Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

22. fundur 14. janúar 2016 kl. 17:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Arndís Erla Jónsdóttir formaður, F lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, S lista
  • Guðlaugur Magnús Ingason aðalmaður, F lista
  • Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Jakob Kárason varamaður, S lista
  • Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Ægir Bergsson boðaði forföll og Jakob Kárason mætti í hans stað. Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir boðaði forföll og komst varamaður hennar ekki á fundinn.

1.Jól og áramót 2015/2016

Málsnúmer 1511024Vakta málsnúmer

Lagt fram
Rætt um nýafstaðna viðburði um jól og áramót 2015/2016. Almenn ánægja um hvernig til tókst og þakkar nefndin framkvæmdaraðilum að viðburðum fyrir þeirra framlag.

2.Bæjarlistamaður 2016

Málsnúmer 1511065Vakta málsnúmer

Samþykkt
Farið yfir tilnefningar um Bæjarlistamann Fjallabyggðar fyrir árið 2016. Útnefning fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg fimmtudaginn 21. janúar nk. Nokkrar ábendingar bárust og voru þær teknar til umfjöllunar.

Markaðs- og menningarnefnd tilnefnir Alice Liu sem bæjarlistamann Fjallabyggðar 2016.

3.Málefni Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar

Málsnúmer 1601037Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað.

4.Veitingasala í Tjarnarborg

Málsnúmer 1601039Vakta málsnúmer

Samþykkt
Samningur við Veitingahúsið Höllina um veitingasölu í Tjarnarborg rennur út í lok febrúar 2016. Nefndin samþykkir að auglýst verði eftir aðilum sem hafa áhuga á því að taka að sér veitingasölu í húsinu.

5.Rekstraryfirlit nóvember 2015

Málsnúmer 1601001Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - nóvember. Menningarmál: Rauntölur, 63.964.102 kr. Áætlun, 63.353.600 kr. Mismunur; 389.489 kr. Markaðs- og ferðamál: Rauntölur, 16.188.313 kr. Áætlun 19.087.400 kr. Mismunur; -2.899.087 kr.

Fundi slitið.