Bæjarstjórn Fjallabyggðar

74. fundur 08. febrúar 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
  • Ingvar Erlingsson Forseti
  • Bjarkey Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
  • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varabæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 243. fundur - 17. janúar 2012

Málsnúmer 1201006FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 243. fundur - 17. janúar 2012
    Heildartekjur SSNV er varðar málefni fatlaðra munu nema í heild um 500 m.kr. og þar af munu greiðslur frá sveitarfélögunum beint nema 74 m.kr. á árinu 2012. Framlag Jöfnunarsjóðs nemur því um 426 m.kr.
    Hlutur Fjallabyggðar er um 15 m.kr. eða 1.254.947 á mánuði.
    Með yfirtöku sveitarfélaga á málaflokknum hækkaði álagningarstofn útsvars um 1.2 prósentustig. Þannig renna 0.25 prósentustig beint til bæjarfélagsins, en 0.95 prósentustig renna til Jöfnunarsjóðsins og þaðan til Byggðasamlagsins.
    Heildarkostnaður Byggðasamlagsins vegna málefna fatlaðra í Fjallabyggð er áætlaður um 91 m.kr.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 243. fundur - 17. janúar 2012
    Lagt fram bréf bæjarstjóra er varðar meindýraeyðingu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 243. fundur - 17. janúar 2012

    Lögð fram bréf frá Árna Helgasyni f.h. Útgerðar ehf. og Frey S. Gunnlaugssyni f.h. Útgerðarfélagsins Nesins ehf.

    Bréfritarar óska eftir því að reglum um úthlutun á byggðakvóta verði breytt líkt og óskað var eftir á síðasta ári.

    Einnig var lagt fram bréf frá Smábátafélaginu Skalla undirritað af Sverri Sveinssyni.

    Ólafur Helgi Marteinsson vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.

    Bæjarráð leggur áherslu á að byggðakvóti sé unnin í Fjallabyggð og hvetur útgerðaraðila til að standa vörð um  það sjónarmið bæjarráðs. Því mun bæjarráð ekki leggja til við bæjarstjórn breytingar í þá veru sem fram koma í óskum smábátafélagsins Skalla.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir  breytingu á 4.gr. og 6.gr. reglugerðar nr.1182 frá 21. desember 2011 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2011/2012. Verði orðalagi breytt þannig að í stað orðsins byggðarlags í  1. mgr. 4 gr.  komi orðið sveitarfélags, og í 1 mgr. 6. gr. komi orðið sveitarfélagsins í stað byggðarlags.

    Greinarnar verða þá svohljóðandi;

    4. gr.

    Viðmiðanir um úthlutun aflamarks til einstakra fiskiskipa.

    Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2010 til 31. ágúst 2011. Komi minna en 100 þorskígildiskíló í hlut fiskiskips samkvæmt framangreindum reglum fellur hlutur til þess niður og skiptist hlutur þess milli annarra fiskiskipa frá sama byggðarlagi sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun í samræmi við skiptingu samkvæmt úthlutunarreglum.

    Afli af fiskiskipum sem landað er í byggðarlagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi byggðarlags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

    Réttindi til úthlutunar fylgja skipi, nema ef eigandi eða leigutaki fiskiskips, sbr. 1. gr. hefur endurnýjað fiskiskip sitt á því viðmiðunartímabili sem fram kemur í 1. mgr. og flutt aflahlutdeildir af eldra skipinu yfir á endurnýjaða skipið getur hann í umsókn sinni óskað eftir að við úthlutun aflamarks skv. 1. mgr. sé tekið tillit til landaðs afla eldra skips umsækjanda í sömu hlutföllum og nemur þeim aflahlutdeildum sem hafa verið fluttar milli skipanna.

    Ef fiskiskip er endurnýjað eftir að skipting aflamarks hefur farið fram samkvæmt 1. mgr. en áður en uppfyllt hafa verið skilyrði samkvæmt 6. gr. er heimilt að óska eftir að flytja rétt til úthlutunar aflamarks af eldra skipinu yfir á endurnýjaða skipið, enda hafi verið gerður fyrirvari þess efnis í kaupsamningi eða afsali, hafi skip verið selt á því tímamarki.

    6. gr.

    Löndun til vinnslu.

    Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan hlutaðeigandi sveitarfélags á tímabilinu frá 1. september 2011 til 31. ágúst 2012 afla sem nemur, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari og skal úthlutun til þeirra ekki fara fram nema að því leyti sem það skilyrði er uppfyllt skv. vigtunar- og ráðstöfunarskýrslum sem borist hafa Fiskistofu. Miða skal við allar botnfiskaflategundir sem gefinn hefur verið út þorskígildisstuðull fyrir. Einnig er það skilyrði fyrir úthlutun að ekki hafi verið flutt meira aflamark í þorskígildum talið á fiskveiðiárinu 2011/2012 frá viðkomandi fiskiskipum en flutt hefur verið til þeirra þegar afhending aflamarks á sér stað. Afla sem boðinn er upp á fiskmarkaði telst ekki hafa verið landað til vinnslu samkvæmt þessari grein. Þá er einungis heimilt að meta til viðmiðunar samkvæmt þessari grein landaðan afla sem ekki hefur áður verið metinn til úthlutunar byggðakvóta.

    Með vinnslu skv. 1. mgr. er átt við flökun, flatningu, frystingu eða herslu.

    Ef eigandi eða leigutaki fiskiskips, sbr. 1. gr. hefur endurnýjað fiskiskip sitt eftir að lokið er því viðmiðunartímabili sem fram kemur í 1. mgr. 4. gr. en áður en uppfyllt hafa verið skilyrði samkvæmt þessari grein og eftirstöðvar á rétti til úthlutunar skv. 5. mgr. 4. gr. verið flutt af eldra skipinu yfir á endurnýjaða skipið, sbr. 3. mgr. 4. gr., skal við mat á hvort uppfyllt eru skilyrði samkvæmt þessari grein einnig heimilt að miða við landaðan afla beggja skipanna í viðkomandi byggðarlagi.

    Fiskistofu er heimilt, að fengnu samþykki ráðuneytisins, að afhenda aflamark fiskiskips útá afla annars skips í eigu eða leigu sama lögaðila. Jafnframt er heimilt, að fengnu samþykki ráðuneytisins, að flytja rétt til úthlutunar aflamarks milli skipa í eigu eða leigu sama lögaðila.

