Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 4. mars 2020
Málsnúmer 2003001F
Vakta málsnúmer
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 4. mars 2020
Markaðs- og menningarnefnd fór yfir fyrstu drög að endurskoðaðri Menningarstefnu Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að vinna drögin áfram samkvæmt umræðu fundarins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 62. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 4. mars 2020
Markaðs- og menningarnefnd leggur til að fyrirtæki og stofnanir í Fjallabyggð geti fengið leigt listaverk úr Listaverkasafni Fjallabyggðar til ákveðins tíma. Nefndin samþykkir drög að útlánareglum sem tekur m.a. til ábyrgðar lántaka og kostnaðar við útlán. Útlánareglum vísað til umfjöllunar og samþykktar í bæjarráði.
Bókun fundar
Afgreiðsla fundar 62. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 4. mars 2020
Árið 2018 var gerð áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, þar sem unnið var stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi og forgangsröðun verkefna til næstu þriggja ára. Kominn er tími á að uppfæra viðkomandi lista og hefur Markaðsstofa Norðurlands óskað eftir því við Fjallabyggð að senda nýjan lista yfir fimm mikilvægustu uppbyggingarverkefni á sínu svæði til næstu 2 ára. Í ljósi þessa hefur Fjallabyggð ákveðið að boða til fundar með öllum sem áhuga hafa á uppbyggingu ferðamannastaða í Fjallabyggð. Hugmyndin er að rýna svæðið, finna hvar þörfin er brýnust og búa til verkefni sem erindi eiga inn í Áfangastaðaáætlun Norðurlands og Uppbyggingasjóð ferðamannastaða. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarborg 19. mars 2020 kl. 17:00 og er hann opinn öllum sem láta sér málefnið varða.
Bókun fundar
Afgreiðsla fundar 62. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum