Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 30. janúar 2012

Málsnúmer 1201009F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 74. fundur - 08.02.2012

Formaður fræðslunefndar, S. Guðrún Hauksdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • .1 1201096 Málefni Tónskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 30. janúar 2012
    Undir þessum lið sátu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar,Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri og Ave Tovison f.h.kennara.
     
    a) Næsta haust mun gjaldskrá Tónskólans hækka um 9%. Einnig munu afsláttareglur breytast.
     
     

    Gjaldskrá Tónskóla Fjallabyggðar 2012-2013

    Heilt nám kr. 48.000 - fyrir veturinn.
    Hálft nám kr. 33.000 - fyrir veturinn.
    Hljómsveitir og hóptímar kr. 28.000 - fyrir veturinn.

    Fullorðnir, heilt nám kr. 58.000 - fyrir veturinn.
    Fullorðnir, hálft nám kr. 45.000 - fyrir veturinn.
    Söngnám á framhaldsstigi  kr. 71.000 - fyrir veturinn.
    Hljóðfæraleiga, kr. 7.000 - fyrir veturinn.

     Skólagjöldum er skipt á fjóra gjalddaga. okt. - des. - feb. - apr.

    Fullorðnir greiða fullt gjald, afsláttur reiknast frá einu barni.
    1. barn greiðir 100%
    2. barn greiðir 80%
    3. barn greiðir 60%
    4. barn greiðir 40%

    Hljóðfæraleiga
    Skólinn leigir út hljóðfæri á sanngjörnu verði og eiga nemendur kost á því að halda þeim í allt að 2 ár. Að þeim tíma liðnum er reiknað með að þeir eignist sín eigin hljóðfæri.

    b) Fjárhagsáætlun 2012.

    Farið yfir liði í fjárhagsáætlun.

    c) Rekstur tölvukerfis og launakostnaður umsjónarmanns.

    Kostnaður vegna tölvuumsjónarmanns skiptist niður á þrjár skólastofnanir.

    d) Skóladagatal og nemendafjöldi vorannar.

    Það styttist í hæfileikakeppni grunnskólans sem tónskólinn mun taka þátt í. Tónskóli Fjallabyggðar fer í vetrarfrí á sama tíma og Grunnskóli Fjallabyggðar. Nemendafjöldi í tónskólanum er nú 147 talsins. Píanó, söng og gítarnám er vinsælast. Prófavikan er í lok mars. Vortónleikar eru í apríl.

    e) Húsnæðismál Tónskóla Fjallabyggðar í Tjarnarborg.

    Skólastjórar lögðu fram teikningar af framtíðarhúsnæði Tónskóla Fjallabyggðar í Tjarnarborg, Ólafsfirði.

    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar fræðslunefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .2 1201039 Beiðni um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 30. janúar 2012
    Umsókn hefur borist um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags. Fræðslunefnd samþykkir umsóknina til 1. júní og minnir á að sækja þarf aftur um leikskóladvöl næsta sumar fyrir næsta skólaár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar fræðslunefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .3 1201038 Endurskoðun og samanburður launa og ræstingasamninga á Leikskálum og Leikhólum
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 30. janúar 2012
    Fræðslunefnd hefur óskað eftir endurskoðun launa- og ræstingasamninga á Leikskálum og Leikhólum. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að afla nánari gagna varðandi ræstingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar fræðslunefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .4 1201068 Endurskoðun Securitas þjónustasamninga vegna leikskólans
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 30. janúar 2012
    Fræðslu-og menningarfulltrúi hefur, að ósk fræðslunefndar skoðað þjónustusamninga um brunaviðvörunarkerfi og innbrotaviðvörunarkerfi vegna Leikskóla Fjallabyggðar. Fræðslunefnd óskar eftir frekari upplýsingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar fræðslunefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .5 1201057 Skólavogin - nýtt matskerfi í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 30. janúar 2012
    Samband íslenskra sveitarfélaga og Skólapúlsinn hafa gert með sér samstarfssamning til að vinna sameiginlega að uppbyggingu verkefnisins ,,Skólavogin". Skólavogin auðveldar framkvæmd ytra mats í grunnskólum og fer af stað næsta haust. Markmiðið er að gefa sveitarstjórnum og skólastjórnendum möguleika á að fylgjast kerfisbundið með þróun ýmissa þátta í skólastarfinu. Skólavogin byggir á þremur megin stoðum. Þær eru sem hér segir:
    a) Námsárangur nemenda
    b) Lykiltölur er varða rekstur grunnskólans svo sem rekstrarkostnaður á hvern nemanda
    c) Viðhorf nemenda, foreldra og starfsmanna gagnvart skólastarfinu
     
    Kostnaður fyrir Fjallabyggð er á bilinu 489.000 kr.-589.000 á árinu 2012-2013. Þar sem ekki var gert ráð fyrir fjármagni í verkefnið árið 2012 verður ákvörðun tekin við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 72. fundar fræðslunefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • .6 1201028 Reglur um skólaakstur í Fjallabyggð
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 30. janúar 2012
    Fræðslunefnd fór yfir drög að reglum um skólaakstur í Fjallabyggð. Nefndin kom með ábendingar og fræðslu- og menningarfulltrúa falið að setja breytingar inn í reglurnar.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 72. fundar fræðslunefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • .7 1201066 Verklagsreglur milli skólaráðs grunnskólans / foreldraráðs leikskólans, skólastjóra, fræðslufulltrúa og fræðslunefndar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 30. janúar 2012
    Skýra þarf betur verklagsreglur milli foreldraráðs leikskólans / skólaráðs grunnskólans, skólastjóra, fræðslu- og menningarfulltrúa og fræðslunefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar fræðslunefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .8 1201094 Foreldrafundur Grunnskóla Fjallabyggðar með skólaráði, fræðslunefnd, fræðslufulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 72. fundur - 30. janúar 2012
    Aðalfundur foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar verður haldinn 14. febrúar nk. Skólastjóri hefur óskað eftir ýmsum aðilum skólasamfélagsins, s.s. skólaráði, fræðslunefnd, fræðslu- og menningarfulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa. Fræðslu- og menningarfulltrúi mun kynna nýja Aðalnámskrá grunnskóla og íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir vinnu við forvarnarstefnu Fjallabyggðar. Fræðslunefnd verður með kynningu á stækkun húsnæðis Grunnskóla Fjallabyggðar. Fræðslunefnd hvetur foreldra /forráðamenn til að mæta á fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar fræðslunefndar staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.