    Ráðherra er heimilt, að fengnum rökstuddum tillögum sveitarstjórnar, að víkja frá ákvæðum þessarar greinar enda sé það gert á grundvelli málefnalegra og staðbundinna ástæðna. Um málsmeðferð og staðfestingu tillagna sveitarstjórna samkvæmt þessari grein skulu gilda ákvæði 3. gr.

    Fiskistofu er heimilt samkvæmt beiðni útgerðaraðila að úthluta aflamarki fyrir fiskveiðiárið í fimm áföngum, 1/5 hverju sinni enda séu skilyrði um landað magn til vinnslu samkvæmt ákvæðum þessarar greinar uppfyllt í sama hlutfalli á sama tíma. Hafi skilyrði fyrir úthlutun aflamarks til einstakra fiskiskipa á grundvelli reglugerðar þessarar ekki verið uppfyllt að fullu í lok þess tímabils sem fram kemur í 1. mgr. þessarar greinar, fellur niður réttur til aflamarks í hlutfalli við það sem upp á vantar að skilyrði séu uppfyllt. Takist ekki að úthluta öllu aflamarki viðkomandi skips fyrir lok fiskveiðiársins er Fiskistofu heimilt að úthluta áunnu aflamarki fiskveiðiársins 2011/2012 á fiskveiðiárinu sem hefst 1. september 2012, enda hafi viðkomandi skip ekki flutt meira aflamark frá skipinu en til þess í lok fiskveiðiársins á undan.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson og Ólafur H. Marteinsson.<BR>Afgreiðsla 243. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV><DIV>Ólafur H. Marteinsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 243. fundur - 17. janúar 2012
    Lagt fram til kynningar upplýsingar um greiðslu Fjallabyggðar vegna þjónustu Flokkunar Eyjafjarðar ehf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 243. fundur - 17. janúar 2012
    Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra og bæjarstjóra er varðar hugsanlega skerðingu á þjónustu í heimahjúkrun á vegum HSF.
    Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 243. fundur - 17. janúar 2012
    Lánayfirlit frá Lánasjóði sveitarfélaga lagt fram til kynningar.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 243. fundur - 17. janúar 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 243. fundur - 17. janúar 2012
    Fundargerð lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 244. fundur - 31. janúar 2012

Málsnúmer 1201011FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Lögð fram beiðni um stuðning við forvarnarstarf SAMAN - hópsins fyrir árið 2012. Um er að ræða samstarfsverkefni félagasamtaka og sveitarfélaga um forvarnir og velferð barna.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð kr. 10.000.- til verkefnisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Lögð fram tvö bréf. Hið fyrra er dagsett 9. janúar og er undirritað af forstöðumanni Bóka og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar og er umbeðið álit til bæjarráðs á "hugleiðingum um bókakaffi og upplýsingamiðstöð í Ólafsfirði"
    Í niðurlagi bréfsins kemur fram það álit forstöðumannsins til bæjarráðs að ráðlegt sé að leita annarra leiða til að leysa húsnæðisvanda bókasafnsins í Ólafsfirði, áður en farið er í nánari útfærslu á þeim hugmyndum sem fram koma í áliti þessu.
    Síðara bréfið er dagsett 30. janúar og er undirritað af fyrirspyrjendum og eigendum að Strandgötu 2 í Ólafsfirði.
    Bréfritari fer yfir umbeðið álit, en leggur í lok bréfsins áherslu á jákvæð viðbrögð og þá von að aðilar setjist niður og ræði málin frekar.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra hugmyndina ásamt hlutaðeigandi starfsmönnum Fjallabyggðar og eigendum Strandgötu 2.
    Bjarkey vék af fundi undir þessum lið.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV><DIV>Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Á 208. fundi bæjarráðs þann 29.03.2011 voru gerðar breytingar á innkaupareglum bæjarfélagsins. Bæjarstjóri lagði fram innkaupareglur frá Garðabæ til skoðunar og yfirferðar og benti á að í þeim reglum væri ýmislegt sem betur mætti fara í núgildandi innkaupareglum Fjallabyggðar.
    Bæjarráð óskar eftir tillögu frá bæjarstjóra að breytingum fyrir næsta fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Lögð fram beiðni um styrk við verkefnið Skólahreysti á árinu 2012. Um er að ræða verkefni til að auka hreyfingu unglinga og barna, að gera heilbrigðan og góðan lífstíl eftirsóknarverðan. Sótt er um styrk að upphæð kr. 50.000.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð kr. 10.000 til verkefnisins að þessu sinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Þann 26. október 2011 sótti formaður Golfklúbbs Ólafsfjarðar um leyfi til breytinga á umræddum velli í samræmi við teikningar af svæði því sem Golfklúbburinn hefur fengið úthlutað.
    Skipulags- og umhverfisnefnd afgreiddi erindið á 125. fundi sínum þann 16. nóvember 2011.
    Bæjarráð hefur nú fengið staðfest að deiliskipulag vallarins er innan marka aðalskipulagsins og leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði staðfest.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá afnotasamningi við Golfklúbbinn og leggja fram til samþykktar hið fyrsta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Embætti sýslumannsins á Siglufirði hefur borist umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Gistihúsið Hvanneyri í samræmi við 13. gr. sbr. 21.gr. laga nr. 85/2007. Embættið kallar eftir upplýsingum um hvort einhverjar athugasemdir séu gerðar við að rekstrarleyfið verði endurnýjað.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Bæjarstjóri lagði fram tölvupóst frá framkvæmdarstjóra Eyþings, þar sem hann kannar hvort Fjallabyggð sé tilbúin til að auka hlutafé sitt í Vaðlaheiðargöngum.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Fjallabyggð taki þátt í hlutafjáraukningu Vaðlaheiðaganga ásamt ríkinu og öðum sveitarfélögum á svæðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Bæjarstjóri lagði fram núverandi samning um ráðgjöf vegna snjóflóðaeftirlits á skíðasvæði Siglfirðinga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 11. janúar 2012, þar sem gerðar eru athugasemdir við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykki deiliskipulagsins við Snorragötu í B-deild Stjórnartíðinda, þar sem ekki liggur fyrir aðgerðaráætlun um aðgerðir sveitarstjórnar varðandi byggingu hótels á svæði A og B, skv. 18. og 19. gr. reglugerðar um hættumat.
    Bæjarstjóri upplýsti að hann hefði strax haft samband við Umhverfisráðuneytið og að verið sé að vinna umrædda aðgerðaráætlun í samræmi við áætlanir um ofanflóðavarnir. Fyrstu drög liggja nú fyrir og verða ræddar á næsta fundi skipulags- og umhverfisnefndar.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma umræddum framkvæmdum, í samstarfi við Ofanflóðasjóð, af stað strax þannig að undirbúningur geti farið fram á árinu 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Lögð fram til kynningar greinargerð á íslensku og þýðingu á því efni yfir á ensku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Málþingið verður haldið á Akureyri 10. febrúar 2012 frá kl. 11.00 til 15.30 og eru sveitarstjórnarmenn hvattir til að taka þátt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 19. janúar 2012

Málsnúmer 1201004FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 19. janúar 2012
    Lagðar fram tillögur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð á vegum Fjallabyggðar.  Breytingarnar varða greinar nr. 3, 4, 8, 13 og 14. Félagsmálanefnd samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar félagsmálanefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 19. janúar 2012
    Lögð fram greinargerð um svokallað skynörvunarherbergi í húsnæði Iðju dagvistar. Um er að ræða sérútbúna aðstöðu til að þjálfa og örva heyrn, sjón og snertiskynjun. Fötluðu fólki í Fjallabyggð og nágrenni ásamt fötluðum börnum í grunn- og leikskóla Fjallabyggðar mun standa til boða að nýta sér þessa einstöku þjálfunaraðstöðu. Kostnaður við búnaðinn er að mest leyti fjarmagnaður með áheitafé sem safnaðist þegar Þórir Kristinn Þórisson, fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar hjólaði frá Reykjavík til Siglufjarðar s.l. sumar til styrktar Iðju dagvist fatlaðra.
    Kiwanisklúbburinn Skjöldur á Siglufirði hefur boðist til að taka að sér að koma búnaðinum fyrir.
    Félagsmálanefnd fagnar þessu merka framtaki og vill færa Þóri Kr. Þórissyni bestu þakkir fyrir sitt merka framtak og sömuleiðis eru kiwanismönnum færðar bestu þakkir fyrir aðstoðina. Stefnt er að því að aðstaðan verði komin í gagnið 2. febrúar n.k. á 20 ára afmælisdegi Iðjunnar.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 61. fundar félagsmálanefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 19. janúar 2012

    Lögð fram tillaga að breytingum á matsblaði sem lagt er til grundvallar við forgangsröðun um úthlutun félagslegra leiguíbúða í eigu Fjallabyggðar, sbr. 20. gr. reglna um úthlutun leiguíbúða Fjallabyggðar.
    Félagsmálanefnd samþykkir breytingar á matsblaðinu fyrir sitt leyti.

    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar félagsmálanefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 19. janúar 2012

    Erindi frá Velferðarráðuneytinu þar sem mælt er fyrir um tekju- og eignamörk í samræmi við reglugerð nr. 873/2001. Frá og með 1. janúar 2011 eru uppreiknuð tekju- og eignamörk skv. 23. og 24. gr. reglugerðarinnar eftirfarandi:
    Tekjur fyrir einstakling kr. 3.894.000.
    Tekjur fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu kr. 652.000.
    Tekjur fyrir hjón og sambúðarfólk kr. 5.179.000.
    Eignamörk kr. 4.203.000.

    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar félagsmálanefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 19. janúar 2012

    Erindi frá Velferðarráðuneytinu þar sem er tilkynnt er að uppreiknuð viðmiðunarfjárhæð vegna eignamarka við útreikning húsaleigubóta er kr. 6.383.000. Húsaleigubætur skerðast um 1% af árstekjum umfram 2,25 millj. kr. í stað 2 millj. kr. áður.

    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar félagsmálanefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 19. janúar 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar félagsmálanefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 19. janúar 2012
    Erindi synjað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar félagsmálanefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 19. janúar 2012
    Erindi synjað.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 61. fundar félagsmálanefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 19. janúar 2012
    Samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar félagsmálanefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 19. janúar 2012
    Samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar félagsmálanefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 19. janúar 2012
    Samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar félagsmálanefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 19. janúar 2012
    Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra og bæjarstjóra er varðar hugsanlega skerðingu á þjónustu í heimahjúkrun á vegum HSF.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Þorbjörn Sigurðsson.<BR>Afgreiðsla 61. fundar félagsmálanefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 19. janúar 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 61. fundar félagsmálanefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129. fundur - 19. janúar 2012

Málsnúmer 1201010FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • 4.1 1201047 Búfjárhald
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129



    Hákon Antonsson sækir um leyfi fyrir 3 hesta í eigin húsnæði, Fákafen 11 Siglufirði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 4.2 1201009 Búfjárhald
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129






    Haraldur Björnsson sækir um leyfi fyrir 29 kindur, Óðinn Freyr Rögnvaldsson sækir um leyfi fyrir 29 kindur, Egill Rögnvaldsson sækir um leyfi fyrir 5 kindur og Rögnvaldur Þórðarsson sækir um leyfi fyrir 5 kindur.  Kindurnar eru í húseign Haraldar Björnssonar að Lambafeni 1, Siglufirði.

