Bæjarstjórn Fjallabyggðar

126. fundur 20. janúar 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Ríkharður Hólm Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð viðstadda velkomna til fundar.

Allir aðalfulltrúar voru mættir

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015

Málsnúmer 1512006FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Á 195. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, 4. desember 2015, var tekin fyrir athugasemd Báss ehf við auglýsta breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Forsvarsmenn Báss ehf. mættu á fund nefndarinnar til að gera betur grein fyrir athugasemd sinni.
    Nefndin taldi nauðsynlegt að málið yrði skoðað nánar og óskaði eftir aðkomu bæjarstjóra og bæjarráðs þar að lútandi.

    Á fund bæjarráðs mættu Valtýr Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og deildarstjóri tæknideildar, Ármann V. Sigurðsson.

    Valtýr Sigurðsson lagði fram minnisblað um samskipti Báss ehf. og Rauðku ehf.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kalla eftir lögfræðiáliti varðandi málið.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Á 195. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, 4. desember 2015, var tekin fyrir athugasemd Báss ehf við auglýsta tillögu að deiliskipulagi Leirutanga. Forsvarsmenn Báss ehf. mættu á fund nefndarinnar til að gera betur grein fyrir athugasemd sinni.
    Nefndin taldi nauðsynlegt að málið yrði skoðað nánar og óskaði eftir aðkomu bæjarstjóra og bæjarráðs þar að lútandi.

    Á fund bæjarráðs mættu Valtýr Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og deildarstjóri tæknideildar, Ármann V. Sigurðsson.

    Valtýr Sigurðsson lagði fram minnisblað um samskipti Báss ehf. og Rauðku ehf.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kalla eftir lögfræðiáliti varðandi málið.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 1.3 1509094 Gjaldskrár 2016
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Lögð fram gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar 2016.
    Breyting frá 2015 er 4,5%, eins og lagt var upp með í forsendum fjárhagsáætlunar 2016.

    Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar 2016 með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Lagður fram samningur um hönnun og ráðgjöf vegna verkhönnunar á viðbyggingu og innri breytingum á leikskólanum Leikskálum, við Teiknistofuna Víðihlíð 45.

    Einnig lögð fram beiðni deildarstjóra tæknideildar, Ármanns Viðars Sigurðssonar til þess að bjóða út viðbyggingu og innri breytingu leikskólans Leikskála, Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir hönnunar- og ráðgjafarsamning við Teiknistofuna Víðhlíð 45.

    Einnig samþykkir bæjarráð að bjóða út viðbyggingu og innri breytingu leikskólans Leikskála.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, hönnunar- og ráðgjafarsamning við Teiknistofuna Víðhlíð 45.
    Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest að öðru leyti á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

    Á 424. fundi bæjarráðs, 15. desember 2015, var tekið fyrir erindi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, dagsett 24. nóvember 2015, er varðar skuldbindingu á lífeyrisshækkun vegna starfsmanns Fjallabyggðar.

    Afgreiðslu var frestað, þar til umsögn kjarasviðs Samb. ísl. sveitarfélaga lægi fyrir.

    Umsögn lögð fram.

    Í ljósi umsagnar gerir bæjarráð ekki athugasemdir er varðar skuldbindingu á lífeyrisshækkun er kemur fram í erindi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
    Bókun fundar Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Á 125. fundi bæjarstjórnar, 18. desember 2015, var samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum að hafna alfarið tillögum Akureyrarbæjar um þátttöku þeirra í leigugreiðslum og stofnkostnaði Menntaskólans á Tröllaskaga.

    Á 424. fundi bæjarráðs, 15. desember 2015, var lagt fram svar Akureyrarbæjar, við ósk Fjallabyggðar um þátttöku Akureyrarbæjar í leigugreiðslum og stofnkostnaði Menntaskólans á Tröllaskaga.
    Bæjarráð hafnaði tillögum Akureyrarbæjar sem fram komu í erindi og fól bæjarstjóra að vinna tillögu að gagntilboði og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir framlagt erindi bæjarstjóra til Akureyrarbæjar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Á 423. fundi bæjarráðs, 8. desember 2015, var samþykkt að Fjallabyggð sjái um kostnað við snjóflóðaeftirlitið á skíðasvæðinu í vetur.
    Bæjarráð fól bæjarstjóra að leggja fram samning um snjóflóðaeftirlit á næsta fundi bæjarráðs.

