-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021.
Lagt fram til kynningar vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 17.03.2021 þar sem fram kemur að vatnstjón varð í golfskálanum í Skeggjabrekku mánudaginn 15.03.2021. Tjónamatsmaður hefur komið en tjónið verður metið endanlega í þessari viku.
Bókun fundar
Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021.
Lögð fram til kynningar svör deildarstjóra tæknideildar, dags 16.03.2021 við spurningum starfshóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um börn og samgöngur sem tengist fyrirhugaðri uppfærslu á samgönguáætlun.
Bókun fundar
Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021.
Lagt fram erindi Fjársýslu ríkisins, dags. 15.03.2021 er varðar uppgjör frestunar staðgreiðslu vegna ársins 2020.
Endurgreiðsla Fjallabyggðar er kr. 19.150.961.- sem greiðist í þremur jöfnum greiðslum í mars, apríl og maí.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 10/2021 við fjárhagsáætlun 2021 kr. 19.150.961.- við deild 00010 og lykil 0021 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021.
Lögð fram drög að samningi Norðurár bs. og Flokkunar Eyjafjarðar um urðun úrgangs til 31.12.2030. Einnig lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Flokkunar Eyjafjarðar frá 28.08.2021 og fundargerð aðalfundar Flokkunar Eyjafjarðar frá 16.03.2021.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021.
Lagt fram erindi Samtaka iðnaðarins, dags. 15.03.2021 þar sem skorað er á sveitarfélög að endurákvarða álagningu stöðuleyfisgjalda í kjölfar úrskurða úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 28/2020 og 34/2020 og leiðbeininga Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem fyrst voru gefnar út árið 2017.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021.
Lagt fram erindi Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, dags. 17.03.2021 þar sem óskað er eftir afslætti í sundlaugar í Fjallabyggð fyrir þátttakendur (listamenn og aðstoðarfólk) á listahátíðinni Leysingar sem Alþýðuhúsið stendur fyrir dagana 2. - 4. apríl nk.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við því að veita afslátt í sundlaugar í Fjallabyggð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021.
Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17.03.2021 þar sem fram kemur að landsþingi sem vera átti 26. mars nk. hefur verið frestað fram í maí.
Bókun fundar
Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021.
Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17.03.2021 þar sem fram kemur að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur sett reglugerð með nýjum og breyttum ákvæðum um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs.
Meginmarkmið nýrrar reglugerðar er að veita auknum stuðningi til sveitarfélaga vegna úrbóta sem gerðar eru í aðgengismálum fatlaðs fólks. Sérstaklega er kveðið á um að Fasteignasjóði sé heimilt, á árunum 2021 og 2022, að úthluta samtals 363 m.kr. í sérstök framlög til:
Úrbóta á aðgengi fatlaðs fólks að byggingum í eigu sveitarfélaga eða þar sem um er að ræða byggingar í eigu annarra aðila en sveitarfélaga þar sem um samvinnuverkefni sveitarfélaga og einkaaðila er að ræða.
Úrbóta þannig að biðstöðvar almenningssamgangna séu aðgengilegar öllu fötluðu fólki, svo og útivistarsvæði og almenningsgarðar.
Úrbóta sem lúta að viðeigandi aðlögun á vinnustöðum fatlaðs fólks, sem starfræktir eru skv. 2. mgr. 24. gr. laga nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Umsóknir um þessi sérstöku framlög, árin 2021 og 2022, skulu berast Jöfnunarsjóði ásamt fullnægjandi gögnum eigi síðar en 31. desember 2022. Jöfnunarsjóður tekur afstöðu til umsókna eftir því sem þær berast og gerir tillögu til ráðherra um úthlutanir að fenginni umsögn ráðgjafarnefndar sjóðsins.
Eins og gildir um önnur framlög Jöfnunarsjóðs eru sveitarfélögin umsækjendur og viðtakendur framlaga. Eðlilegt er að sveitarfélög sem starfa saman á vettvangi þjónustusvæða í málefnum fatlaðs fólks hafi samráð sín á milli varðandi umsóknir til þess að tryggja jafnræði íbúa.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra félagsmáladeildar og felur deildarstjóra að fá fram sjónarmið Dalvíkurbyggðar til þess hvort sækja eigi um styrk til að bæta aðgengismál á þjónustusvæðinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021.
