Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012

Málsnúmer 1202001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 74. fundur - 08.02.2012

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Fyrirhuguð eru rammasamningsútboð Ríkiskaupa fyrir árið 2012 og er bæjarfélögum boðin þátttaka að venju.
    Bæjarráð telur rétt að Fjallabyggð endurnýji aðild að rammasamningakerfi Ríkiskaupa.
    Bæjarfélagið mun greiða árgjald til Ríkiskaupa að upphæð kr. 21.335.- með vsk.
    Samþykkt samhljóða.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Bæjarfélaginu er boðið umrætt húsnæði, sem staðsett er við knattspyrnuvöllinn í Ólafsfirði, til kaups með yfirtöku skulda.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kaupin fari fram og er kaupverð miðað við kr. 10.350.000.-.
    Bæjarráð mun miða við núverandi fjárfestingastefnu bæjarfélagsins þrátt fyrir umrædd kaup.
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Lagt fram erindi frá Sólrúnu Júlíusdóttur bæjarfulltrúa fyrir hönd minnihluta.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að áheyrnarfulltrúi í byggingarnefnd grunnskóla Fjallabyggðar verði Jón Tryggvi Jökulsson, aðalmaður og Jakob Kárason til vara. 
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fram komið afsal verði samþykkt og undirritað af bæjarstjóra, en þar kemur fram að Fjallabyggð afsali mannvirkjum á lóðinni Tjarnargötu 2, til Síldaminjasafnsins ses., samkvæmt skipulagsskrá fyrir Síldarminjasafn Íslands. Umrædd mannvirki munu falla aftur til Fjallabyggðar verði félaginu slitið.
    Samþykkt samhljóða.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Lagðar fram upplýsingar um tilboð í framkvæmdir við grunnskólann í Ólafsfirði.
    Sjö aðilar skiluðu inn tilboði í framkvæmdirnar og er miðað við skilatíma 1. september 2012.
    Fjögur frávikstilboð bárust og er tæknideild bæjarfélagsins falið að óska eftir frekari upplýsingum
    frá bjóðendum er varðar m.a. stöðu bjóðenda og undirverktaka.

    Verktaki                     Tilboð                 %              Frávikstilboð          %
    Eykt ehf                  158.626.020          102,9           Skilaði ekki
    Berg ehf/GJ Smiðir    167.950.000          109,0          159.100.000       103,2
    Pétur Jónsson          168.760.960          109,5          Skilaði ekki
    BB Byggingar ehf      175.934.713         114,1          170.932.492       110,9
    Tréverk ehf              181.379.888         117,7          175.308.236       113,7
    ÍAV                        192.851.137         125,1          Skilaði ekki
    SS Byggir                204.241.991         132,5          174.409.018      113,1

    Kostnaðaráætlun     154.144.311          100             154.144.311      100

    Lögð fram fundargerð byggingarnefndar grunnskólans frá 6. febrúar 2012.
    Í fundargerð kemur fram að óskað hefur verið eftir frekari upplýsingum frá þremur lægstbjóðendum.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Ólafur H. Marteinsson og Ingvar Erlingsson.<BR><BR>Egill Rögnvaldsson, Guðmundur Gauti Sveinsson og Sólrún Júlíusdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun.</DIV><DIV> </DIV><DIV>"Við undirrituð viljum vara við þeim hraða sem einkennir undirbúning viðbyggingar grunnskólans í Ólafsfirði.<BR>Á þessum árstíma getur verið mjög varasamt að vinna 2,5 metra grunn án þess að hann frjósi.</DIV><DIV>Það er engin trygging fyrir því að það vori snemma á árinu 2012. Hvað gerist ef það verður frostatíð næstu 2-3 mánuðina, hver ber ábyrgð á slíkri seinkun?<BR>Múr þarf tíma til að þorna. Það sýndi sig í þenslunni í Reykjavík að hús sem voru byggð með miklum hraða að gallar komu í ljós í mörgum tilfellum.</DIV><DIV>Heimaaðilar og reyndar nokkrir aðrir bjóðendur gera sér grein fyrir því að útilokað er að skila byggingunni, fullkláraðri, fyrir 1. sept. 2012.  <BR>Mun Fjallabyggð veita afslátt síðar meir, eftir að tilboði hefur verið tekið, á lokaafhendingu þann 1. sept. 2012.<BR>Minnihlutinn leggur áherslu á að hagstæðasta tilboðið fyrir bæjarsjóð er ekki endilega það lægsta.<BR>Vert er að geta þess að heimaaðilar (bjóðendur) hafa ávallt sýnt ábyrgð og áreiðanleika í rekstri.</DIV><DIV><BR>Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Lögð fram drög að framtíðarfyrirkomulagi um rekstur Tjarnarborgar.
    Bæjarráð telur eðlilegt að fagnefnd ljúki umræðu um framkomnar tillögur, áður en til afgreiðslu kemur í bæjarráði.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir, Ólafur H. Marteinsson og Ingvar Erlingsson.<BR>Bjarkey Gunnarsdóttir vakti máls á hugsanlegu vanhæfi sínu til að fjalla um málefni Tjarnarborgar.</DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að Bjarkey Gunnarsdóttir væri hæf til að fjalla um málefni Tjarnarborgar.<BR></DIV><DIV>Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Lögð fram fyrstu drög að framtíðarfyrirkomulagi um rekstur Ægisgötu 15 í Ólafsfirði í framhaldi af yfirtöku bæjarfélagsins á rekstri og eignarhaldi á umræddu húsnæði.
    Bæjarráð telur eðlilegt að fagnefnd ljúki umræðu um framkomin drög og tillögu áður en til afgreiðslu kemur í bæjarráði.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Fundargerð 793. fundar lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Lögð fram tvö bréf frá Varasjóði húsnæðismála dags. 25.janúar 2012.
    Fjallabyggð hefur fengið viðbótarúthlutun úr Varsjóði húsnæðismála að upphæð kr. 2.634.310.- og er söluframlag sjóðsins fyrir árið 2011 því 71,5% í stað 55% sem áður var miðað við.
    Leiðrétting er gerð á framlögum vegna þriggja eigna sem bæjarfélagið seldi á árinu 2011, en það voru Hafnargata 24, Laugarvegur 37 og Ægisgata 32.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Fundargerð frá 31. janúar lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Atvinnuveganefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (uppboð aflaheimilda), 202. mál.
    Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/140/s/0207.html
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014, 392. mál. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/140/s/0533.html
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 245. fundur - 7. febrúar 2012
    Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2022, 393. mál. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/140/s/0534.html
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.