    Erindi Haraldar Björnssonar, samþykkt. Erindi Egils Rögnvaldssonar, samþykkt. Erindi Óðins Freys Rögnvaldssonar, samþykkt. Erindi Rögnvaldar Þórðarsonar, samþykkt.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 129. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV><DIV>Egill Rögnvaldsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129
    Fyrir hönd húseigenda að Eyrargötu 18 Siglufirði, óskar Eiríkur Arnarsson eftir viðræðum við sveitarfélagið um tjón á umræddri húseign sem talið er að hafi orðið á húseigninni við framkvæmdir á götum í kringum húsið.
    Tæknideild falið að afla upplýsinga varðandi málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 4.4 1201027 Götuheiti Ólafsf.
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129
    Hestamannafélagið Gnýfari leggur til að götur á svæði hestamanna í Ólafsfirði fái nöfnin Brimvellir (fyrir framan núverandi hesthús), Faxavellir (við nýju hesthúsin og reiðskemmu) og Fjárvellir (við hús fyrir frístundabúskap).
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129
    Lagður er fram lóðaleigusamningur og lóðarblað fyrir Tjarnargötu 2, Siglufirði.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129
    Erindi hefur borist frá Skipulagsstofnun varðandi deiliskipulag við Snorragötu þar sem stofnunin gerir athugsemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulag í B- deild Stjórnartíðinda, þar sem ekki liggur fyrir staðfest aðgerðaráætlun um aðgerðir sveitarstjórnar varðandi uppbyggingu hótels á svæðum A og B, skv. 18. og 19. gr. reglugerðar um hættumat og hættumat liggur ekki fyrir á svæði c, þar sem hluti fyrirhugaðs hótels á að rísa.
    Tæknideild falið að gera aðgerðaráætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129
    Fundarboð á 17. aðalfund Samorku lagt fram til kynningar.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129
    Gjaldskrá Moltu ehf., lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 129
    Lagt fram til kynningar erindi frá Umferðarstofu varðandi hálkuvarnir og snjóhreinsun og hvatt til að öryggi allra vegfarendahópa sé sett í öndvegi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 2. febrúar 2012

Málsnúmer 1201012FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 2. febrúar 2012
    Deiliskipulag fyrir Hóls- og Skarðsdal var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 21. október til og með 1. desember 2011.
    Deiliskipulagsvæðið er u.þ.b. 773 ha að stærð og tekur yfir dalbotn Hólsdals og hliðardalinn Skarðsdal.
    Þar er skipulagt útivistarsvæði með skíðasvæði, golfvelli, skógrækt, knattspyrnusvæði, tjaldsvæði, frístundahúsum, þjónustureit o.fl.
    Forsendur skipulagsins er m.a. tillaga að snjóflóðahættumati fyrir svæðið sem er í kynningu.
    Á auglýsingartíma bárust 2 athugasemdir.

    Frá Skógræktarfélagið Siglufjarðar.
    1.  Reitir merktir F1, F2, F3 og F4 frístundahús verði felldir út.
    Ekki kemur til greina að gert verði ráð fyrir frístundahúsum á aðal vinnusvæði og aðkomu að Skógræktinni í Skarðsdal.
    Þar eru fyrir vinnuskúr og áhaldageymsla ásamt snyrtingu fyrir starfsfólk og gesti Skógræktarinnar einnig vinnusvæði og gróðursetningarreitir sem búið er og verið er að gróðursetja í.

    2.  Grænir blettir merktir sem hluti golfvallar þurfa nánari athugunar við bletti sunnan merkts bílastæðis golfvallar eru svæði sem síðastliðin 20-30 ár hafa verið reitir sem skólabörn og skólaárgangar hafa plantað í og ekki verður eyðilagt.
    Svæði sem færi undir bílastæði og golfskála þarf einnig að skoða og hvað af plöntum og landssvæði færi úr skógrækt og hvað þá kæmi í staðinn.

    3.  Svæði sunnan Leyningsár sem golfklúbburinn hefur hug á að fá, er þegar búinn að planta í nokkur þúsund plöntum og er þinglýst með samningi milli Bæjarstjórnar Siglufjarðar og Skógræktarfélags Siglufjarðar og Skógræktarfélags Íslands ásamt samningi um plöntun Landgræðsluplantna.
    Þar þyrfti að taka tillit til hvað færi af trjám undir og hvernig yrði bætt.
    Á þessu svæði eru einnig rústir og minjar fyrri búsetu á svæðinu sem þarf að varðveita.
    Einnig þarf að taka tillit til að þetta sker sundur samfellu í skógræktarsvæðinu.

    4.  Skipulag svæðisins þarf að gera ráð fyrir að starfsfólk skógræktarinnar ásamt gestum fólksvangsins komist um svæðið með tól og tæki bæði til umhirðu og grisjunar ásamt því að njóta þessarar "Perlu Fjallabyggðar".

    5.  Við gerð slóða og vinnuvega um svæðið þarf að passa upp á að hægt sé að komast um ásamt því að ræsi eða brýr séu rétt gerð svo ekki skaði gönguleiðir bleikju eins og nú er með ræsið yfir Leyningsá.

    6.  Skógræktarfélagið vonar að góð samvinna milli aðila geti gert allt svæðið að frábæru útivistarsvæði fyrir íbúa Fjallabyggðar og gesti.
    Allt bætt aðgengi um útivistarsvæðið í Hóls og Skarðsdal ásamt lagfæringum og frágangi á efnisnámum neðan skógræktarinnar er gott mál og ætti að vera dálitíð metnaðarfullt verkefni fyrir sveitarfélagið.
    Skógræktarfélagið bendir á að talsverð umferð er um Hólsdalinn sérstaklega á veiðitíma í Hólsánni svo og berjatímanum í hlíðum fjallanna beggja vegna ásamt hestasporti, göngu og skíðagöngufólki.

    Svar nefndar við athugasemdum Skógræktarfélags Siglufjarðar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar ábendingarnar og svarar athugasemdum lið fyrir lið:

    1.
      
    Nefndin samþykkir athugasemd vegna frísstundahúsa á umráðasvæði Skógræktarinnar og fellst á að byggingarreitir fyrir frístundahús, merktir F1, F2, F3 og F4 verði felldir út af deiliskipulaginu.

    2.
      
    Nefndin þakkar ábendingu vegna grænna bletta og svæðis skilgreint fyrir golfskála og bílastæði og þess að þar eru plöntur með tilfinningalegt gildi. Nefndin tekur undir mikilvægi þess að allt rask á trjáplöntum verði sem allra minnst og að fullt tillit verði tekið til sjónarmiða Skógræktarfélagsins við nánari útfærslur á svæðinu. Nefndin áréttar að framkvæmdaraðilar hagi verklagi þannig að sem allra mest af plöntum sem lenda innan rask svæða verði fluttar til og endur gróðursettar á viðunandi svæðum. Teigar og æfingaflatir sem merktar eru sem grænir fletir verða mótaðir nákvæmlega eftir landslagi á hverjum stað og tillit tekið til núverandi trjálunda.

    3.
      
