Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

122. fundur 19. febrúar 2020 kl. 12:00 - 13:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir formaður I lista
  • Díana Lind Arnarsdóttir aðalmaður, D lista
  • Friðfinnur Hauksson aðalmaður, I lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir varamaður, D lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Samningur um Hús eldri borgara í Ólafsfirði 2020

Málsnúmer 2002040Vakta málsnúmer

Lagður fram samstarfssamningur um Hús eldri borgara í Ólafsfirði. Félagsmálanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra að ganga frá málinu.

2.Jafnlaunavottun - vinnsla

Málsnúmer 1910108Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar verkefnisáætlun fyrir innleiðingu jafnlaunakerfis Fjallabyggðar.

3.Samningur um þjónustu félagsráðgjafa

Málsnúmer 1902024Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um þjónustu félagsráðgjafa. Félagsmálanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

4.Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta

Málsnúmer 1802077Vakta málsnúmer

Til kynningar.

5.Verkskiptin milli ríkis og sveitarfélaga við framkvæmd vinnumarkaðsúrræða fatlaðs fólks

Málsnúmer 2002041Vakta málsnúmer

Erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga um atvinnumál fatlaðs fólks. Lagt fram til kynningar.

6.Gæðaviðmið í þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 2002042Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gæðaviðmið fyrir þjónustu við fatlað fólk, frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Viðmiðin taka til þeirrar stuðnings- og stoðþjónustu sem fatlað fólk fær samkvæmt lögum um félagslega þjónustu sveitarfélaga og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Fundi slitið - kl. 13:30.