    Lagður fram samningur um ráðgjöf vegna snjóflóðaeftirlits við Gest Hansson.

    Bæjarráð samþykkir samninginn.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, samning við Gest Hansson.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa Hauks Sigurðssonar, vegna kaupa á öryggis- og eftirlitsmyndavélum í Sundhöllina á Siglufirði.

    Samkvæmt verðkönnun bárust tvö tilboð, annað frá Securitas og hitt frá Öryggismiðstöðinni.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Öryggismiðstöðvarinnar.
    Á fjárhagsáætlun 2015 er fjármagn til kaupa og uppsetningar á þessum búnaði.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, að taka tilboði Öryggismiðstöðvarinnar í kaup á öryggismyndavélakerfi í Sundhöll Siglufjarðar.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Lögð fram til kynningar tillaga að viljayfirlýsingu Fjallabyggðar og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) um samstarf heimaþjónustu og heimahjúkrunar.

    Fram kemur í yfirlýsingunni m.a. að gert er ráð fyrir að Fjallabyggð leggi HSN til allt að 50% stöðugildi til að sinna sameiginlegum verkefnum heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Kostnaðarmat er kr. 2,5 mkr á árinu 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Fyrir ári síðan, eða 24. október 2014 stóðu nokkrar stofnanir fyrir námstefnu varðandi þverfaglegt samstarf í vinnu með börn og fjölskyldur.
    Námstefnuna sótti breiður hópur fagfólks sem vinnur að þjónustu við börn og fjölskyldur. Ákveðið var að stofna til vinnuhóps með það markmið að fylgja eftir hugmyndum sem fram komu á námstefnunni. Vinnuhópurinn hefur meðal annars komið sér saman um áskorun til stjórnmálamanna um að taka breska stjórnmálamenn sér til fyrirmyndar og fjárfesta í fyrsta 1001 degi í lífi barna á Íslandi.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 16. desember 2015, er varðar umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands fer þess á leit við Fjallabyggð í erindi dagsettu 9. desember 2015, að samningur við MN verði endurnýjaður til þriggja ára eða til ársloka 2016.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að framkvæmdastjóri MN komi á fund bæjarráðs og kynni verkefni og starfsemi.

    Bókun fundar Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Lagt fram bréf Legatsjóðs Jóns Sigurðssonar til sveitarfélaganna við Eyjafjörð, dagsett 16. desember 2015.

    Erindið varðar breytingu á skipulagsskrá sjóðsins og tilnefningu sveitarfélaganna á sameiginlegum fulltrúa í stjórn sjóðsins.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu Eyþings.
    Bókun fundar Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Vegna ráðningar í nýja stöðu deildarstjóra óskar umsækjandi Karítas Skarphéðinsdóttir eftir rökstuðningi og skýringum.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Hornbrekku frá 17. nóvember og 8. desember 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22. desember 2015 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 833. og 834. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. nóvember og 11. desember 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 425. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016

Málsnúmer 1512007FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016 Á 424. fundi bæjarráðs, 15. desember 2015, var lagt fram kostnaðarmat í tengslum við erindi stjórnar Hestamannafélagsins Gnýfara um að breyta reiðgötu í veg. Bæjarráð óskaði þá eftir því að fulltrúar félagsins kæmu á fund bæjarráðs.

    Á fund bæjarráðs komu fulltrúar Gnýfara, Ásgeir Logi Ásgeirsson og Þorvaldur Hreinsson.

    Bæjarráð samþykkir erindi Hestamannafélagsins Gnýfara að breyta reiðgötu í veg.
    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016 10. fundur ungmennaráðs, 9. desember 2015, mæltist til þess að fjölgað væri ferðum á milli byggðakjarna með minni bíl og einnig yrði hugað að ferðum um helgar.
    Einnig mælist ungmennaráð til að mokað yrði frá biðskýlum svo að hægt sé að fara inn í þau.

    Bæjarstjórn vísaði þessum dagskrárlið til umfjöllunar í bæjarráði.

    Varðandi biðskýli þá er samkvæmt upplýsingum deildarstjóra tæknideildar, búið að árétta verklag um mokstur frá biðskýlum.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að kanna með möguleika á betri nýtingu á ferðum milli byggðakjarna, m.a. með tilliti til tímasetninga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016 Á fundi ungmennaráðs 9. des s.l. var ályktað undir liðnum áhöld í íþróttahús.

    "Ungmennaráð vill að farið verði af alvöru í endurnýjun tækja í tækjasölum Fjallabyggðar.
    Ungmennaráð felur íþrótta-og tómstundafulltrúa að athuga með vír í cabelcross vél og önnur tæki.
    Einnig bendir ráðið á að það vanti kennsluáhöld í íþróttasal".

    Bæjarstjórn vísaði þessum dagskrárlið til umfjöllunar í bæjarráði.

    Lagðar fram upplýsingar frá Íþrótta- og tómstundafulltrúa, þar sem kemur fram að skipt hefur verið um vír í tæki og ákveðin kennslutæki hafi verið keypt í samráði við kennara.

    Niðurstaða athugunar sem óskað var eftir af bæjarráði 17. nóvember 2015 um tækjakost og í framhaldi leigu eða kaupleigu á áhöldum verður kynnt bæjarráði á næsta fundi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016 10. fundur ungmennaráðs, 9. desember 2015, mæltist til þess að útbúin yrðu skilti með umgengnisreglum á sparkvöllum Fjallabyggðar og einnig skilti sem banna reykingar á svæðinu.

    Bæjarstjórn vísaði þessum dagskrárlið til umfjöllunar í bæjarráði.

    Bæjarráð samþykkir að fela íþrótta- og tómstundafulltrúa að láta útbúa og setja upp ofangreind skilti. Heildarkostnaður er áætlaður 25 þús.
    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016 Lagðar fram upplýsingar um þjónustusamninga.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að gera verðfyrirspurn í þjónustu vegna fjargæslu brunavarna- og öryggiskerfa bæjarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016 Þann 15. október sl. samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar nýjar innritunar- og skráningarreglur fyrir Leikskóla Fjallabyggðar.
    Samkvæmt reglunum er boðið upp á leikskólanám fyrir börn frá tveggja ára aldri. Falli það að skipulagi skólastarfs viðkomandi leikskóla, þá hefur yngri börnum verið veitt leikskóladvöl.

    Bæjarráð telur rétt að árétta þá undanþágu í innritunarreglum og samþykkir að leggja til eftirfarandi viðbót við innritunarreglur:

    "Heimilt er að veita börnum yngri en tveggja ára leikskóladvöl ef það fellur að skipulagi skólastarfs viðkomandi leikskóla".

    Þannig er framkvæmdin sú sama og verið hefur frá árinu 2007 en fyrirhugað er að endurskoða innritunarreglur Leikskóla Fjallabyggðar að nýju næsta haust.
    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016 Á 425. fundi bæjarráðs, 22. desember 2015, var tekið til umfjöllunar erindi framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands um endurnýjun samnings til þriggja ára eða til ársloka 2018.

    Bæjarráð samþykkti að óska eftir því að framkvæmdastjóri MN kæmi á fund bæjarráðs og kynnti verkefni og starfsemi.

    Á fund bæjarráðs kom Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og kynnti verkefni og starfsemi.

    Bæjarráð samþykkir endurnýjun samnings við Markaðsstofu Norðurlands.
    Bókun fundar Til máls tóku Gunnar I. Birgisson, S. Guðrún Hauksdóttir og Kristinn Kristjánsson.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, endurnýjun samnings við Markaðsstofu Norðurlands.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016 Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um húsaleigulög (réttarstaða leigjenda og leigusala), 399. mál.

    Markmið frumvarpsins er að auka réttaröryggi leigjenda og skapa betri umgjörð um samskipti leigusala og leigutaka.

    Meðal breytinga sem frumvarpið felur í sér eru:
    Skilyrði um brunavarnir.
    Skýrari ákvæði um úrræði sem leigjandi getur gripið til þegar ástand leiguhúsnæðis er ófullnægjandi.
    Breytt ákvæði um uppsagnarfrest leigusamnings.
    Ákvæði sem tryggja eiga leigjendum sama rétt og eigendum íbúðarhúsnæðis ef húsnæði er selt nauðungarsölu.
    Aukið hlutverk kærunefndar húsamála.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016 Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög), 407. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016 Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almennar íbúðir (heildarlög), 435. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016 Fundargerð frá 29. desember 2015, lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016 Lögð fram til kynningar fundargerðir stjórnar Eyþings frá 275. fundi, 8. desember 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 427. fundur - 12. janúar 2016

Málsnúmer 1601002FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 427. fundur - 12. janúar 2016 Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.

    Almennar umræður voru um verkefni deildarinnar.
    Bæjarráð óskaði nýráðnum deildarstjóra velfarnaðar í starfi sínu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 427. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 427. fundur - 12. janúar 2016 Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri félagsmála, Hjörtur Hjartarson.

    Farið var yfir stöðu samstarfs við Dalvíkurbyggð í málefnum fatlaðra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 427. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.3 1601028 Erindisbréf nefnda
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 427. fundur - 12. janúar 2016 Lögð fram til kynningar drög að breyttum erindisbréfum, í tengslum við breytingu á skipuriti Fjallabyggðar.

    Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 427. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 427. fundur - 12. janúar 2016 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit nóvember 2015.
    Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir fyrstu ellefu mánuði ársins 2015, er 45,9 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, 196,7 millj. í tekjur umfram gjöld í stað 150,8 millj.
    Tekjur eru 61,5 millj. hærri en áætlun, gjöld 3,8 millj. hærri og fjármagnsliðir 11,8 millj. hærri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 427. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 427. fundur - 12. janúar 2016 Í pósti frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga 23. desember s.l. er vakin athygli sveitarfélaga á því að Alþingi hefur samþykkt frumvarp innanríkisráðherra um framlengingu B-gatnagerðargjalds. Bráðabirgðaákvæði við lög um gatnagerðargjald hefði að óbreyttu runnið út um áramót en það hefur nú verið framlengt til ársloka 2017.

    Þessi lagabreyting skiptir eingöngu máli fyrir þau sveitarfélög sem ekki hafa enn lokið framkvæmdum við lagningu bundins slitlags á eldri götur.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 427. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 427. fundur - 12. janúar 2016 Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 8. janúar 2016, er varðar að hefja vinnu við að samræma reglur, verklag og ferla um afmörkun lóða innan sveitarfélaganna þar sem væru að finna mannvirki á vegum orkufyrirtækja. Fram kemur að það er samdóma álit forsætisráðuneytisins, Þjóðskrár Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem koma munu að þessari vinnu, að fyrir liggi skýr stefna um það hvernig haga skuli afmörkun lóða innan sveitarfélaga þar sem er að finna mannvirki, stíflur, stöðvarhús og lón á vegum orkufyrirtækjanna. Forsætisráðuneytið mun hefja vinnuna og halda utan um verkefnið.

    Þess er óskað að sveitarfélögin kynni sér meðfylgjandi erindi. Athugasemdir þurfa að hafa borist Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir 1. mars 2016.

    Bæjarráð vísar erindi til umsagnar deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 427. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 427. fundur - 12. janúar 2016 Lagt fram til kynningar fundarboð stjórnmálasamtakanna Dögunar vegna TISA samningana, sem haldinn verður í Norræna húsinu 28. janúar 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 427. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016

Málsnúmer 1601004FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Í framhaldi af ósk bæjarráðs frá 17. nóvember, var á 423. fundi bæjarráðs, 3. desember s.l. lagður fram listi yfir það sem talið er að bráðvanti að endurnýja í tækjakosti í líkamsrækt.
    Bæjarráð fól íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna með möguleika á tækjaleigu.