    Vegna beinna svæða sem þarf að ryðja af plöntum vegna framkvæmda við golfvöll er um að ræða svæði undir brautir (dökk grænar á uppdrætti) sem eru ca. 1,3 ha að flatarmáli. Í jöðrum þeirra er gert ráð fyrir svæðum með villtum gróðri. Á golfvöllum þykir eftirsóknarvert að hafa náttúrulegar hindranir á borð við tré, runna og tjarnir. Við hönnun vallarins verður leitast við að samfelld trjáþekja nái að mótast norðan og sunnan Leyningsár þar sem golfbrautirnar muni teygjast upp eftir hlíðinni í trjáþykkninu. Leitast verði við að flytja sem mest af núverandi trjágróðri sem falla muni undir golfbrautirnar sjálfar og gróðursetja á viðeigandi stöðum innan skipulagssvæðisins og/eða innan sveitarfélagsins. Samningsatriði er hvort og/eða hvernig þær verði bættar og felur nefndin bæjarstjóra að taka upp viðræður við Skógræktarfélagið vegna þessa.
    Fornminjar eru merktar inn á uppdrátt og áhersla á varðveislu þeirra. Í skipulaginu er m.a. lagt til að gamli bæjarhóll Leynings verði gerður betur sýnilegur sem áningarstaður með upplýsingaskilti og bekkjum.

    4.  Í deiliskipulagsáætluninni er gert ráð fyrir 4 metra breiðum uppbyggðum stofnstígum sem þjónusti einnig nauðsynlega þjónustuumferð um svæðið þ.á.m. skógræktarfólks vegna rekstrar skógræktarsvæðisins. Ekki er gert ráð fyrir almennri umferð vélknúinna ökutækja um stígana nema skv. nánari umgengnisreglum sem nefndin setji, svo sem á berjatíma og vegna sérstakra viðburða.

    5.  Nefndin þakkar og styður ábendingu um mikilvægi þess að framkvæmdir á svæðinu trufli ekki aðra umferð. Við gerð deiliskipulagsins var samráð haft við Bjarna Jónsson, fiskifræðing, vegna mótunar á og við Fjarðará og Leyningsár og til að tryggja að tillit sé tekið til hagsmuna tengdum veiðum og þátta varðandi uppeldi og viðhald fiskistofna. Hann mun einnig aðstoða við frekari útfærslu og eftirlit framkvæmda sem gert er ráð fyrir í skipulaginu.

    6.  Nefndin er sammála því að um metnaðarfullt verkefni sé að ræða og vonast til þess að sveitarfélagið ásamt framkvæmdaraðilum geti unnið saman í nánu samstarfi við alla hagsmunaaðila við nánari útfærslu og framkvæmd deiliskipulagsins öllum aðilum og bæjarbúum til hagsbóta.

    Frá Hestamannafélaginu Glæsi.
    * Hestamannafélagið Glæsir á reiðveginn í Hólsdal og samþykkir ekki breytta nýtingu á honum.
    * Það gengur ekki upp að golfkúlur séu slegnar yfir reiðveg.
    * Golfklúbburinn hefur gert athugasemdir ef riðið hefur verið á gömlum slóðum í nálægð golfvallar austan Hólsár sbr. myndskreitt skammarbréf - undarlegt er að þessi sambúð eigi að ganga betur vestan ár.
    * Við höfnum því að tekin séu af beitarhólf.

    Svör nefndarinnar við athugasemdum frá Hestamannafélaginu Glæsi.
    Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar ábendingarnar og svarar athugasemdum lið fyrir lið:

    1.   Nefndin bendir á að markmið deiliskipulagsins er að nýting útivistarsvæðisins sem skipulagið tekur til verði meiri og víðtækari en nú er og fleiri markhópar hafi þar gott aðgengi og möguleika til útivistar. Aðgengi og umferð hestamanna er einnig aukið og bætt með auknum reiðstígum innan svæðisins. Markmið nefndarinnar er að tillit sé tekið til allra þeirra sem um svæðið vilja og þurfa að fara og telur hún að skipulagið uppfylli þau skilyrði.

    2.   Almennar umgengnisreglur í golfi eru á þann veg að ekki er slegið í kúlu ef fólki eða dýrum stafar hætta af högginu. Útfærsla golfvallarins í skipulagsáætluninni er á þann veg að lámarka að golfkúlur séu slegnar yfir reiðveg og jafnframt að í þeim tilfellum sem svo  er að skyggni sé gott þannig að leynd hætta sé ekki til staðar. Hverri golfbraut fylgja nokkrir upphafsteigar en notkun þeirra fer eftir getu hvers einstaklings. Í einstaka tilfellum er slegið af upphafsteigum sem eru staðsettir það aftarlega að slá þarf yfir reið-, tengi- eða aðalstíg. Eingöngu mjög vanir golfarar slá af þessum teigum. Nálægð teiganna við stígana veldur því að högghornið er mjög þröngt, höggskekkja því lítil, auk þess sem auðvelt er að fylgjast með umferð um stígana áður en slegið er. Ætti þetta fyrirkomulag ásamt umgangisreglum því ekki að hafa áhrif á umferð annarra eftir skipulögðu stígakerfi.

    3.   Útivistarsvæði í nálægð þéttbýlis eru takmörkuð í Fjallabyggð og því mikilvægt að góð samnýting geti átt sér stað. Fylgja þarf ákveðnum og skilgreindum umgengnisreglum á svæðum þar sem ólíkir marhópar deila saman svæði. Í skipulaginu er lögð áhersla á að koma til móts við ólíkar þarfir hagsmunahópa og varast að skapa óþarfa árekstra.

