Lagðar fram upplýsingar um tilboð í framkvæmdir við grunnskólann í Ólafsfirði.
Sjö aðilar skiluðu inn tilboði í framkvæmdirnar og er miðað við skilatíma 1. september 2012.
Fjögur frávikstilboð bárust og er tæknideild bæjarfélagsins falið að óska eftir frekari upplýsingum
frá bjóðendum er varðar m.a. stöðu bjóðenda og undirverktaka.
Verktaki Tilboð % Frávikstilboð %
Eykt ehf 158.626.020 102,9 Skilaði ekki
Berg ehf/GJ Smiðir 167.950.000 109,0 159.100.000 103,2
Pétur Jónsson 168.760.960 109,5 Skilaði ekki
BB Byggingar ehf 175.934.713 114,1 170.932.492 110,9
Tréverk ehf 181.379.888 117,7 175.308.236 113,7
ÍAV 192.851.137 125,1 Skilaði ekki
SS Byggir 204.241.991 132,5 174.409.018 113,1
Kostnaðaráætlun 154.144.311 100 154.144.311 100
Lögð fram fundargerð byggingarnefndar grunnskólans frá 6. febrúar 2012.
Í fundargerð kemur fram að óskað hefur verið eftir frekari upplýsingum frá þremur lægstbjóðendum.
Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.