Lagt fram erindi H- listans, dags. 19.03.2021 þar sem óskað er eftir því að bæjarstjóra verði falið að senda formlegt erindi til Landhelgisgæslunnar, dómsmálaráðherra, menntamálaráðherra og forsætisráðherra þar sem þeirri hugmynd verði komið á framfæri að varðskipið Týr fái framtíðarhöfn í Ólafsfirði þar sem það yrði gert að safni. Einnig yrði hægt að vera með leiðsögn um skipið. Forsenda þess að farið yrði í að skoða málið er að fjármunir frá hinu opinbera fylgdu verkefninu. Þá er talið að sveitarfélagið eigi að hafa forgöngu um að kanna málið formlega, enda reiknað með að Fjallabyggð bjóði frítt legupláss fyrir skipið.
Meirihluti bæjarráðs leggur til að bæjarráð hafni þeirri málaleitan H-lista að bæjarstjóra verði falið að hafa, f.h. sveitarfélagsins, formlegt frumkvæði að því að leita annars vegar eftir því að varðskipinu Tý verði fundinn framtíðar legustaður í Ólafsfjarðarhöfn og skipið gert að safni og hins vegar að sækjast eftir fjárhagslegum stuðningi ríkissjóðs til undirbúnings og framtíðarrekstrar umrædds safns og skips. Einnig samþykkir meirihluti bæjarráðs að beina því til hafnarstjórnar að ef, á einhverjum tímapunkti, fram kemur útfærð og fjármögnuð hugmynd um varðveislu skipsins og uppsetningu safns í Ólafsfjarðarhöfn að þá verði horft til þess að styrkja verkefnið með fjárhæð sem nemur viðlegugjöldum.
Framlögð tillaga samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar H-listans.
Bókun meirihluta vegna málsins: Um leið og hugmynd H-listans er góðra gjalda verð þá eru á málinu þessháttar meinbugir að ekki er nokkur leið fyrir meirihluta bæjarráðs að samþykkja erindið. Meirihlutanum er t.d. algjörlega hulið hvernig H-listinn hefur hugsað sér framhaldið ef svo vill til að skip og nægjanlegt fjármagn fengist frá ríkisvaldinu. Hvergi í erindi H-listans er þess getið hver hugsanlega muni hafa forgöngu um verkefnið né er í erindinu leitast við að varpa ljósi á það hvort mögulega einhver, félagasamtök eða einkaaðilar, sjái sér hag í rekstri skips og safns. Því er erfitt að ráða annað af erindinu en H-listinn horfi til þess að sveitarfélagið muni með beinum hætti koma að aðstöðusköpun og framtíðarrekstri skipsins sem og safnsins sem H-listinn sér fyrir sér að í skipinu verði. Þessháttar opnar ávísanir getur meirihluti bæjarráðs ekki tekið þátt í að samþykkja.
Bókun fundar
Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Tómas Atli Einarsson og Elías Pétursson.
Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021.
Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 15.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 (beiting nauðungar), 563. mál
Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 16.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál.
Lagt fram til kynningar erindi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 16.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál.
Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 16.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframaleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað (áfengisgjald, sala áfengis á framleiðslustað), 495. Mál
Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 16.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, 585. Mál
Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 18.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi), 602. mál
Bókun fundar
Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 689. fundur - 23. mars 2021.
Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
17. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags frá 17.03.2021.
26. fundar Stjórnar Hornbrekku frá 19.03.2021.
Bókun fundar
Afgreiðsla 689. fundar bæjarráðs staðfest á 200. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
Grunnskóli Fjallabyggðar óskar eftir að vinnufyrirkomulag starfsmanna grunnskólans verði tekið upp aftur í ágúst og að núverandi fyrirkomulag gildi til 1. ágúst.
Bæjarstjórn samþykkir óbreytt fyrirkomulag vegna styttingar vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki í öllum stofnunum sveitarfélagsins ásamt og að vinnufyrirkomulag starfsmanna grunnskólans gildi til 1. ágúst í samræmi við ósk Grunnskóla Fjallabyggðar þar um.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.