-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016
Fjöldi landana, afli og aflagjöld í höfnum Fjallabyggðar 1.janúar 2016 til og með 31.janúar 2016.
2016 Siglufjörður 1432 tonn í 93 löndunum.
Ólafsfjörður 38 tonn í 65 löndunum.
2015 Siglufjörður 970 tonn í 73 löndunum.
Ólafsfjörður 10 tonn í 19 löndunum.
Bókun fundar
Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016
Komið hefur í ljós að festingar nýju flotbryggjunnar í Ólafsfirði við landfestu eru ekki nógu sterkar. Yfirhafnarvörður leggur til að sett verði nýtt ankeri svo álag á landfestur minnki. Einnig er óskað eftir heimild til þess að setja rafmagn í gömlu flotbryggjurnar.
Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði að fá tilboð í báða verkþætti og leggja fyrir næsta fund hafnarstjórnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016
Deildarstjóri tæknideildar fór yfir kostnað vegna lýsinga á Fjallabyggðarhöfnum og hver sparnaður yrði við að skipta yfir í led kastara. Rekstrarkostnaður við hvern lampa í dag er um 13.720 kr. á ári og er hægt að minnka það niður um helming eða í 6.860 kr. á ári. Nýr led kastari kostar með uppsetningu um 140.000 kr. Einnig farið yfir úttekt sem gerð var á rafmagnsmælum í Ólafsfjarðarhöfn sem leiddi í ljós að hægt væri að minnka rafmagnsöryggi og þannig spara um 560.000 kr. árlega.
Hafnarstjórn samþykkir að skipt verði í led kastara eftir því sem þörf er á endurnýjum kastara. Einnig er deildarstjóra tæknideildar falið að láta minnka rafmagnsöryggi í Ólafsfjarðarhöfn og spara þannig 560.000 kr. árlega.
Bókun fundar
Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016
Hafnarstjóri fór yfir rekstraryfirlit, desember 2015.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016
Bilun hefur orðið í vatnsleiðslu að bæjarbryggju á Siglufirði og hefur höfnin tekið vatn á mæli frá Fiskmarkaðinum.
Þarfagreining á vatnsnotkun og rafmagnsnotkun er í vinnslu og verður endurnýjað samhliða framkvæmdinni við bæjarbryggju.
Bókun fundar
Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016
Hafnarstjóri fór yfir framkvæmdakostnað hafnarsjóðs og fjármögnun hans.
Bókun fundar
Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016
Á 13. fundi atvinnumálanefndar, 20. janúar 2016, var lagt til við hafnarstjórn og bæjarráð að farið yrði af stað með vinnu þar sem kannaðir yrðu möguleikar á aukinni nýtingu hafnarmannvirkja í Fjallabyggð. Haldinn yrði opinn fundur um nýtingu hafnarmannvirkjanna þar sem málefnið yrði rætt og í kjölfarið skipaður vinnuhópur sem tæki saman og ynni úr tillögunum.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016
Skeljungur óskar eftir að fá að breyta stöðu olíutanks sem þjónustar smábáta við Óskarsbryggju. Tankinum yrði snúið um 90°.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016
Samkvæmt reglugerð nr. 1201/2014 sem Umhverfis- og auðlindaráðuneytið setti 2014 skal hafnarsjóður innheimta gjald af skipum vegna losunar úrgangs og farmleifa í höfn og að gjaldið skuli standa straum af kostnaði við móttöku, meðhöndlun og förgun úrgangs og farmleifa frá skipum.
Ráðuneytið beinir þeim tilmælum til Fjallabyggðar að sett verði ákvæði um gjaldtökuna inn í gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjallabyggðar í samræmi við 2.mgr. 1.gr. reglugerðar nr. 1201/2014 hið allra fyrsta hafi það ekki þegar verið gert.
Gjaldið er þegar innleitt í gjadskrá hafnarsjóðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur móttekið umsókn um viðbyggingu við húseignina Gránugötu 13b, Siglufirði. Nefndin fól tæknideild að grenndarkynna tillöguna og er hún kynnt m.a. hafnarstjórn.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016
Útgerðarfélagið Dagur ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir tvo 40 feta gáma sem staðsettir yrðu við Óskarsbryggju á Siglufirði.
Hafnarstjórn samþykkir stöðuleyfi til eins árs.
Bókun fundar
Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016
Lögð fram til kynningar fundargerð 380. fundar Hafnasambands Íslands.
Bókun fundar
Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016
Lögð fram til kynningar fundargerð 381. fundar Hafnasambands Íslands.
Bókun fundar
Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15. febrúar 2016
Lögð fram til kynningar fundargerð 24. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.
Bókun fundar
Afgreiðsla 78. fundar hafnarstjórnar staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.