-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020
Á 62. fundi Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar vísaði nefndin drögum að Söfnunar-og útlánareglum Listasafns Fjallabyggðar til umfjöllunar og samþykktar bæjarráðs.
Lögð fram drög að Söfnunar- og útlánareglum Listasafns Fjallabyggðar.
Bæjarráð tekur jákvætt í drögin og felur markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020
Lögð fram drög að samstarfssamningi Fjallabyggðar og Hestamannafélagsins Glæsis.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020
Lögð fram drög að samstarfssamningi Fjallabyggðar og Hestamannafélagsins Gnýfara.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020
Á 641. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir kostnaðarmati deildarstjóra tæknideildar vegna viðhalds á íbúð við Bylgjubyggð 37b.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 27.02.2020 þar sem fram kemur að áætlaður kostnaður vegna viðhalds er 1,5-2 mkr.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr.6/2020 að upphæð kr. 2.000.000.- við deild 61140, lykill 4965 og að honum sé mætt með lækkkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020
Lagt fram erindi BMX-BRÓS, dags. 01.03.2020 þar sem boðið er upp á orkumikla BMX sýningu sumarið 2020.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála með tilliti til kostnaðar og hugsanlegrar þátttöku.
Bókun fundar
Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020
Lagt fram erindi Háskóla Íslands, dags. 05.03.2020 er varðar námskeið um gildissvið upplýsingalaga og helstu reglur laganna sem haldið verður fimmtudaginn 19. mars nk. í húsnæði háskólans í Stakkahlíð. Námskeiðið er einnig boðið í fjarnámi.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra félagsmáladeildar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020
Lagt fram erindi Heilsulausnar, dags 02.03.2020 þar sem boðið eru upp á forvarnarfræðslu fyrir börn og unglinga og heilsufarmælingar fyrir starfsfólk og vinnustaði.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar.
Bókun fundar
Til máls tók Særún Hlín Laufeyjardóttir.
Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020
Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar, dags. 06.03.2020 þar sem óskað er eftir áætlun sveitarfélagsins vegna refaveiða árin 2020-2022. Einnig lagt fram uppgjör síðasta tímabils 2017-2019 ásamt áætlun um refaveiðar 2020-2022.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til úrvinnslu deildarstjóra tæknideildar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020
Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 02.03.2020 þar sem óskað er eftir samstarfi sveitarfélaga um samstarfsverkefni sem miðar að því að endurskoða forsendur úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna til kennslu og stuðning í grunnskólum.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála.
Bókun fundar
Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020
Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 03.03.2020 þar sem fram kemur að dagur stafrænnar framþróunar sveitarfélaga verður haldinn 3. apríl n.k. Þar verður fjallað um stafræn samstarfstækifæri sveitarfélaga, reynslu af stafrænum verkefnum þeirra og um lagaumgjörðina fyrir stafræna framþróun.
Bókun fundar
Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020
Lögð fram til kynningar fundargerð 879. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 643. fundur - 10. mars 2020
Lagðar fram til kynningar
62. fundargerð Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 04.03.2020
82. fundur fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 02.03.2020
83. fundur fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 09.03.2020
Bókun fundar
Afgreiðsla 643. fundar bæjarráðs staðfest á 182. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum