Menningarnefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 1. febrúar 2012
Málsnúmer 1201008F
Vakta málsnúmer
.1
1201037
Fyrirspurn vegna hljóðfærasafns
Menningarnefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 1. febrúar 2012
Gunnar Tryggvason f.h. Tónmunaseturs á Akureyri hafði samband við fræðslu- og menningarfulltrúa til að kanna áhuga á að Fjallabyggð tæki um 200 hljóðfæri í eigu setursins til geymslu og sýningar í Fjallabyggð og kæmi þannig á stofn hljóðfærasafni. Taldi Gunnar að það yrði góð viðbót við hin fjölmörgu söfn sem fyrir eru í Fjallabyggð. Menningarnefnd þakkar Gunnari boðið en telur sér ekki fært að verða við þessari beiðni þar sem ekkert hentugt húsnæði er til staðar í Fjallabyggð undir slíka safnmuni.
Bókun fundar
Afgreiðsla 50. fundar menningarnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.2
1201006
Reitir - Alþjóðlegt samstarfsverkefni skapandi fólks á Siglufirði
Menningarnefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 1. febrúar 2012
Reitir er alþjóðlegt samstarfsverkefni skapandi fólks sem fyrirhugað er að halda á Siglufirði næsta sumar, dagana 20.-31. júlí. Ætlunin er að verkefnið verði árlegt og þróist í samráði við bæjarbúa og bæjaryfirvöld. Þeir sem standa að verkefninu eru Arnar Ómarsson og Ari Marteinsson og einnig mun Aðalheiður S. Eysteinsdóttir listamaður og eigandi Alþýðuhússins á Siglufirði koma að verkefninu. Lögð er áhersla á fjölbreytni starfsgreina og koma þátttakendur víða að, allt frá Kína til nágranna okkar í Skandinavíu. Menningarnefnd fagnar erindinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 50. fundar menningarnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.3
1108092
Síldarævintýri 2012
Menningarnefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 1. febrúar 2012
Búið er að ganga frá undirritun verksamnings vegna bæjarhátíðarinnar, Síldarævintýrið 2012. Menningarfulltrúa er falið að kanna hvernig staðið er að útihátíðum í öðrum sveitarfélögum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 50. fundar menningarnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.4
1110070
Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2012
Menningarnefnd Fjallabyggðar - 50. fundur - 1. febrúar 2012
Formleg útnefning bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2012 verður veitt Guðrúnu Þórisdóttur á Brimnes hóteli 2. mars nk. kl. 17.00. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta og samfagna listamanninum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 50. fundar menningarnefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.