-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála þar sem lagt er til að lán nr. 1802028_2 hjá Lánasjóði íslenskra sveitarfélaga að upphæð 90.293.910 kr. miðað við uppreikning þann 13.02.2020, verði greitt upp.
Bæjarráð samþykkir að greiða upp lán nr. 1802028_2 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 12.02.2020.
Bæjarráð samþykkir að vísa skipan tveggja fulltrúa, bæjarstjóra og lögmanns Fjallabyggðar til viðræðna við fulltrúa Rauðku og skyldra aðila til bæjarstjórnar Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020
Lögð fram drög að samstarfssamningi um rekstur golfvallarins Skeggjabrekku við Golfklúbb Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins .
Bókun fundar
Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020
Lögð fram tillaga lögmanns að svari við erindi Húseigendafélagsins, fh. Elísar Hólms Þórðarsonar dags. 24.01.2020.
Bæjarráð samþykkir tillögu að svari og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að senda bréfið áfram.
Bókun fundar
Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 19.02.2020 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokaða verðkönnun vegna malbikunar á götum Fjallabyggðar árið 2020. Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið:
Malbikun Norðurlands, Malbikun Akureyrar og Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas hf.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að framkvæma lokaða verðkönnun vegna malbikunar á götum Fjallabyggðar á árinu 2020.
Bókun fundar
Til máls tók Helgi Jóhannsson.
Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar dags. 19.02.2020 þar sem fram kemur að á fundi félagsmálanefndar þann 19.02.2020 hafi nefndin samþykkt að leggja til við bæjarráð að húseignin að Bylgjubyggð 37b, Ólafsfirði verði skilgreind sem húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018
Bæjarráð samþykkir að íbúðin verði skilgreind sem húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk og óskar eftir minnisblaði frá deildarstjóra tæknideildar vegna kostnaðar við lagfæringar á íbúðinni vegna viðhalds.
Bókun fundar
Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020
Lagt fram erindi Stefnu ehf., dags. 11.12.2019, þar sem fram kemur að Stefna ehf. er að kanna áhuga aðila á nýjum ársskýrsluvef þar sem hægt er að setja inn ársskýrslu eða ársreikning á sjónrænan hátt.
Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 20.02.2020, þar sem lagt er til að gert verði ráð fyrir innleiðingu þessarar einingar í fjárhagsáætlun 2021 þar sem um nýja einingu er að ræða sem eykur notagildi og aðgengi að gögnum Fjallabyggðar. Birtingarform verði þægilegt, sjónrænt og notendavænt og með möguleika á birtingu allra tölfræðilegra gagna, s.s. íbúaþróun og tölulegum upplýsingum úr ársreikningum, bætir Fjallabyggð upplýsingagjöf til bæjarbúa til muna.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
Bókun fundar
Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020
Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Fjallabyggðar sem unnin er skv. 1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og gildir til næstu fjögurra ára en verður þó endurskoðuð árlega með tilliti til breytinga og þróunar sem verði á forsendum á milli ára.
Málið verður áfram til umræðu á næsta fundi bæjarráðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020
Lagt fram erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 10.02.2020 þar sem óskað er eftir yfirliti um stöðu einstakra verkefna í árslok 2019 (hlutfallsleg staða gagnvart verkáætlun), samanlagðan útlagðan kostnað, gildandi fjárheimild og breytingum á henni á árinu 2019. Jafnframt er óskað eftir stöðu verkefnis, bæði lokið og áætlað ólokið, gagnvart gildandi fjárheimild. Óskað er eftir upplýsingum um verkefni sem unnin voru á árinu 2019, hvort sem þau áttu upphaf á árinu 2019 eða fyrr. Óskað er eftir að yfirlitið sýni framangreinda þætti fyrir hvern ársfjórðung ársins.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020
Lagt fram svar Sóknarnefndar Siglufjarðar, dags. 15.02.2020, vegna erindis sveitarfélagsins, dags 20.09.2020 varðandi Minningagarð í Fjallabyggð. Sóknarnefnd telur verkefnið ekki varða sóknarnefnd þar sem ekki er óskað eftir því að garðar séu staðsettir innan kirkjugarða.
Erindið var einnig sent á sóknarnefnd Ólafsfjarðar og ítrekað en ekkert svar borist.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindi Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur f.h. Tré Lífsins um Minningargarða frá, þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni í minningargarð á fjárhagsáætlun 2020.
Bókun fundar
Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020
Lagt fram erindi félaga Flakkara, Húsbílaeigenda, 4x4 og Boreal ehf., dags. 19.02.2020 þar sem óskað er eftir því við sveitarfélög að þau taki jákvætt í tillögu félaganna að breytingu á 22. gr. náttúruverndarlaga
22.grein; „Utan þéttbýlis skal leita leyfis landeiganda eða annars rétthafa ef nota á tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla eða annan sambærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða“. Breytist í: Utan þéttbýlis skal leita leyfis landeigenda eða annars rétthafa ef nota á tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla eða annan sambærilegan búnað til að nátta utan skipulagðra tjaldsvæða, hafi þessi tæki ekki salernisaðstöðu. Fyrir sambærileg tæki sem hafa salernisaðstöðu t.a.m. ferðasalerni þarf ekki að leita leyfis, þá gildir Almannarétturinn enda skal ferðamaðurinn virða umgengisreglur í hvívetna og gæta að grónu landi. Einnig teljum við rétt að kaflaheitið; „Heimild til að tjalda“. sé ekki nógu lýsandi og færi betur ef kaflaheitið væri; „Heimild til að nátta“.
Leitað er leyfis „landeiganda eða annars rétthafa“, þ.e. sveitafélaga þar sem það á við „ef nota á tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla eða annan sambærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða“.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020
Lagt fram til kynningar erindi Umhverfisstofnunar, dags. 19.02.2020 þar sem athygli er vakin á að bráðabirgðayfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland hefur nú verið auglýst til kynningar. Hér gefst tækifæri til að koma með ábendingar eða athugasemdir um verndun vatns sem gætu nýst við gerð vatnaáætlunarinnar sem mun taka gildi árið 2022. Sjá nánar frétt á heimasíðu Umhverfisstofnunar https://ust.is/umhverfisstofnun/frettir/stok-frett/2020/02/18/Bradabirgdayfirlit-fyrstu-vatnaaaetlunar-Islands-er-komid-ut/?fbclid=IwAR16oi-jFUlpAPgJPoXjZig2ySz0j8H-9HYNVRRxoMBK35PG4wqOo82rjtA
Bókun fundar
Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020
Lagt fram erindi stéttarfélagsins Kjalar, dags. 20.02.2020 og varðar tilkynningu um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Kjalar í almannaþjónustu um verkföll. Auk tilkynningar um fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir.
Einnig lagður fram listi yfir þau störf hjá Fjallabyggð sem undanskilin eru verkfallsheimild sbr. 5.-8. tl. 19. gr. laga nr. 94/1986.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra, forstöðumanna og annarra stjórnenda sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020
Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 21.02.2020 er varðar umsagnir um umsóknir Valló ehf. Kt: 640908-0680, Fossvegi 13, 580 Siglufirði um tímabundin áfengisleyfi vegna Fjallaskíðamóts 27.-29.03.2020, 80´ hátíðar 7.-8.03.2020 og Páska á Sigló 9.-13.04.2020.
Bæjarráð samþykkir umsóknirnar fyrir sitt leyti.
Bókun fundar
Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020
Lagt fram erindi frá Stoð ehf. verkfræðistofu, Ramma hf., dags. 20.02.2020 vegna sjóvarna og endurskoðunar á hæðarsetningu lóðar við Tjarnargötu A1, Siglufirði sem Rammi hefur fengið úthlutað undir 1.000 fm2 geymsluhúsnæði.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að fylgja málinu eftir en málefni sjóvarna hefur þegar verið tekið upp við Siglingasvið Vegagerðarinnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020
Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar Stjórnar samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra frá 12. febrúar sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 5. febrúar sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 641. fundur - 25. febrúar 2020
Lögð fram til kynningar 122. fundargerð fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 19. febrúar sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 641. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum
Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir kom á fund kl.16:50 og var 1. varaforseti Helga Helgadóttir við stjórn fundsins þar til.
Fundarhlé var tekið kl. 17:41 og byrjaði fundur aftur kl. 17:58.
Fundarhlé var tekið kl. 18:12 og byrjaði fundur aftur kl. 18:.30.