-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016
Á 424. fundi bæjarráðs, 15. desember 2015, var lagt fram kostnaðarmat í tengslum við erindi stjórnar Hestamannafélagsins Gnýfara um að breyta reiðgötu í veg. Bæjarráð óskaði þá eftir því að fulltrúar félagsins kæmu á fund bæjarráðs.
Á fund bæjarráðs komu fulltrúar Gnýfara, Ásgeir Logi Ásgeirsson og Þorvaldur Hreinsson.
Bæjarráð samþykkir erindi Hestamannafélagsins Gnýfara að breyta reiðgötu í veg.
Bókun fundar
Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016
10. fundur ungmennaráðs, 9. desember 2015, mæltist til þess að fjölgað væri ferðum á milli byggðakjarna með minni bíl og einnig yrði hugað að ferðum um helgar.
Einnig mælist ungmennaráð til að mokað yrði frá biðskýlum svo að hægt sé að fara inn í þau.
Bæjarstjórn vísaði þessum dagskrárlið til umfjöllunar í bæjarráði.
Varðandi biðskýli þá er samkvæmt upplýsingum deildarstjóra tæknideildar, búið að árétta verklag um mokstur frá biðskýlum.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að kanna með möguleika á betri nýtingu á ferðum milli byggðakjarna, m.a. með tilliti til tímasetninga.
Bókun fundar
Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016
Á fundi ungmennaráðs 9. des s.l. var ályktað undir liðnum áhöld í íþróttahús.
"Ungmennaráð vill að farið verði af alvöru í endurnýjun tækja í tækjasölum Fjallabyggðar.
Ungmennaráð felur íþrótta-og tómstundafulltrúa að athuga með vír í cabelcross vél og önnur tæki.
Einnig bendir ráðið á að það vanti kennsluáhöld í íþróttasal".
Bæjarstjórn vísaði þessum dagskrárlið til umfjöllunar í bæjarráði.
Lagðar fram upplýsingar frá Íþrótta- og tómstundafulltrúa, þar sem kemur fram að skipt hefur verið um vír í tæki og ákveðin kennslutæki hafi verið keypt í samráði við kennara.
Niðurstaða athugunar sem óskað var eftir af bæjarráði 17. nóvember 2015 um tækjakost og í framhaldi leigu eða kaupleigu á áhöldum verður kynnt bæjarráði á næsta fundi.
Bókun fundar
Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016
10. fundur ungmennaráðs, 9. desember 2015, mæltist til þess að útbúin yrðu skilti með umgengnisreglum á sparkvöllum Fjallabyggðar og einnig skilti sem banna reykingar á svæðinu.
Bæjarstjórn vísaði þessum dagskrárlið til umfjöllunar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir að fela íþrótta- og tómstundafulltrúa að láta útbúa og setja upp ofangreind skilti. Heildarkostnaður er áætlaður 25 þús.
Bókun fundar
Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016
Lagðar fram upplýsingar um þjónustusamninga.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að gera verðfyrirspurn í þjónustu vegna fjargæslu brunavarna- og öryggiskerfa bæjarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016
Þann 15. október sl. samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar nýjar innritunar- og skráningarreglur fyrir Leikskóla Fjallabyggðar.
Samkvæmt reglunum er boðið upp á leikskólanám fyrir börn frá tveggja ára aldri. Falli það að skipulagi skólastarfs viðkomandi leikskóla, þá hefur yngri börnum verið veitt leikskóladvöl.
Bæjarráð telur rétt að árétta þá undanþágu í innritunarreglum og samþykkir að leggja til eftirfarandi viðbót við innritunarreglur:
"Heimilt er að veita börnum yngri en tveggja ára leikskóladvöl ef það fellur að skipulagi skólastarfs viðkomandi leikskóla".
Þannig er framkvæmdin sú sama og verið hefur frá árinu 2007 en fyrirhugað er að endurskoða innritunarreglur Leikskóla Fjallabyggðar að nýju næsta haust.
Bókun fundar
Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016
Á 425. fundi bæjarráðs, 22. desember 2015, var tekið til umfjöllunar erindi framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands um endurnýjun samnings til þriggja ára eða til ársloka 2018.
Bæjarráð samþykkti að óska eftir því að framkvæmdastjóri MN kæmi á fund bæjarráðs og kynnti verkefni og starfsemi.
Á fund bæjarráðs kom Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og kynnti verkefni og starfsemi.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun samnings við Markaðsstofu Norðurlands.
Bókun fundar
Til máls tóku Gunnar I. Birgisson, S. Guðrún Hauksdóttir og Kristinn Kristjánsson.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum, endurnýjun samnings við Markaðsstofu Norðurlands.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um húsaleigulög (réttarstaða leigjenda og leigusala), 399. mál.
Markmið frumvarpsins er að auka réttaröryggi leigjenda og skapa betri umgjörð um samskipti leigusala og leigutaka.
Meðal breytinga sem frumvarpið felur í sér eru:
Skilyrði um brunavarnir.
Skýrari ákvæði um úrræði sem leigjandi getur gripið til þegar ástand leiguhúsnæðis er ófullnægjandi.
Breytt ákvæði um uppsagnarfrest leigusamnings.
Ákvæði sem tryggja eiga leigjendum sama rétt og eigendum íbúðarhúsnæðis ef húsnæði er selt nauðungarsölu.
Aukið hlutverk kærunefndar húsamála.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög), 407. mál.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almennar íbúðir (heildarlög), 435. mál.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016
Fundargerð frá 29. desember 2015, lögð fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 5. janúar 2016
Lögð fram til kynningar fundargerðir stjórnar Eyþings frá 275. fundi, 8. desember 2015.
Bókun fundar
Afgreiðsla 426. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.