Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

267. fundur 09. apríl 2021 kl. 14:00 - 15:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1408028Vakta málsnúmer

Lagt fram svar Skipulagsstofnunar vegna athugunar fyrir auglýsingu Aðalskipulags Fjallabyggðar 2020-2032. Einnig lögð fram leiðrétt tillaga þar sem brugðist er við ábendingum og athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Nefndin tók afstöðu til nokkurra þátta varðandi ábendingar Skipulagsstofnunar og leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 15:15.