Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

96. fundur 25. febrúar 2016 kl. 16:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður, S lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, F lista
  • Þorsteinn Ásgeirsson aðalmaður, D lista
  • Sæunn Gunnur Pálmadóttir aðalmaður, D lista
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Kostnaðarhlutdeild þjónustuaðila og íbúa vegna húsaleigu í sérstöku húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk

Málsnúmer 1602051Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að breytt kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins í húsaleigu á sambýlinu að Lindargötu 2, Siglufirði muni taka gildi jafnhliða gildistöku nýrrar reglugerðar um sérstök húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk. Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

2.Húsaleigusamningur, sambýlið Lindargötu

Málsnúmer 1601086Vakta málsnúmer

Húsaleigusamningur Fjallabyggðar við Fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs, vegna sambýlisins að Lindargötu 2, Siglufirði lagður fram til kynningar.

3.Rekstraryfirlit desember 2015

Málsnúmer 1602013Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit félagsþjónustu fyrir tímabilið janúar - desember 2015. Rauntölur, 100.578.205 kr. Áætlun, 106.734.000 kr. Mismunur, -6.155.795 kr.

4.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1601056Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

5.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1601041Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

6.Fundargerðir Starfshóps um úthlutun leiguíbúða 2016

Málsnúmer 1602078Vakta málsnúmer

Fundargerð úthlutunarhóps frá 25.02.2016, lögð fram til kynningar.

7.Samningur um Hús eldri borgara í Ólafsfirði 2016-2017

Málsnúmer 1602083Vakta málsnúmer

Tillaga að samningi um Hús eldri borgara í Ólafsfirði 2016-2017, lagður fram. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarráð að samningurinn verði samþykktur.

8.Jafnrétti í sveitarfélögum, málþing og námskeið

Málsnúmer 1602019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga um fyrirhugað málþing um jafnrétti í sveitarfélögum. Sambandið hyggst standa fyrir málþingi og námskeiði í lok mars.

Fundi slitið.