    4.   Nefndin er sammála að sveitarfélagið þarf að leitast við að leggja til sambærilegt landsvæði til beitar og það sem fer undir aðra landnotkun samkvæmt skipulaginu. Litið er til m.a. Finnhóla í því tilliti. Í skipulagsáætluninni er gert ráð fyrir að Finnhólar verði nýttir sem tjaldsvæði í framtíðinni en ólíktlegt er að það svæði verði útfært ítarlega í náinni framtíð. Finnhólar geti því orðið tímabundið beitarhólf þar til endanlegra svæði t.d. á uppgræðslusvæðum í Skútudal eru nýtanleg.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Egill Rögnvaldsson.</DIV><DIV>Tillaga bæjarstjóra um að afgreiðslu þessa dagskrárliðar yrði frestað til næsta fundar var samþykkt með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 5.2 1201104 Fiskvinnsla
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 2. febrúar 2012
    Fyrir hönd Betri vara ehf. sækir Svanfríður Halldórsdóttir um leyfi til að hefja tilraunavinnslu í húsi Knolls ehf. að Múlavegi 7, Ólafsfirði.  Um er að ræða samskonar vinnslu á laxi, bleikju og öðrum fiski eins og framkvæmd var í vinnsluhúsinu í Hlíð sem eyðilagðist í bruna 8. janúar 2012.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 130. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 2. febrúar 2012
    Lagður er fram lóðaleigusamningur ásamt lóðarblaði  fyrir Háveg 5, Siglufirði.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 130. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 2. febrúar 2012
    Á fundi nefndarinnar 26.10.2011 var tekið fyrir erindi Katrínar Andersen fyrir hönd Joachims ehf um leyfi til uppsetningar á lyftu og lyftuhúsi á norðurhlið húseignar Aðalgötu 10, Siglufirði.
    Óskað var eftir fullnægjandi teikningum, sem nú hafa borist.
    Erindi samþykkt.  
    Bókun fundar Afgreiðsla 130. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 2. febrúar 2012
    Kristín Úlfsdóttir sækir um leyfi fyrir 3 hesta í eigin hesthúsi við Fákafen 9, Siglufirði.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 130. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV><DIV>Egill Rögnvaldsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.</DIV></DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 2. febrúar 2012
    Jón Árni Konráðsson sækir um byggingarleyfi fyrir vélageymslu og fjárhúsi samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
    Við afgreiðslu þessa liðs vék Jón af fundi.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 130. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 2. febrúar 2012
    Agnar B. Víglundsson  og fjölskylda sækir um leyfi fyrir 45 kindur í fjárhúsi við Hólkot, Ólafsfirði.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 130. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 2. febrúar 2012
    Borist hefur erindi frá Arnari Ingólfssyni eiganda Suðurgötu 58, Siglufirði varðandi vatnsvandamál við húseignina.
    Komið hefur í ljós veruleg aukning bleyti á lóð sunnan við hús, vatn farið að koma í gegnum stuðningsvegg sem er neðan við hús við götuna sem ekki var áður, sami veggur er farinn að hallast inn á við eins og vatnið sé farið að grafa undan veggnum, vatn farið að koma inn um vegg í kjallara útihúss við Háveg 59 sem er nýtilkomið og svo kom í ljós þegar verið var að endurnýja skólplagnir við hús Suðurgötu 58 að mikill vatnselgur var undir grunni á húsi.
    Tæknideild er falið að fá óháðan aðila í samráði við Ofanflóðasjóð til að skoða málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 130. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 2. febrúar 2012
    Breytingar hafa verið gerðar á deiliskipulagstillögu að hesthúsa- og frístundasvæði, Siglufirði þar sem fjárhúsalóðum við Lambafen hefur verið fækkað úr 6 í 3 lóðir og hesthúsalóðum við Faxafen fækkað úr 6 í 4 lóðir.  Gert er ráð fyrir að svæðin sem lóðirnar voru fjarlægðar af verði beitarhólf. 
    Erindi samþykkt og tæknideild falið að senda það til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 130. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 2. febrúar 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Siguður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 130. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>

6.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 30. janúar 2012

Málsnúmer 1201009FVakta málsnúmer

Formaður fræðslunefndar, S. Guðrún Hauksdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • 6.1 1201096 Málefni Tónskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 30. janúar 2012
    Undir þessum lið sátu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar,Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri og Ave Tovison f.h.kennara.
     
    a) Næsta haust mun gjaldskrá Tónskólans hækka um 9%. Einnig munu afsláttareglur breytast.
     
     

    Gjaldskrá Tónskóla Fjallabyggðar 2012-2013

    Heilt nám kr. 48.000 - fyrir veturinn.
    Hálft nám kr. 33.000 - fyrir veturinn.
    Hljómsveitir og hóptímar kr. 28.000 - fyrir veturinn.

    Fullorðnir, heilt nám kr. 58.000 - fyrir veturinn.
    Fullorðnir, hálft nám kr. 45.000 - fyrir veturinn.
    Söngnám á framhaldsstigi  kr. 71.000 - fyrir veturinn.
    Hljóðfæraleiga, kr. 7.000 - fyrir veturinn.

     Skólagjöldum er skipt á fjóra gjalddaga. okt. - des. - feb. - apr.

    Fullorðnir greiða fullt gjald, afsláttur reiknast frá einu barni.
    1. barn greiðir 100%
    2. barn greiðir 80%
    3. barn greiðir 60%
    4. barn greiðir 40%

    Hljóðfæraleiga
    Skólinn leigir út hljóðfæri á sanngjörnu verði og eiga nemendur kost á því að halda þeim í allt að 2 ár. Að þeim tíma liðnum er reiknað með að þeir eignist sín eigin hljóðfæri.

    b) Fjárhagsáætlun 2012.

    Farið yfir liði í fjárhagsáætlun.

    c) Rekstur tölvukerfis og launakostnaður umsjónarmanns.

    Kostnaður vegna tölvuumsjónarmanns skiptist niður á þrjár skólastofnanir.

    d) Skóladagatal og nemendafjöldi vorannar.

    Það styttist í hæfileikakeppni grunnskólans sem tónskólinn mun taka þátt í. Tónskóli Fjallabyggðar fer í vetrarfrí á sama tíma og Grunnskóli Fjallabyggðar. Nemendafjöldi í tónskólanum er nú 147 talsins. Píanó, söng og gítarnám er vinsælast. Prófavikan er í lok mars. Vortónleikar eru í apríl.

    e) Húsnæðismál Tónskóla Fjallabyggðar í Tjarnarborg.

    Skólastjórar lögðu fram teikningar af framtíðarhúsnæði Tónskóla Fjallabyggðar í Tjarnarborg, Ólafsfirði.

