Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 116. fundur - 10. mars 2025.

Málsnúmer 2503005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 256. fundur - 27.03.2025

Fundargerðin er í 3 liðum og er lögð fram í heild.
Til máls tóku Arnar Þór Stefánsson, Guðjón M Ólafsson og S.Guðrún Hauksdóttir.
Samþykkt
Bæjarstjórn fagnar þeirri grósku sem er á svæðinu þegar kemur að samtali um menningar-, ferða- og markaðsmál og skilur vel áhyggjur nefndarinnar um mikið annríki aðila sem starfa innan ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar.
Bæjarstjórn telur engu að síður mikilvægt að þessum vettvangi fyrirtækja og aðila í Fjallabyggð verði áfram viðhaldið. Bæjarstjórn felur því bæjarstjóra að tryggja að umræddur Vorfundur, sbr. liður 3 í fundargerðinni, verði haldinn.