    Á fund bæjarráðs kom íþrótta- og tómstundafulltrúi, Haukur Sigurðsson og kynnti niðurstöðu könnunar.

    Bæjarráð óskar eftir að íþrótta- og tómstundafulltrúi kanni með verð í tækjakaup frá fleiri aðilum en fram hafa komið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til desember 2015.

    Niðurstaðan fyrir heildina er 1.041,1 m.kr. sem er 99,1% af áætlun tímabilsins sem var 1.050,3 m.kr.
    Upphafsáætlun ársins var 1.013,1 m. kr.
    Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 27,9 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 37,2 m.kr.
    Nettóniðurstaða er því 9,3 m.kr. undir áætlun tímabilsins.

    Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lokið við gerð kjarasamninga við meirihluta stéttarfélaga starfsmanna sveitarfélaga.
    Ósamið er við nokkur stéttarfélög m.a. BHM félög, slökkviliðsmenn, sjúkraliða og tónskólakennara.

    Samhliða launayfirliti tímabils, voru lagðar fram tölulegar upplýsingar launadeildar fyrir 2015.

    Þar kemur m.a. fram að :
    Útgefnir launamiðar eru 373
    Konur

    220

    59%
    Karlar

    153

    41%

    Aldursskipting starfsmanna 2015
    18 ára og yngri, 40 11%
    19-30 ára, 89 24%
    31-40 ára, 53 14%
    41-60 ára, 155 42%
    61 ára og eldri, 56 15%






    Heildarlaun starfsmanna 2015
    lægri en 2,4 millj., 234 63%
    frá 2,4 millj. til 4,8 millj., 68 18%
    yfir 4,8 millj., 71 19%
    Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 4.3 1601028 Erindisbréf nefnda
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Lögð fram uppfærð erindisbréf nefnda í tengslum við breytt skipurit Fjallabyggðar frá 1. janúar 2016.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu með áorðnum breytingum til umræðu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Lögð fram uppfærð erindisbréf nefnda í tengslum við breytt skipurit Fjallabyggðar frá 1. janúar 2016.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að erindisbréfi Atvinnumálanefndar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að erindisbréfi Fræðslu- og frístundanefndar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að erindisbréfi Markaðs- og menningarnefndar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að erindisbréfi Félagsmálanefndar með áorðnum breytingum.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að erindisbréfi Skipulags- og umhverfisnefndar með áorðnum breytingum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 21. aðalfundur Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja verður haldinn 19. febrúar 2016 kl. 10:30 í Reykjavík. Ársfundur samtakanna verður haldinn sama dag og hefst kl. 13:00.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 6. janúar 2016, er varðar umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Háveg 5, Siglufirði, til sölu gistingar og/eða veitingu veitinga.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 6. janúar 2016, er varðar umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Hlíðarveg 1, Siglufirði, til sölu gistingar og/eða veitingu veitinga.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 6. janúar 2016, er varðar umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis til sölu gistingar að Tröllakoti, 625 Ólafsfirði.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Helgina 5.-7. febrúar verður haldið bikarmót í alpagreinum 12-13 ára og 14-15 ára á skíðasvæðinu í Tindaöxl í Ólafsfirði og í Böggvisstaðafjalli á Dalvík. Um 140 keppendur eru skráðir til leiks.

    Á sunnudeginum verður svigmótið í Tindaöxlinni í Ólafsfirði.
    Í erindi mótanefndar Skíðafélags Ólafsfjarðar, dagsett 15. janúar 2016 er lögð fram beiðni um að bæjarfélagið bæti salernisaðstöðu á skíðasvæðinu um mótshelgina.

    Bæjarráð samþykkir erindið.

