-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála og Hrönn Hafþórsdóttir forstöðukona bókasafns og héraðsskjalavörður Fjallabyggðar sátu undir þessum lið.
Lögð fram til kynningar skýrsla um starfsemi Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar - Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands á starfsemi héraðsskjala 2017 en skýrslan er gefin út í desember 2018.
Einnig lögð fram til kynningar uppfærð stefnumótun Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar 2018-2021 ásamt vinnuskjali deildarstjóra fræðslu-, frístunda, og menningarmála og héraðsskjalavarðar frá 26.03.2019 þar sem fram koma skýringar við meginniðurstöðum og athugasemdum í skýrslu Þjóðskjalasafns frá desember 2018.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra og héraðsskjalaverði greinagóðar upplýsingar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 08.04.2019 er varðar endurgreiðslu kostnaðar á búnaði til snjóflóðaeftirlits en Fjallabyggð ber að skaffa búnað samkvæmt lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Lagt er til að greiðsla til eftirlitsmanns verði 235.000 á ári eða alls 470.000.
Lögð fram drög að samkomulagi við Gest Hansson og Tómas Einarsson snjóflóðaeftirlitsmenn byggð á 3. greinar laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum nr. 49/1997 og reglugerðar um störf og búnað eftirlitsmanna vegna eftirlits með hættu á ofanflóðum frá 8. janúar 1998.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra tæknideildar að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 8/2019 að upphæð kr. 370.000.- við deild 07400, lykil 2090 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi milli Fjallabyggðar og Leyningsáss ses. um leigu og rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal fyrir tímabilið 1. júní 2019 til 1. júní 2022.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 15.04.2019 þar sem fram kemur að tilboð í 3. áfanga grunnskólalóðarinnar á Siglufirði voru opnuð mánudaginn 15 apríl. Eftirfarandi tilboð bárust:
Sölvi Sölvason 12.352.925
Fjallatak ehf 12.371.350
Bás ehf 12.992.825
Kostnaðaráætlun er kr. 11.253.440.
Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að lægsta tilboði verði tekið.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sölva Sölvasonar, sem jafnframt er lægstbjóðandi.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 15.03.2019 þar sem fram kemur að tilboð í malbikun í Fjallabyggð 2019 voru opnuð mánudaginn 15 apríl. Eftirfarandi tilboð bárust:
Hlaðbær Colas kr. 57.323.000
Malbikun Norðurlands kr. 48.355.000
Malbikun Akureyrar kr. 34.134.000
Kostnaðaráætlun kr. 38.815.000
Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Malbikunar Akureyrar sem jafnframt er lægstbjóðandi.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir tímabilið janúar til og með mars 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lögð fram drög að verksamningi um þvott fyrir hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekku Ólafsfirði við Þernuna fatahreinsun. Samningurinn gildir frá 1. maí 2019 til 30. apríl 2022.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur hjúkrunarforstjóra Hornbrekku að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Nanna Árnadóttir.
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lögð fram drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélagið Fjallabyggð um gjafir til fyrirtækja, stofnana, félaga og félagasamtaka.
Einnig lögð fram fyrirspurn Kristínar Sigurjónsdóttir fh. Trölla.is, dags. 15.04.2019 um stefnu sveitarfélagsins varðandi afmæli félaga.
Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að vinna lista yfir fyrirtæki, stofnanir, félög og félagasamtök og felur deildarstjóra fjármála- og stjórnsýslu að vinna drögin áfram.
Bæjarráð felur markaðs- og menningarfulltrúa að svara erindi Trölla.is.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar sat undir þessum lið.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 14.04.2019 þar sem fram kemur að samningar vegna tímavinnu véla og tækja runnu út 22. apríl síðastliðinn. Heimilt er að framlengja til eins árs að öðrum kosti þarf að gera nýja verðkönnun.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að gera nýja verðkönnun vegna tímavinnu véla og tækja.
Eftirtöldum aðilum er boðin þáttaka í verðkönnun:
Árni Helgason ehf
Bás ehf
Fjallatak ehf
Magnús Þorgeirsson
Smári ehf
Sölvi Sölvason
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lagt fram erindi Eddu Láru Guðgeirsdóttur fótaaðgerðafræðings, dags. 05.04.2019 þar sem hún óskar eftir því að fá að nýta aðstöðu í Hornbrekku til þess að sinna þjónustu við aldraða.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra félagsmáladeildar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lagt fram til kynningar erindi Menningarfélags Akureyrar, dags. 10.04.2019 þar sem fram kemur að Lýsa - rokkhátíð samtalsins verður haldin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 6. og 7. september nk.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lagt fram erindi Huldu Sif Hermannsdóttur aðstoðarmanns bæjarstjóra á Akureyri, dags. 08.04.2019 þar sem boðið er til sameiginlegs fundar með bæjarfulltrúum Akureyrarbæjar um málefni sveitarfélaganna þann 29. maí nk. kl. 14.30-16.