    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar fræðslunefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.2 1201039 Beiðni um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 30. janúar 2012
    Umsókn hefur borist um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags. Fræðslunefnd samþykkir umsóknina til 1. júní og minnir á að sækja þarf aftur um leikskóladvöl næsta sumar fyrir næsta skólaár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar fræðslunefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.3 1201038 Endurskoðun og samanburður launa og ræstingasamninga á Leikskálum og Leikhólum
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 30. janúar 2012
    Fræðslunefnd hefur óskað eftir endurskoðun launa- og ræstingasamninga á Leikskálum og Leikhólum. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að afla nánari gagna varðandi ræstingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar fræðslunefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.4 1201068 Endurskoðun Securitas þjónustasamninga vegna leikskólans
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 30. janúar 2012
    Fræðslu-og menningarfulltrúi hefur, að ósk fræðslunefndar skoðað þjónustusamninga um brunaviðvörunarkerfi og innbrotaviðvörunarkerfi vegna Leikskóla Fjallabyggðar. Fræðslunefnd óskar eftir frekari upplýsingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar fræðslunefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.5 1201057 Skólavogin - nýtt matskerfi í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 30. janúar 2012
    Samband íslenskra sveitarfélaga og Skólapúlsinn hafa gert með sér samstarfssamning til að vinna sameiginlega að uppbyggingu verkefnisins ,,Skólavogin". Skólavogin auðveldar framkvæmd ytra mats í grunnskólum og fer af stað næsta haust. Markmiðið er að gefa sveitarstjórnum og skólastjórnendum möguleika á að fylgjast kerfisbundið með þróun ýmissa þátta í skólastarfinu. Skólavogin byggir á þremur megin stoðum. Þær eru sem hér segir:
    a) Námsárangur nemenda
    b) Lykiltölur er varða rekstur grunnskólans svo sem rekstrarkostnaður á hvern nemanda
    c) Viðhorf nemenda, foreldra og starfsmanna gagnvart skólastarfinu
     
    Kostnaður fyrir Fjallabyggð er á bilinu 489.000 kr.-589.000 á árinu 2012-2013. Þar sem ekki var gert ráð fyrir fjármagni í verkefnið árið 2012 verður ákvörðun tekin við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 72. fundar fræðslunefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 6.6 1201028 Reglur um skólaakstur í Fjallabyggð
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 30. janúar 2012
    Fræðslunefnd fór yfir drög að reglum um skólaakstur í Fjallabyggð. Nefndin kom með ábendingar og fræðslu- og menningarfulltrúa falið að setja breytingar inn í reglurnar.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 72. fundar fræðslunefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 6.7 1201066 Verklagsreglur milli skólaráðs grunnskólans / foreldraráðs leikskólans, skólastjóra, fræðslufulltrúa og fræðslunefndar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 30. janúar 2012
    Skýra þarf betur verklagsreglur milli foreldraráðs leikskólans / skólaráðs grunnskólans, skólastjóra, fræðslu- og menningarfulltrúa og fræðslunefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar fræðslunefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 6.8 1201094 Foreldrafundur Grunnskóla Fjallabyggðar með skólaráði, fræðslunefnd, fræðslufulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 30. janúar 2012
    Aðalfundur foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar verður haldinn 14. febrúar nk. Skólastjóri hefur óskað eftir ýmsum aðilum skólasamfélagsins, s.s. skólaráði, fræðslunefnd, fræðslu- og menningarfulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa. Fræðslu- og menningarfulltrúi mun kynna nýja Aðalnámskrá grunnskóla og íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir vinnu við forvarnarstefnu Fjallabyggðar. Fræðslunefnd verður með kynningu á stækkun húsnæðis Grunnskóla Fjallabyggðar. Fræðslunefnd hvetur foreldra /forráðamenn til að mæta á fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar fræðslunefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

7.Menningarnefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 1. febrúar 2012

Málsnúmer 1201008FVakta málsnúmer

Formaður menningarnefndar, Bjarkey Gunnarsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • 7.1 1201037 Fyrirspurn vegna hljóðfærasafns
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 1. febrúar 2012
    Gunnar Tryggvason f.h. Tónmunaseturs á Akureyri hafði samband við fræðslu- og menningarfulltrúa til að kanna áhuga á að Fjallabyggð tæki um 200 hljóðfæri í eigu setursins til geymslu og sýningar í Fjallabyggð og kæmi þannig á stofn hljóðfærasafni. Taldi Gunnar að það yrði góð viðbót við hin fjölmörgu söfn sem fyrir eru í Fjallabyggð. Menningarnefnd þakkar Gunnari boðið en telur sér ekki fært að verða við þessari beiðni þar sem ekkert hentugt húsnæði er til staðar í Fjallabyggð undir slíka safnmuni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar menningarnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 7.2 1201006 Reitir - Alþjóðlegt samstarfsverkefni skapandi fólks á Siglufirði
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 1. febrúar 2012
    Reitir er alþjóðlegt samstarfsverkefni skapandi fólks sem fyrirhugað er að halda á Siglufirði næsta sumar, dagana 20.-31. júlí. Ætlunin er að verkefnið verði árlegt og þróist í samráði við bæjarbúa og bæjaryfirvöld. Þeir sem standa að verkefninu eru Arnar Ómarsson og Ari Marteinsson og einnig mun Aðalheiður S. Eysteinsdóttir listamaður og eigandi Alþýðuhússins á Siglufirði koma að verkefninu. Lögð er áhersla á fjölbreytni starfsgreina og koma þátttakendur víða að, allt frá Kína til nágranna okkar í Skandinavíu. Menningarnefnd fagnar erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar menningarnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 7.3 1108092 Síldarævintýri 2012
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 1. febrúar 2012
    Búið er að ganga frá undirritun verksamnings vegna bæjarhátíðarinnar, Síldarævintýrið 2012. Menningarfulltrúa er falið að kanna hvernig staðið er að útihátíðum í öðrum sveitarfélögum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar menningarnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 7.4 1110070 Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2012
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 1. febrúar 2012
    Formleg útnefning bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2012 verður veitt Guðrúnu Þórisdóttur á Brimnes hóteli 2. mars nk. kl. 17.00. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta og samfagna listamanninum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 50. fundar menningarnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

8.Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 5. fundur - 6. febrúar 2012