    Færist af fjárhagslið 06810-9291 sem styrkur til Skíðafélags Ólafsfjarðar vegna salernisaðstöðu kr. 32.000.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum styrk til Skíðafélgs Ólafsfjarðar vegna bikarmóts.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Tekið fyrir erindi Þóris Kr. Þórissonar dagsett 4. janúar 2016, þar sem komið er á framfæri athugasemdum við hækkun álagningar fasteignagjalda á fasteignina að Hlíðarvegi 1 Siglufirði.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að taka upp tímabilsálagningu fasteignagjalda vegna gististarfsemi á þessu ári.
    Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Í vetur er starfræktur Landnemaskóli í Fjallabyggð, fyrir innflytjendur sem hafa nokkurn grunn í íslensku og er markmið skólans að auðvelda nemendum aðlögun að íslenskum vinnumarkaði og samfélagi.

    Skólinn er á vegum Símey í samstarfi við Fjallabyggð. Nemendur Landnemaskólans nú í vetur eru níu talsins, fimm íbúar á Siglufirði og fjórir frá Ólafsfirði.

    Kennslan í Landnemaskólanum samanstendur af íslensku, nytsamri samfélagsfræði, upplýsingatækni, sjálfsstyrkingu og gerð færnimöppu og fer fram í húsnæði Fjallabyggðar. Samfélagsfræðikennslan er hugsuð þannig að nemendur fái góða innsýn í stofnanir og fyrirtæki í heimabyggð með heimsóknum og kynningu á því helsta sem er í boði fyrir íbúana.

    Í erindi verkefnisstjóra, dagsett 11. janúar 2016, er kannað hvort Fjallabyggð sjái sér fært að bjóða nemendum í heimsókn og kynna fyrir þjónustuna sem bæjarfélagið hefur upp á að bjóða.

    Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu deildarstjóra fræðslu- frístunda og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Lagt fram til kynningar bréf Skáksambands Íslands um Skákdag Íslands sem haldinn verður um land allt 26. janúar nk. Kjörorð skákdagins og einkunnarorð skákhreyfingarinnar er: Við erum ein fjölskylda.
    Með þeim er undirstrikað að allir geta teflt, óháð kyni, aldri eða líkamsburðum.
    Sveitarfélög eru hvött til að skipuleggja skákviðburði þennan dag.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra úrvinnslu erindis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 22. fundur - 14. janúar 2016

Málsnúmer 1601001FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 22. fundur - 14. janúar 2016 Rætt um nýafstaðna viðburði um jól og áramót 2015/2016. Almenn ánægja um hvernig til tókst og þakkar nefndin framkvæmdaraðilum að viðburðum fyrir þeirra framlag. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 22. fundur - 14. janúar 2016 Farið yfir tilnefningar um Bæjarlistamann Fjallabyggðar fyrir árið 2016. Útnefning fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg fimmtudaginn 21. janúar nk. Nokkrar ábendingar bárust og voru þær teknar til umfjöllunar.

    Markaðs- og menningarnefnd tilnefnir Alice Liu sem bæjarlistamann Fjallabyggðar 2016.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tilnefningu á bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2016.
    Bæjarstjórn óskar bæjarlistamanni Fjallabyggðar 2016, Alice Liu, til hamingju og óskar henni velfarnaðar.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 22. fundur - 14. janúar 2016 Afgreiðslu frestað. Bókun fundar Til máls tók Kristinn Kristjánsson.
    Afgreiðsla 22. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 22. fundur - 14. janúar 2016 Samningur við Veitingahúsið Höllina um veitingasölu í Tjarnarborg rennur út í lok febrúar 2016. Nefndin samþykkir að auglýst verði eftir aðilum sem hafa áhuga á því að taka að sér veitingasölu í húsinu. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 22. fundur - 14. janúar 2016 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - nóvember. Menningarmál: Rauntölur, 63.964.102 kr. Áætlun, 63.353.600 kr. Mismunur; 389.489 kr. Markaðs- og ferðamál: Rauntölur, 16.188.313 kr. Áætlun 19.087.400 kr. Mismunur; -2.899.087 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

Skipan í fulltrúaráð Eyþings.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að skipa Kristinn Kristjánsson sem aðalmann í fulltrúaráð Eyþings í stað Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar.

Fundi slitið.