-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 20.02.2019 að óska eftir tillögu og kostnaðaráætlun frá markaðs- og menningarfulltrúa varðandi veflausnir fyrir Bókasafn Fjallabyggðar, Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og Listaverkasafn Fjallabyggðar.
Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa dags. 09.04.2019 þar sem mælt er með að ráðist verði í uppfærslur á heimasíðu Bókasafns Fjallabyggðar yfir í nýtt útlit og að vefumsjónarkerfi verði uppfært. Áætlaður kostnaður samkvæmt tilboði Stefnu ehf. vegna uppsetningar á vefsvæði með tilbúnu útliti og efnisflutningi er kr. 184.000.
Einnig lagt fram minnisblað frá Hrönn Hafþórsdóttur forstöðukonu bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar varðandi vefsíður fyrir bókasafn og héraðsskjalasafn.
Einnig lögð fram kostnaðaráætlun fyrir vefsvæði Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar og Listaverkasafns Fjallabyggðar ásamt drögum að samningi við Stefnu ehf.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Stefnu ehf í uppfærslu á vefsvæði Bókasafns Fjallabyggðar og felur markaðs og menningarfulltrúa að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að vísa í viðauka nr. 10/2019 kr. 184.000 við deild 05210, lykill 4342 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir einnig að vísa veflausnum fyrir Héraðsskjalasafn og Listaverkasafn til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.
Bókun fundar
Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, dags. 29.04.2019 þar sem fram kemur að tilboð í "ræstingu í ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði" voru opnuð þann 29.apríl sl. kl.11.00.
Eftirfarandi tilboð bárust :
Guðrún Brynjólfsdóttir kr. 16.385.544.-
Minný ehf kr. 14.313.982.-
Kostnaðaráætlun kr.13.973.271.- án sumarþrifa.
Deildarstjóri leggur til að samið verið við lægstbjóðanda.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði frá Minný ehf., sem jafnframt er lægstbjóðandi í ræstingar í ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði.
Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að undirrita samning.
Bókun fundar
Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019
Föstudaginn 24. maí nk. verða settir niður gámar í báðum bæjarkjörnum þar sem íbúar geta losað sig við gróður úrgang einnig verður hægt að setja garðúrgang við lóðarmörk sem verður fjarlægður mánudaginn 27.maí nk.
Vorhreinsun verður nánar auglýst þegar nær dregur.
Bókun fundar
Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 26.04.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda opna verðkönnun vegna múrviðgerða á norður og austur hlið á Ráðhúsi Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkir að heimila opna verðkönnun á múrviðgerðum á norður og austur hlið á Ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði og felur deildarstjóra að auglýsa opið útboð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 26.04.2019 þar sem óskað er eftir heimild til þess að verktakarnir, Sturlaugur Kristjánsson og Árni Haraldsson fái að taka þátt í verðkönnun í tímavinnu tækja fyrir Fjallabyggð.
Bæjarráð samþykkir að Sturlaugur Kristjánsson og Árni Haraldsson fái að taka þátt í verðkönnun vegna tímavinnu tækja fyrir Fjallabyggð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019
Lagt fram erindi Birkis Karls Sigurðssonar, dags. 23.04.2019 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um tveggja daga skáknámskeið, samtals 10 klst. fyrir ungmenni í Fjallabyggð.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Bókun fundar
Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019
Í framhaldi af fundi bæjarráðs og stjórnar Golfklúbbs Siglufjarðar sem var þann 26. mars sl. varðandi umsókn félagsins um rekstrarstyrk.
Lagður fram undirritaður samningur milli Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS) og Sigló Golf & Ski Club (Sigló Golf), dags. 23.04.2019 þar sem kveðið er á um aðkomu GKS að golfvelli í Hólsdal, heimavelli klúbbsins, og skyldur aðila í því sambandi.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðni Golfklúbbs Siglufjarðar um rekstrastyrk þar sem um einkarekinn golfvöll er að ræða en ekki íþróttasvæði í eigu Fjallabyggðar, rekstrarstyrkir til íþróttafélaga eru einungis greiddir til þeirra félaga sem reka íþróttasvæði í eigu Fjallabyggðar.
Bæjarráð tekur fram að sveitarfélagið hefur úthlutað GKS æfingasvæði fyrir barna- og unglingastarf og veitt klúbbnum styrk vegna barna- og unglingastarfs að upphæð 300.000 á árinu 2019. GKS hefur einnig, eins og önnur félög, aðgang að bæjarstyrk til UÍF vegna barna- og unglingastarfs, samkvæmt úthlutunarreglum. Styrkur sveitarfélagsins til UÍF á árinu 2019 vegna barna- og unglingastarfs er 11 mkr.
Bókun fundar
Til máls tók Helga Helgadóttir.
Fyrir mistök misritaðist í fundargerð að styrkur til UÍF á árinu 2019 nemi 11 millj.kr. vegna barna- og unglingastarfs. Rétt er að í fjárhagsáætlun 2019 er gert ráð fyrir styrk að upphæð kr. 7,5 millj. en styrkurinn var hækkaður um 1 millj.kr. frá árinu 2018.
Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019
Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
Bókun fundar
Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019
Lagt fram erindi Tómasar Jóhannessonar, snjóflóðasérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, dags. 24.04.2019 þar sem óskað er eftir því að bæjarstjóri Fjallabyggðar fyrir hönd sveitarfélagsins undirriti ásamt sérfræðingum Veðurstofunnar og fleirum áskorun til ríkisstjórnar Íslands vegna uppbyggingar ofanflóðavarna á landinu „Uppbygging ofanfóðavarna - betur má ef duga skal“.
Einnig lögð fram drög að Áskorun til ríkisstjórnar Íslands, dags.23.04.2019, ásamt bréfum sem bæjarráð Fjallabyggðar hefur sent stjórnvöldum.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita áskorunina fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019
Lagt fram til kynningar erindi Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 17.04.2019 þar sem fram kemur að heildararðgreiðsla sjóðsins vegna rekstrarársins 2018 samkvæmt samþykktri tillögu á aðalfundi þann 29. mars sl. nam 428 mkr. og skiptist samkvæmt eignarhluta hvers sveitarfélags. Hlutur Fjallabyggðar í Lánasjóði sveitarfélaga er 2,394% og var arðgreiðsla til sveitarfélagsins því 10.246.320 að frádregnum 22% fjármagnstekjuskatti eða 7.992.130.
Bókun fundar
Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 602. fundur - 30. apríl 2019
Bókun fundar
Afgreiðsla 602. fundar bæjarráðs staðfest á 174. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.