Bæjarráð Fjallabyggðar - 427. fundur - 12. janúar 2016
Málsnúmer 1601002F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 427. fundur - 12. janúar 2016
Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.
Almennar umræður voru um verkefni deildarinnar.
Bæjarráð óskaði nýráðnum deildarstjóra velfarnaðar í starfi sínu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 427. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 427. fundur - 12. janúar 2016
Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri félagsmála, Hjörtur Hjartarson.
Farið var yfir stöðu samstarfs við Dalvíkurbyggð í málefnum fatlaðra.
Bókun fundar
Afgreiðsla 427. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 427. fundur - 12. janúar 2016
Lögð fram til kynningar drög að breyttum erindisbréfum, í tengslum við breytingu á skipuriti Fjallabyggðar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 427. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 427. fundur - 12. janúar 2016
Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit nóvember 2015.
Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir fyrstu ellefu mánuði ársins 2015, er 45,9 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, 196,7 millj. í tekjur umfram gjöld í stað 150,8 millj.
Tekjur eru 61,5 millj. hærri en áætlun, gjöld 3,8 millj. hærri og fjármagnsliðir 11,8 millj. hærri.
Bókun fundar
Afgreiðsla 427. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 427. fundur - 12. janúar 2016
Í pósti frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga 23. desember s.l. er vakin athygli sveitarfélaga á því að Alþingi hefur samþykkt frumvarp innanríkisráðherra um framlengingu B-gatnagerðargjalds. Bráðabirgðaákvæði við lög um gatnagerðargjald hefði að óbreyttu runnið út um áramót en það hefur nú verið framlengt til ársloka 2017.
Þessi lagabreyting skiptir eingöngu máli fyrir þau sveitarfélög sem ekki hafa enn lokið framkvæmdum við lagningu bundins slitlags á eldri götur.
Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarstjóra.
Bókun fundar
Afgreiðsla 427. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 427. fundur - 12. janúar 2016
Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 8. janúar 2016, er varðar að hefja vinnu við að samræma reglur, verklag og ferla um afmörkun lóða innan sveitarfélaganna þar sem væru að finna mannvirki á vegum orkufyrirtækja. Fram kemur að það er samdóma álit forsætisráðuneytisins, Þjóðskrár Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem koma munu að þessari vinnu, að fyrir liggi skýr stefna um það hvernig haga skuli afmörkun lóða innan sveitarfélaga þar sem er að finna mannvirki, stíflur, stöðvarhús og lón á vegum orkufyrirtækjanna. Forsætisráðuneytið mun hefja vinnuna og halda utan um verkefnið.
Þess er óskað að sveitarfélögin kynni sér meðfylgjandi erindi. Athugasemdir þurfa að hafa borist Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir 1. mars 2016.
Bæjarráð vísar erindi til umsagnar deildarstjóra tæknideildar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 427. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 427. fundur - 12. janúar 2016
Lagt fram til kynningar fundarboð stjórnmálasamtakanna Dögunar vegna TISA samningana, sem haldinn verður í Norræna húsinu 28. janúar 2016.
Bókun fundar
Afgreiðsla 427. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.