Bæjarráð þakkar gott boð og felur deildarstjóra fjármála- og stjórnsýslu að staðfesta fundartíma.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lagt fram erindi Unnar Önnu Valdimarsdóttur og Örnu Hauksdóttur fh. Háskóla Íslands, dags. 02.04.2019 þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið vekji athygli á rannsókninni Áfallasaga kvenna sem hófst á vormánuðum 2018 og miðar að því að skapa þekkingu á umfangi, áhættuþáttum og heilsufarslegum afleiðingum áfalla og ofbeldis gegn konum en samfélagsleg umræða síðasta árs sýnir að það er mikilvægt að varpa ljósi á vægi áhrifa þessara þátta á heilsufar kvenna hér á landi. Rannsóknin er fjármögnuð af Evrópska rannsóknarráðinu og Rannís og er ein stærsta vísindarannsókn sem framkvæmd hefur verið á þessu sviði á heimsvísu.
Öllum konum á Íslandi, 18 ára og eldri, býðst að taka þátt í rannsókninni með því að svara rafrænum spurningalista um áfallasögu sína og heilsufar. Viðtökur við rannsókninni hafa verið góðar - hingað til hafa rúmlega 30 þúsund konur tekið þátt í rannsókninni en skráning nýrra þátttakenda stendur yfir til 1. maí nk. Góð þátttaka kvenna skiptir sköpum fyrir vísindalegt gildi rannsóknarinnar og svör allra kvenna skipta máli óháð því hvort þær eiga mikla, litla eða enga sögu um áföll.
Vísbendingar eru þegar til staðar um að áföll og ofbeldi hafi hugsanlega enn meiri áhrif á heilsufar og sjúkrafjarvistir kvenna en hingað til hefur verið talið. Rannsóknin Áfallasaga kvenna er mikilvægur liður í því að skapa örugga vísindalega þekkingu á algengi og vægi áfalla í heilsufari kvenna.
Allar upplýsingar um rannsóknina má finna á vefsíðunni www.afallasaga.is en einnig er hægt að hafa samband við okkur í tölvupósti (afallasaga@hi.is) eða símleiðis (s. 525-5500) ef frekari upplýsinga er óskað.
Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að birta erindið á heimasíðu sveitarfélagsins og senda áfram á stjórnendur stofnana.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lagt fram til kynningar erindi Péturs Þórs Jónssonar stjórnarformanns Greiðrar leiðar, dags. 15.04.2019 þar sem fram kemur að aðalfundur félagsins verður haldinn 30. apríl nk. í fundarsal Hótel Kea, Akureyri og hefst kl. 11.00. Einnig lagður fram til kynningar undirritaður ársreikningur 2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lagt fram til kynningar erindi Rögnvalds Helgasonar fh. Markaðsstofu Norðurlands, dags. 12.04.2019 þar sem boðað er til aðalfundar Markaðsstofu Norðurlands þriðjudaginn 7. maí 2019 kl. 10-12. Fundurinn verður haldinn á Fosshótel Húsavík.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 08.04.2019 þar sem farið er yfir vorþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins sem haldið var í Strasbourg 2.-4. apríl sl..
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lagt fram til kynningar erindi Framkvæmdarstjórnar Sjúkrahússins á Akureyri, dags. 17.04.2019 þar sem fram kemur að ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri 2019 verður haldinn 9. maí nk. í kjallara suðurálmu sjúkrahússins og hefst kl. 14.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lagt fram erindi Utanríkismálanefndar Alþingis, dags. 11.04.2019 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lagt fram erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 11.04.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801. mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lagt fram erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 12.04.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lagt fram erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 12.04.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 12.04.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 775. mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 12.04.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lagt fram erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 12.03.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku), 792. mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar starfshóps um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi frá 3. apríl sl.
Bókun fundar
Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Gunnar I. Birgisson.
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lögð fram til kynningar skýrsla afmælisnefndar um aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands frá mars 2019. Skýrsluna má nálgast á vefslóðinni www.fullveldi1918.is
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lögð fram til kynningar 870. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. apríl sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 601. fundur - 23. apríl 2019
Lögð fram til kynningar fundargerð 118. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 11. apríl sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 601. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.