Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016

Málsnúmer 1601004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 126. fundur - 20.01.2016

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Í framhaldi af ósk bæjarráðs frá 17. nóvember, var á 423. fundi bæjarráðs, 3. desember s.l. lagður fram listi yfir það sem talið er að bráðvanti að endurnýja í tækjakosti í líkamsrækt.
    Bæjarráð fól íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna með möguleika á tækjaleigu.

    Á fund bæjarráðs kom íþrótta- og tómstundafulltrúi, Haukur Sigurðsson og kynnti niðurstöðu könnunar.

    Bæjarráð óskar eftir að íþrótta- og tómstundafulltrúi kanni með verð í tækjakaup frá fleiri aðilum en fram hafa komið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til desember 2015.

    Niðurstaðan fyrir heildina er 1.041,1 m.kr. sem er 99,1% af áætlun tímabilsins sem var 1.050,3 m.kr.
    Upphafsáætlun ársins var 1.013,1 m. kr.
    Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 27,9 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 37,2 m.kr.
    Nettóniðurstaða er því 9,3 m.kr. undir áætlun tímabilsins.

    Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lokið við gerð kjarasamninga við meirihluta stéttarfélaga starfsmanna sveitarfélaga.
    Ósamið er við nokkur stéttarfélög m.a. BHM félög, slökkviliðsmenn, sjúkraliða og tónskólakennara.

    Samhliða launayfirliti tímabils, voru lagðar fram tölulegar upplýsingar launadeildar fyrir 2015.

    Þar kemur m.a. fram að :
    Útgefnir launamiðar eru 373
    Konur

    220

    59%
    Karlar

    153

    41%

    Aldursskipting starfsmanna 2015
    18 ára og yngri, 40 11%
    19-30 ára, 89 24%
    31-40 ára, 53 14%
    41-60 ára, 155 42%
    61 ára og eldri, 56 15%






    Heildarlaun starfsmanna 2015
    lægri en 2,4 millj., 234 63%
    frá 2,4 millj. til 4,8 millj., 68 18%
    yfir 4,8 millj., 71 19%
    Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Lögð fram uppfærð erindisbréf nefnda í tengslum við breytt skipurit Fjallabyggðar frá 1. janúar 2016.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu með áorðnum breytingum til umræðu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Lögð fram uppfærð erindisbréf nefnda í tengslum við breytt skipurit Fjallabyggðar frá 1. janúar 2016.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að erindisbréfi Atvinnumálanefndar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að erindisbréfi Fræðslu- og frístundanefndar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að erindisbréfi Markaðs- og menningarnefndar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að erindisbréfi Félagsmálanefndar með áorðnum breytingum.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að erindisbréfi Skipulags- og umhverfisnefndar með áorðnum breytingum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 21. aðalfundur Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja verður haldinn 19. febrúar 2016 kl. 10:30 í Reykjavík. Ársfundur samtakanna verður haldinn sama dag og hefst kl. 13:00.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 6. janúar 2016, er varðar umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Háveg 5, Siglufirði, til sölu gistingar og/eða veitingu veitinga.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 6. janúar 2016, er varðar umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Hlíðarveg 1, Siglufirði, til sölu gistingar og/eða veitingu veitinga.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 6. janúar 2016, er varðar umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis til sölu gistingar að Tröllakoti, 625 Ólafsfirði.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Helgina 5.-7. febrúar verður haldið bikarmót í alpagreinum 12-13 ára og 14-15 ára á skíðasvæðinu í Tindaöxl í Ólafsfirði og í Böggvisstaðafjalli á Dalvík. Um 140 keppendur eru skráðir til leiks.

    Á sunnudeginum verður svigmótið í Tindaöxlinni í Ólafsfirði.
    Í erindi mótanefndar Skíðafélags Ólafsfjarðar, dagsett 15. janúar 2016 er lögð fram beiðni um að bæjarfélagið bæti salernisaðstöðu á skíðasvæðinu um mótshelgina.

    Bæjarráð samþykkir erindið.

    Færist af fjárhagslið 06810-9291 sem styrkur til Skíðafélags Ólafsfjarðar vegna salernisaðstöðu kr. 32.000.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum styrk til Skíðafélgs Ólafsfjarðar vegna bikarmóts.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Tekið fyrir erindi Þóris Kr. Þórissonar dagsett 4. janúar 2016, þar sem komið er á framfæri athugasemdum við hækkun álagningar fasteignagjalda á fasteignina að Hlíðarvegi 1 Siglufirði.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að taka upp tímabilsálagningu fasteignagjalda vegna gististarfsemi á þessu ári.
    Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Í vetur er starfræktur Landnemaskóli í Fjallabyggð, fyrir innflytjendur sem hafa nokkurn grunn í íslensku og er markmið skólans að auðvelda nemendum aðlögun að íslenskum vinnumarkaði og samfélagi.

    Skólinn er á vegum Símey í samstarfi við Fjallabyggð. Nemendur Landnemaskólans nú í vetur eru níu talsins, fimm íbúar á Siglufirði og fjórir frá Ólafsfirði.

    Kennslan í Landnemaskólanum samanstendur af íslensku, nytsamri samfélagsfræði, upplýsingatækni, sjálfsstyrkingu og gerð færnimöppu og fer fram í húsnæði Fjallabyggðar. Samfélagsfræðikennslan er hugsuð þannig að nemendur fái góða innsýn í stofnanir og fyrirtæki í heimabyggð með heimsóknum og kynningu á því helsta sem er í boði fyrir íbúana.

    Í erindi verkefnisstjóra, dagsett 11. janúar 2016, er kannað hvort Fjallabyggð sjái sér fært að bjóða nemendum í heimsókn og kynna fyrir þjónustuna sem bæjarfélagið hefur upp á að bjóða.

    Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu deildarstjóra fræðslu- frístunda og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 428. fundur - 19. janúar 2016 Lagt fram til kynningar bréf Skáksambands Íslands um Skákdag Íslands sem haldinn verður um land allt 26. janúar nk. Kjörorð skákdagins og einkunnarorð skákhreyfingarinnar er: Við erum ein fjölskylda.
    Með þeim er undirstrikað að allir geta teflt, óháð kyni, aldri eða líkamsburðum.
    Sveitarfélög eru hvött til að skipuleggja skákviðburði þennan dag.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra úrvinnslu erindis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar bæjarráðs staðfest á 126. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.