Bæjarstjórn Fjallabyggðar

256. fundur 27. mars 2025 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti
  • Tómas Atli Einarsson 2. varaforseti
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Guðjón M. Ólafsson 1. varaforseti
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalfulltrúi
  • Arnar Þór Stefánsson aðalfulltrúi
  • Katrín Freysdóttir varafulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Bæjarstjóri greindi frá fundargerðum bæjarráðs sem teknar eru fyrir á fundinum

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 864. fundur - 27. febrúar 2025.

Málsnúmer 2502008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum og er lögð fram í heild.
Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Tómas Atli Einarsson, Guðjón M Ólafsson og S.Guðrún Hauksdóttir.

Samþykkt
Fundargerðin í heild staðfest með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 865. fundur - 6. mars 2025.

Málsnúmer 2503003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 14 liðum og er lögð fram í heild að undanskildum liðum 4 og 5 sem eru sérstaklega teknir fyrir á dagskrá fundarins.
Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Guðjón M Ólafsson, S.Guðrún Hauksdóttir og Arnar Þór Stefánsson.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni að undanskildum liðum 4 og 5 sem eru teknir fyrir sérstaklega á dagskrá fundarins staðfest með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 866. fundur - 13. mars 2025.

Málsnúmer 2503006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum og er lögð fram í heild sinni
Til máls tóku Tómas Atli Einarsson, Helgi Jóhannsson, Guðjón M Ólafsson og S.Guðrún Hauksdóttir.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni staðfest með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 867. fundur - 21. mars 2025.

Málsnúmer 2503009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum og er liður 2 sérstaklega lagður fram til staðfestingar bæjarstjórnar og liður 8 er jafnframt borinn upp sér á dagskrá fundarins.
Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Tómas Atli Einarsson, Guðjón M Ólafsson, S.Guðrún Hauksdóttir og Arnar Þór Stefánsson.
Samþykkt
Fundargerð bæjarráðs að undanskildum lið 2 sem borinn er upp sérstaklega og lið 8 sem er borinn upp sér á dagskrá fundarins, staðfest með 7 atkvæðum.
  • 4.2 2501018 Mannauðsstefna Fjallabyggðar - Tillaga að framkvæmd
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 867. fundur - 21. mars 2025. Bæjarráð vísar framkominni mannauðsstefnu til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn og felur bæjarstjóra að undirbúa uppsetningu starfsmannahandbókar á heimasíðu Fjallabyggðar í samræmi við vinnu starfshópsins. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

5.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 150. fundur - 5. mars 2025.

Málsnúmer 2503001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum og er lögð fram í heild.
Til máls tóku Arnar Þór Stefánsson, Tómas Atli Einarsson og S.Guðrún Hauksdóttir.
Samþykkt
Fundargerðin er staðfest í heild sinni með 7 atkvæðum.

6.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 158. fundur - 6. mars 2025.

Málsnúmer 2503002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram í heild.
Til máls tóku Tómas Atli Einarsson, Helgi Jóhannsson og Sæbjörg Ágústsdóttir.
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni staðfest með 7 atkvæðum.

7.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 116. fundur - 10. mars 2025.

Málsnúmer 2503005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum og er lögð fram í heild.
Til máls tóku Arnar Þór Stefánsson, Guðjón M Ólafsson og S.Guðrún Hauksdóttir.
Samþykkt
Bæjarstjórn fagnar þeirri grósku sem er á svæðinu þegar kemur að samtali um menningar-, ferða- og markaðsmál og skilur vel áhyggjur nefndarinnar um mikið annríki aðila sem starfa innan ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar.
Bæjarstjórn telur engu að síður mikilvægt að þessum vettvangi fyrirtækja og aðila í Fjallabyggð verði áfram viðhaldið. Bæjarstjórn felur því bæjarstjóra að tryggja að umræddur Vorfundur, sbr. liður 3 í fundargerðinni, verði haldinn.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 320. fundur - 19. mars 2025.

Málsnúmer 2503004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum og er lögð fram í heild.
Til máls tók Tómas Atli Einarsson
Samþykkt
Fundargerðin í heild sinni staðfest með 7 atkvæðum.

9.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2025

Málsnúmer 2501004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

10.Haf- og strandsvæðaskipulag

Málsnúmer 2502038Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 6.mars s.l. var eftirfarandi bókun fulltrúa H-lista vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn:

"Samkvæmt þingsályktun á þingskjali nr. 1724 á 154. löggjafarþingi á að vinna haf- og strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð á árinu 2025 sem afmarkast frá Siglunesi í vestri og Bjarnarfjalli í austri.

H listinn telur mikilvægt að bæjarstjórn/bæjarráð hvetji félagsmálaráðherra til að skipa nú þegar í svæðisráð, samkvæmt ofanskráðu, sem fer fyrir þeirri vinnu er varðar skipulag á haf- og strandsvæðum í samvinnu við Skipulagsstofnun. Vísa má til bréfs frá Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar dags 22. Nóvember 2019 til Skipulagsstofnunar þar sem hvatt er til að ráðist verði í gerð haf- og strandsvæðaskipulags í Eyjafirði.

Það er mjög brýnt að þessi vinna fari sem fyrst í gang þar sem fyrirtæki í Fjallabyggð hefur áform um fiskeldi á svæðinu og því þörf á að hraða vinnu við skipulagið."

Til máls tóku Tómas Atli Einarsson, Helgi Jóhannsson, S.Guðrún Hauksdóttir og Guðjón M Ólafsson.
Afgreiðslu frestað
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að óska eftir lögfræðiáliti Sambands íslenskra sveitarfélaga í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

11.Endurskoðun á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 2310018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga til síðari umræðu í bæjarstjórn Fjallabyggðar um samþykkt um stjórn Fjallabyggðar en samþykktirnar voru teknar til fyrri umræðu í bæjarstjórn á 250.fundi þann 28.nóvember 2024.
Til máls tóku S.Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M Ólafsson, Helgi Jóhannsson og Tómas Atli Einarsson.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum samþykkt um stjórn Fjallabyggðar.

12.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2205076Vakta málsnúmer

Lögð var fram eftirfarandi tillaga að breytingum á trúnaðarstöðum samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022-2026:

Félag eldri borgara í Ólafsfirði tilnefnir Þorbjörn Sigurðsson og Björn Þór Ólafsson sem aðalmenn í Öldungaráði Fjallabyggðar og Rögnvald Ingólfsson og Önnu Maríu Guðlaugsdóttur sem varamenn.

Samkvæmt staðfestum samþykktum um stjórn Fjallabyggðar eru lagðar fram eftirfarandi tilnefningar í nýja nefnd,framkvæmda-,hafna- og veitunefnd:

D-listi tilnefnir Tómas Atla Einarsson og Guðmund Gauta Sveinsson sem aðalmenn og Ásgeir Frímannsson og Birgittu Þorsteinsdóttur sem varamenn.
A-listi tilnefnir Ægir Bergsson og Áslaugu Ingu Barðadóttur sem aðalmenn og Ólaf Kárason og Sæbjörgu Ágústsdóttur sem varamenn
H-listi tilnefnir Jón Kort Ólafsson sem aðalmann og Andra Viðar Víglundsson sem varamann.

Jafnframt er tillaga um að Tómas Atli Einarsson verði formaður nefndarinnar og Ægir Bergsson varaformaður



Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögur að breytingum á trúnaðarstöðum samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022-2026.

Fundi slitið - kl. 19:00.