Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

61. fundur 19. janúar 2012 kl. 15:30 - 15:30 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Rögnvaldur Ingólfsson formaður
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Margrét Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Unnsteinsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Árnadóttir aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
  • Hrefna Katrín Svavarsdóttir starfsmaður félagsþjónustu
  • Helga Helgadóttir starfsmaður félagsþjónustu
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Tillögur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1201050Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð á vegum Fjallabyggðar.  Breytingarnar varða greinar nr. 3, 4, 8, 13 og 14. Félagsmálanefnd samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti.

2.Skynörvunarherbergi

Málsnúmer 1110059Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð um svokallað skynörvunarherbergi í húsnæði Iðju dagvistar. Um er að ræða sérútbúna aðstöðu til að þjálfa og örva heyrn, sjón og snertiskynjun. Fötluðu fólki í Fjallabyggð og nágrenni ásamt fötluðum börnum í grunn- og leikskóla Fjallabyggðar mun standa til boða að nýta sér þessa einstöku þjálfunaraðstöðu. Kostnaður við búnaðinn er að mest leyti fjarmagnaður með áheitafé sem safnaðist þegar Þórir Kristinn Þórisson, fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar hjólaði frá Reykjavík til Siglufjarðar s.l. sumar til styrktar Iðju dagvist fatlaðra.
Kiwanisklúbburinn Skjöldur á Siglufirði hefur boðist til að taka að sér að koma búnaðinum fyrir.
Félagsmálanefnd fagnar þessu merka framtaki og vill færa Þóri Kr. Þórissyni bestu þakkir fyrir sitt merka framtak og sömuleiðis eru kiwanismönnum færðar bestu þakkir fyrir aðstoðina. Stefnt er að því að aðstaðan verði komin í gagnið 2. febrúar n.k. á 20 ára afmælisdegi Iðjunnar.

3.Matsblað vegna forgangsröðunar umsókna eftir félagslegu leiguhúsnæði í Fjallabyggð

Málsnúmer 1201062Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á matsblaði sem lagt er til grundvallar við forgangsröðun um úthlutun félagslegra leiguíbúða í eigu Fjallabyggðar, sbr. 20. gr. reglna um úthlutun leiguíbúða Fjallabyggðar.
Félagsmálanefnd samþykkir breytingar á matsblaðinu fyrir sitt leyti.

4.Rekstur leiguíbúða, tekju- og eignamörk 2012

Málsnúmer 1201033Vakta málsnúmer

Erindi frá Velferðarráðuneytinu þar sem mælt er fyrir um tekju- og eignamörk í samræmi við reglugerð nr. 873/2001. Frá og með 1. janúar 2011 eru uppreiknuð tekju- og eignamörk skv. 23. og 24. gr. reglugerðarinnar eftirfarandi:
Tekjur fyrir einstakling kr. 3.894.000.
Tekjur fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu kr. 652.000.
Tekjur fyrir hjón og sambúðarfólk kr. 5.179.000.
Eignamörk kr. 4.203.000.

5.Útreikningur húsaleigubóta 2012

Málsnúmer 1201032Vakta málsnúmer

Erindi frá Velferðarráðuneytinu þar sem er tilkynnt er að uppreiknuð viðmiðunarfjárhæð vegna eignamarka við útreikning húsaleigubóta er kr. 6.383.000. Húsaleigubætur skerðast um 1% af árstekjum umfram 2,25 millj. kr. í stað 2 millj. kr. áður.

6.Fundargerðir Starfshóps um úthlutun leiguíbúða 2011

Málsnúmer 1102072Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1108096Vakta málsnúmer

Erindi synjað.

8.Trúnaðarmál,fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1112055Vakta málsnúmer

Erindi synjað.

9.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1112017Vakta málsnúmer

Samþykkt.

10.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1106114Vakta málsnúmer

Samþykkt.

11.Trúnaðarmál, umsókn um styrk

Málsnúmer 1201043Vakta málsnúmer

Samþykkt.

12.Skerðing heimahjúkrunar á vegum HSF og flutningur verkefna til heimaþjónustu Fjallabyggðar

Málsnúmer 1201021Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra og bæjarstjóra er varðar hugsanlega skerðingu á þjónustu í heimahjúkrun á vegum HSF.

13.Fundargerð þjónustuhóps SSNV 16.12.2011

Málsnúmer 1112064Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.