Málsnúmer 1202005FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

9.Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012

Málsnúmer 1202001FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Fyrirhuguð eru rammasamningsútboð Ríkiskaupa fyrir árið 2012 og er bæjarfélögum boðin þátttaka að venju.
    Bæjarráð telur rétt að Fjallabyggð endurnýji aðild að rammasamningakerfi Ríkiskaupa.
    Bæjarfélagið mun greiða árgjald til Ríkiskaupa að upphæð kr. 21.335.- með vsk.
    Samþykkt samhljóða.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Bæjarfélaginu er boðið umrætt húsnæði, sem staðsett er við knattspyrnuvöllinn í Ólafsfirði, til kaups með yfirtöku skulda.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kaupin fari fram og er kaupverð miðað við kr. 10.350.000.-.
    Bæjarráð mun miða við núverandi fjárfestingastefnu bæjarfélagsins þrátt fyrir umrædd kaup.
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Lagt fram erindi frá Sólrúnu Júlíusdóttur bæjarfulltrúa fyrir hönd minnihluta.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að áheyrnarfulltrúi í byggingarnefnd grunnskóla Fjallabyggðar verði Jón Tryggvi Jökulsson, aðalmaður og Jakob Kárason til vara. 
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fram komið afsal verði samþykkt og undirritað af bæjarstjóra, en þar kemur fram að Fjallabyggð afsali mannvirkjum á lóðinni Tjarnargötu 2, til Síldaminjasafnsins ses., samkvæmt skipulagsskrá fyrir Síldarminjasafn Íslands. Umrædd mannvirki munu falla aftur til Fjallabyggðar verði félaginu slitið.
    Samþykkt samhljóða.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Lagðar fram upplýsingar um tilboð í framkvæmdir við grunnskólann í Ólafsfirði.
    Sjö aðilar skiluðu inn tilboði í framkvæmdirnar og er miðað við skilatíma 1. september 2012.
    Fjögur frávikstilboð bárust og er tæknideild bæjarfélagsins falið að óska eftir frekari upplýsingum
    frá bjóðendum er varðar m.a. stöðu bjóðenda og undirverktaka.

    Verktaki                     Tilboð                 %              Frávikstilboð          %
    Eykt ehf                  158.626.020          102,9           Skilaði ekki
    Berg ehf/GJ Smiðir    167.950.000          109,0          159.100.000       103,2
    Pétur Jónsson          168.760.960          109,5          Skilaði ekki
    BB Byggingar ehf      175.934.713         114,1          170.932.492       110,9
    Tréverk ehf              181.379.888         117,7          175.308.236       113,7
    ÍAV                        192.851.137         125,1          Skilaði ekki
    SS Byggir                204.241.991         132,5          174.409.018      113,1

    Kostnaðaráætlun     154.144.311          100             154.144.311      100

    Lögð fram fundargerð byggingarnefndar grunnskólans frá 6. febrúar 2012.
    Í fundargerð kemur fram að óskað hefur verið eftir frekari upplýsingum frá þremur lægstbjóðendum.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Ólafur H. Marteinsson og Ingvar Erlingsson.<BR><BR>Egill Rögnvaldsson, Guðmundur Gauti Sveinsson og Sólrún Júlíusdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun.</DIV><DIV> </DIV><DIV>"Við undirrituð viljum vara við þeim hraða sem einkennir undirbúning viðbyggingar grunnskólans í Ólafsfirði.<BR>Á þessum árstíma getur verið mjög varasamt að vinna 2,5 metra grunn án þess að hann frjósi.</DIV><DIV>Það er engin trygging fyrir því að það vori snemma á árinu 2012. Hvað gerist ef það verður frostatíð næstu 2-3 mánuðina, hver ber ábyrgð á slíkri seinkun?<BR>Múr þarf tíma til að þorna. Það sýndi sig í þenslunni í Reykjavík að hús sem voru byggð með miklum hraða að gallar komu í ljós í mörgum tilfellum.</DIV><DIV>Heimaaðilar og reyndar nokkrir aðrir bjóðendur gera sér grein fyrir því að útilokað er að skila byggingunni, fullkláraðri, fyrir 1. sept. 2012.  <BR>Mun Fjallabyggð veita afslátt síðar meir, eftir að tilboði hefur verið tekið, á lokaafhendingu þann 1. sept. 2012.<BR>Minnihlutinn leggur áherslu á að hagstæðasta tilboðið fyrir bæjarsjóð er ekki endilega það lægsta.<BR>Vert er að geta þess að heimaaðilar (bjóðendur) hafa ávallt sýnt ábyrgð og áreiðanleika í rekstri.</DIV><DIV><BR>Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Lögð fram drög að framtíðarfyrirkomulagi um rekstur Tjarnarborgar.
    Bæjarráð telur eðlilegt að fagnefnd ljúki umræðu um framkomnar tillögur, áður en til afgreiðslu kemur í bæjarráði.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir, Ólafur H. Marteinsson og Ingvar Erlingsson.<BR>Bjarkey Gunnarsdóttir vakti máls á hugsanlegu vanhæfi sínu til að fjalla um málefni Tjarnarborgar.</DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að Bjarkey Gunnarsdóttir væri hæf til að fjalla um málefni Tjarnarborgar.<BR></DIV><DIV>Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Lögð fram fyrstu drög að framtíðarfyrirkomulagi um rekstur Ægisgötu 15 í Ólafsfirði í framhaldi af yfirtöku bæjarfélagsins á rekstri og eignarhaldi á umræddu húsnæði.
    Bæjarráð telur eðlilegt að fagnefnd ljúki umræðu um framkomin drög og tillögu áður en til afgreiðslu kemur í bæjarráði.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Fundargerð 793. fundar lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Lögð fram tvö bréf frá Varasjóði húsnæðismála dags. 25.janúar 2012.
    Fjallabyggð hefur fengið viðbótarúthlutun úr Varsjóði húsnæðismála að upphæð kr. 2.634.310.- og er söluframlag sjóðsins fyrir árið 2011 því 71,5% í stað 55% sem áður var miðað við.
    Leiðrétting er gerð á framlögum vegna þriggja eigna sem bæjarfélagið seldi á árinu 2011, en það voru Hafnargata 24, Laugarvegur 37 og Ægisgata 32.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Fundargerð frá 31. janúar lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Atvinnuveganefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (uppboð aflaheimilda), 202. mál.
    Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/140/s/0207.html
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014, 392. mál. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/140/s/0533.html
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2022, 393. mál. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/140/s/0534.html
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:00.