Undir þessum lið sátu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar,Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri og Ave Tovison f.h.kennara.
a) Næsta haust mun gjaldskrá Tónskólans hækka um 9%. Einnig munu afsláttareglur breytast.
Gjaldskrá Tónskóla Fjallabyggðar 2012-2013
Heilt nám kr. 48.000 - fyrir veturinn.
Hálft nám kr. 33.000 - fyrir veturinn.
Hljómsveitir og hóptímar kr. 28.000 - fyrir veturinn.
Fullorðnir, heilt nám kr. 58.000 - fyrir veturinn.
Fullorðnir, hálft nám kr. 45.000 - fyrir veturinn.
Söngnám á framhaldsstigi kr. 71.000 - fyrir veturinn.
Hljóðfæraleiga, kr. 7.000 - fyrir veturinn.
Skólagjöldum er skipt á fjóra gjalddaga. okt. - des. - feb. - apr.
Fullorðnir greiða fullt gjald, afsláttur reiknast frá einu barni.
1. barn greiðir 100%
2. barn greiðir 80%
3. barn greiðir 60%
4. barn greiðir 40%
Hljóðfæraleiga
Skólinn leigir út hljóðfæri á sanngjörnu verði og eiga nemendur kost á því að halda þeim í allt að 2 ár. Að þeim tíma liðnum er reiknað með að þeir eignist sín eigin hljóðfæri.
b) Fjárhagsáætlun 2012.
Farið yfir liði í fjárhagsáætlun.
c) Rekstur tölvukerfis og launakostnaður umsjónarmanns.
Kostnaður vegna tölvuumsjónarmanns skiptist niður á þrjár skólastofnanir.
d) Skóladagatal og nemendafjöldi vorannar.
Það styttist í hæfileikakeppni grunnskólans sem tónskólinn mun taka þátt í. Tónskóli Fjallabyggðar fer í vetrarfrí á sama tíma og Grunnskóli Fjallabyggðar. Nemendafjöldi í tónskólanum er nú 147 talsins. Píanó, söng og gítarnám er vinsælast. Prófavikan er í lok mars. Vortónleikar eru í apríl.
e) Húsnæðismál Tónskóla Fjallabyggðar í Tjarnarborg.
Skólastjórar lögðu fram teikningar af framtíðarhúsnæði Tónskóla Fjallabyggðar í Tjarnarborg, Ólafsfirði.