá 11. febrúar 2016.
Bókun fundar
Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016
Lagðar fram til kynningar fundargerðir samstarfsnefndar SNS og Félags grunnskólakennara nr. 53 og 54, sem nýlega voru birtar á heimsíðu sambandsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 435. fundur - 8. mars 2016
Lögð fram til kynningar fundargerð 836. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 26. febrúar 2016.
Bókun fundar
Afgreiðsla 435. fundar bæjarráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
Allir aðalfulltrúar voru mættir að undanskildum Hilmari Þór Elefsen, S lista, sem boðaði forföll.
Í hans stað mætti Ægir Bergsson.
Samþykkt var samhljóða með 7 atkvæðum að taka á dagskrá málið, kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum.